Sagnir - 01.06.2007, Side 44

Sagnir - 01.06.2007, Side 44
Svíahatur íslendinga á miööldum Goðsögn eða veruleiki? Guðmundur M. H. Beck er fæddur 1950. Hann lauk BA prófi I íslenzku árið 2005 og er nú á síðasta ári IBA námi í sagnfræði. Það skal fyrst nefnt til sögu að nokkuð sterkt er að orði kveðið að leita að hatri milli þjóða eða milli ibúa einstaka landsvceða á fornurn bókum islenzkum. Hitt er vist að menn hafa þótzt skynja að „nórœnirmenn hafi litið niður á sumt fólk af öðrum löndum, svo sem Vestmenn.2 Uppruni manna er í elztu sögum íslenzkum yfirleitt miðaður við landsvœði eða héruð t.d. víkverskur, þrcenzkur, suðureyskur eða austfirzkur. Hér skal reynt að finna þess stað hvort þeir sem rituðu fornar sögur á bókfell hér á landi á miðöldum hafi litið niður á Svía og ef svo hefur verið þá hvers vegna. Guðni Jónsson nefnir það i neðanmálsgrein i útgáfu sinni á Grettis sögu, að ýmsir misindismenn í Islendinga sögum séu taldir cettaðir frá Sviþjóð.3 Höfundur þessarar ritgerðar mun að mestu styðjast við útgáfur Hins islenzka fornritafélags á fornsögunum og efnisskrárþeirra við leitina að hinum scensku mönnum. Fyrst verður fyrir að finna hvar Sviþjóð var i huga íslenzkra sagnaritara á miðöldum eða hvort það land var til sem eitthvert skýrt afmarkaðfyrirbrigði. Það ergrundvöllurþess að átta sig áþvíhvaðan scenskir rnenn voru kynjaðir. Þá verður gluggað í þau rit frá fyrsta liluta 12. aldar sem talin eru runnin frá Ara fróða, íslendingabók og Landnámabók. íþriðja kafla verða skoðaðar sögur þar sem finna má heimildir um Svía sem eina þjóð, þ.e.a.s. fólk sem búsetu hefur á því tiltekna landsvceði Sviþjóð. Að lokum eru svo tíndar til frásagnir af einstökum mönnum sem sagðir eru kynjaðir frá Sviþjóð. Hverjir voru Svíar? Þegar gluggað er í íslendinga sögur verður lesandanum strax ljóst að þar birtist talsvert önnur mynd af landaskipan á Norðurlöndum heldur en við eigum að venjast sem búum við núverandi ríkjaskipan. A þeim tíma, þegar Island byggðist af þeim mönnum sem mæltu á danska tungu, voru mörg sjálfstæð konungdæmi og jarlsdæmi á Norðurlöndum, sífelldar breytingar á valdhöfúm og innbyrðis átök þeirra á millum, einkum eftir að víkingatíminn hófst og skipin urðu fleiri og stærri. 40 - Sagnir

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.