Sagnir - 01.06.2007, Blaðsíða 22
Stríðið kemur til Eyja
Vestmannaeyjar 1943.
við þetta. Þegar til Reykjavíkur er komið var senditækið tekið úr Arctic
ásamt leynikóðanum sem Þjóðverjar höfðu látið þeim í té. Stuttu síðar
var haldið til Vestmannaeyja. Bretar miðuðu út þessar skeytasendingar á
Arctic og þegar skipið lagðist að bryggju í Vestmannaeyjahöfn 14. apríl
1942 komu hermenn um borð, settu vörð um skipið og tóku áhöfnina
til fanga.54
Skaftfellingur kom stuttu síðar inn af veiðum og ætlaði að leggja að
við hliðina á Arctic. Andrés Gestsson henti línu um borð í Arctic svo
hægt væri að binda Skaftfelling við skipið en enginn sinnti því. Andrés
hoppaði því um borð í Arctic en þar mættu honum tveir hermenn með
byssustingina á lofti. Andrés brosti og spurði hvað væri að en einu
viðbrögðin voru frekara ot með byssustingjum. Kallar þá skipsfélagi
hans, sem enn var um borð í Skaffellingi, á hann og segir: „Andrés,
komdu um borð. Blessaður, láttu ekki drepa þig.“ Andrés hlýddi þessu
og fékk fljótlega að vita að búió væri að hertaka Arctic,55
Áhöfninni var haldið fanginni í um vikutíma í Vestmannaeyjum,
að undanskildum skipstjóra og loftskeytamanni sem strax voru
sendir til Reykjavíkur. Hófst nú löng þrautaganga skipvetjanna
með frelsissviptingu og jafhvel pyntingum. Einn úr áhöfninni var
Vestmannaeyingur, Guðni Ingvarsson matsveinn. Fékk hann svipaða
útreið og félagar hans, ofbeldi og slæmt viðurværi og er heim kom
þvemeitaði hann að ræða þennan atburð.56
Niðurstöður
Síðari heimsstyrjöldin hafði mikil áhrif á Vestmannaeyjar, ekki einungis
á meðan á stríðinu stóð, heldur gætti áhrifa hennar einnig eftir stríð.
Var það einnig raunin annars staðar á landinu. ísland annaði skyndilega
ekki eftirspum, því um leið og stríðið hófst hækkaði verð á fiskafúrðum
Islendinga vegna eftirspumar stríðshijáðra landa í Evrópu. Vinnsluferlið
styttist og afköst urðu meiri og svo virðist sem allan afla hafi verið hægt
að selja, jafnvel þótt lélegur væri. Með styttra vinnsluferli urðu til nýjar
starfsaðferðir við veiðamar. Fiskurinn var ísaður um leið og hann kom
um borð, í stað hins langa og vandasama ferils að afhausa, fletja, salta
og þurrka allan afla. Vertíðin lengdist einnig og í kjölfarið dró mjög úr
atvinnuleysi.
Ekki skemmdi fýrir hve launin hækkuðu mikið í kjölfar sterkrar stöðu
verkafólks gagnvart atvinnurekendum, því eftirspum eftir vinnuafli
gerði samningsstöðu þess betri en áður. Þetta gerði þessa atvinnugrein,
sem var þó ekki ný af nálinni í sjávarplássi eins og Vestmannaeyjum,
enn vinsælli. Hún þýddi mikla vinnu en að sama skapi (og það var
nýlunda) há laun. Miklar fjárhæðir streymdu til landsins og þar vom
Vestmannaeyjar ekki undanskildar. Stríðsgróðinn ýtti undir djörfúng og
áhætm og ný fyrirtæki skutu upp kollinum, því manneskja með meiri
pening á milli handanna leyfir sér meiri munað.
Siglingar milli íslands og Bretlands vora tíðar og margir
Vestmannaeyingar sigldu þessar ferðir. Þó að skip Vestmannaeyinga
slyppu með skrekkinn sáust þó skip í höfninni í Vestmannaeyjum sem
ekki höfðu sloppið eins vel. Þessum ferðum var þó haldið áfram því
með sölu aflans á mörkuðum erlendis þénuðu Vestmannaeyingar og
Islendingar allir vel.
Þessi gróska hófst í kjölfar samninga við Bretland og síðar komu
breska hersetuliðsins til Islands. Rúsínan í pylsuendanum var þó eftir,
koma Bandaríkjamanna. I kjölfar samninga við stórveldið mikla bauðst
Islendingum ýmisleg munaðarvara sem þeir ekki höfðu séð hér áður.
Einnig var herlið Bandaríkjamanna búið betri tækjum en það breska,
eins og vörabílum, jarðýtum og malbikunarvélum. Er Bandaríkjamenn
hugðu á heimferð var einfaldara fyrir þá að selja heimamönnum tækin
en að flytja þau aftur með sér heim. Þessi tæki auðvelduðu ýmsar
framkvæmdir sem höfðu setið á hakanum fyrir stríð vegna fjárskorts.
Nýbyggingar fyrirtækja, viðbætur og viðhald á fiskvinnsluhúsum
urðu tíðari og ný fyrirtæki spruttu upp í kjölfar velmegunarinnar.
Fataverslanir, bakarí og jafnvel skipasmíðastöð hófú rekstur sinn í
Eyjum.
Fljótlega eftir stríð, eða um leið og byggingarefni fékkst, var farið
að veita vatni, flugvöllur var byggður, jafnvel heilu hverfin, því ekki
vantaði peninga til ffamkvæmda. Mikið af þessu var gert með hjálp
tækja sem Vestmannaeyingar höfðu keypt af Bandaríkjamönnum. Með
flugvellinum rofnaði jafnframt einangran Vestmannaeyja því ekki þurfti
lengur að treysta eingöngu á skipakomur.
Þó að hinum erlendu hermönnum hafi ekki verið illa tekið af
Vestmannaeyingum var viðmótið frekar kuldaleg kurteisi en að staðið
væri í erjum og stympingum. Sérstaklega var kuldi í garð breska
hersetuliðsins. Þeir hertóku landið og bar því landanum ekki skylda
til að bjóða þá velkomna. Hugarfarið var eilítið vinsamlegra í garð
Bandaríkjamanna en þeir vora ólíkir Bretum, vora meira áberandi,
glæstari, og ástandið svokallaða jókst til muna við komu þeirra.
En góðæri lýkur og það gerðist líka í Vestmannaeyjum. Ríkidæmi
íslands var í raun einungis í tekjum talið en ekki í eignum. Eftir að
sala ísfisks til Bretlands dróst saman og sjómenn landa, sem áður
höfðu verið i eldlínu stríðsátaka, gátu aftur farið að stunda sína vinnu,
flykktust erlendu skipin aftur á mið Vestmannaeyinga. Var það því ekki
einungis lægra verð aflans sem kom illa við afkomu Vestmannaeyinga
heldur fiskaðist minna þegar fleiri vora um hituna. Hafði þetta í for með
sér fólksflótta frá Vestmannaeyjum og fóra margir til Suðumesja vegna
mikilla umsvifa þar í tengslum við komu Bandaríkjamanna 1951.
Aðstæður í Vestmannaeyjum á stríðsáranum munu hafa verið
svipaðar og annars staðar í landinu þar sem erlent setulið settist að í
útvegsplássum. Stríðið jók eftirspum eftir vöram sem svo leiddi til
breytinga í framleiðsluháttum og umbyltingar á framleiðsluferli ísfisks.
Breytingar urðu einnig með komu Bandaríkjamanna sem vora mun
betur búnir tækjum en Bretar. Nýttu Eyjamenn sér óspart tæknina sem
þeir kynntust í gegnum dvöl þeirra hjá Bandaríkjamönnum. „Rífandi
uppgangur" breytti afkomu verkalýðs og sjómanna og opnaði dymar að
heimi tækninýjunganna.
Heimildir
1 Ég mun notast við nafnið Vestmannaeyjar í stað þess að
tala um Heimaey, þó að hin síðari, sem eina byggða eyjan i
Vestmannaeyjaklasanum, sé í rauninni rannsóknarefni mitt.
Vestmannaeyingar sjálfir notast sjaldan við nafnið Heimaey heldur
vísa til Vestmannaeyja í þessu sambandi.
2 Jón Guðnason, „Um munnlegar heimildir”, Saga XXVII (1989),
bls. 7-28. Sigurður Gylfi Magnússon og Jón Jónsson, „Heimskuleg
spuming fær háðulegt svar. Orð og æði - minni og merking”, íslenska
söguþingið 28.-31. maí 1997. Ritstjórar Guðmundur J. Guðmundsson
18 - Sagnir