Sagnir - 01.06.2007, Side 46
Svlahatur Islendinga á miðöldum
Frásögn af landnámi Sleitu-Bjamar er þar engin undantekning en
hún hefst svo: „Gormr hét hersir ágætr í Svíþjóð; hann átti Þóm, dóttur
Eiríks konungs at Uppsölum,“22 Að sjálfsögðu hlaut maðurinn að vera
ágætur ef hann mægðist við konung og skipti þá þjóðemi ekki máli.
í Landnámu segir ennfremur frá Þóri snepli sem land nam í Köldukinn
en flúði síðan yfir í Fnjóskadal. Hann var „son Ketils brimils" en í
Hauksbók er kona Ketils kynnt til sögu, „Ketill brimill átti Jómnni,
dóttur Þorgnýs lögmanns af Svíaríki. Ketill brimill var víkingr mikill."23
Það minnir á að þessir fjáðu menn, sem höfðu efni, áræði og þekkingu
til að sigla um norðurhöf allt ffá Eystrasalti austur til Miklagarðs, út
til íslands, Grænlands og Vínlands og suður til Miðjarðarhafs, hlutu
auðvitað vegna sinna ferðalaga að kynblandast vemlega rétt eins og
konungaættimar á Norðurlöndum. Því hefúr verið erfitt að festa ættir
víkinga við einstök uppmnasvæði og landaffæðin varð mörgum
ókunnugum sagnaritumm torræð. Fleiri em ekki i Landnámu kenndir
við þá fomu Svíþjóð sem lýst er í íslenzkum fomritum en þeir
Ingimundur gamli og Helgi magri vom báðir taldir ættaðir ffá Gautlandi
og vom líka báðir taldir göfugmenni því ættir þeirra mátti rekja til jarla
og konunga.
Eitt er það þó enn sem freistandi er að nefna úr Landnámu, það
er frásögnin af Una syni hins sænskfædda Garðars. Hún er mjög
sérkennileg og fúll af mótsögnum eins og fleira á þeirri bók.
Uni son Garðars, er fyrst fann ísland, fór til íslands með
ráði Haralds konungs hárfagra ok ætlaði at leggja undir
sik landit, en síðan hafði konungr heitit honum at gera
hann jarl sinn. Uni tók land, þar sem nú heitir Unaóss,
ok húsaði þar; hann nam sér land til eignar fyrir sunnan
Lagarfljót, allt herað til Unalækjar. En er landsmenn
vissu ætlan hans, tóku þeir at ýfask við hann ok vildu
eigi selja honum kvikfé eða vistir, ok mátti hann eigi
þar haldask.24
Hauksbók byijar frásögnina öðmvísi: „Uni hinn danski eða hinn óbomi
son Garðars, er fann Island"25
Þessi frásögn Sturlubókar og Hauksbókar er öll með ólíkindum eins
og raunar framhaldið um flótta Una, Leiðólf og Hróarr Tungugoða sem
virðist kenndur við Skaftártungu en ekki Hróarstungu eins og eðlilegra
sýndist.
Það verður reyndar að teljast hæpið að þessar klausur séu ffá Ara
fróða heldur viðbætur síðari Landnámuritara. Það er fyrst að athuga að
hér ritar Sturla „Garðars, er fyrst fann ísland“ þótt hann hafi í upphafi
bókar sett Naddodd á undan sem er vafalaust ffá ffumriti Ara.
Haukur virðist hér einn landnámuritara kalla Una danskan en í
frásögninni af föður hans kemur reyndar fram að hann hafi átt jarðir á
Sjólandi, hvort sem það Sjóland var nú danskt eða sænskt. Hin mikla
mótsögn er hins vegar sú að í Sturlubók stendur þessi setning framan við
kaflann um landnám á Austfjörðum: „... ok er þat sögn manna, at þessi
fjórðungr hafi fyrst albyggðr orðit.“26 Svipað orðalag er í Hauksbók og
auk heldur er þessi staðhæfing endurtekin þar á undan kaflanum um
Sunnlendingafjórðung. „Austfirðir byggðusk fyrst á íslandi, en á millim
Homafjarðar ok Reykjaness varð seinst albyggt."27 Ef Uni var nú
danskur og sendur af Haraldi lúfú þá undirstrikar það hið danska ættemi
Haraldar. Spumingin sem vaknar er samt: Hvað átti Uni að leggja undir
sig ef aðrir landshlutar vora lítt byggðir? Átti hann að nema allt landið?
Hverjir áttu að selja honum kvikfé í lítt numdu landi? Er líklegt að Uni
hafi tilkynnt að hann væri jarl á íslandi áður en hann hafði komið sér
fyrir? Þeir Brynjólfr, Ævarr og Herjólfr Vestarssynir sem numdu mikið
land eystra, hafa komið út á eftir Una því Brynjólfur er sagður hafa
tekið hluta af landnámi Una; landið frá Unalæk til Eyvindarár. (Það
landsvæði nefndist í upphafi síðustu aldar Austur-Vellir). Enginn er svo
skráður í það sem eftir var af þessu landnámi Una en þar er m.a. að
42 - Sagnir
finna bæjanafnið Þórsnes og í landnámi Brynjólfs er að finna ömefnin
Freyshóla og Freysnes. Síðan má geta sér til um það hvom megin líklegt
er að sænskættaðir menn hafi tekið sér bústaði.
Hafi Haraldur lúfa ætlað að leggja undir sig landið þá sýndist
eðlilegra að senda ingimund gamla, sem sagður var í sérstöku vinfengi
við konung, og liklegra að hann hefði einhverja undir sig að leggja.
Það virðist ekki trúverðugt að einhveijum sé ætlað að gerast jarl yfir
lítt numdu landi auk þess sem kappinn, sem átti að hafa drepið Una,
var sagður búa á því svæði sem byggist síðast „fýrir hafnleysis sakir
ok öræfis.“28
Það verður því ekki beinlínis greint neitt í þessum ritum kenndum við
Ara fróða, sem túlka megi sem hatur eða lítilsvirðingu á Svíum, en því
er ekki að neita að á einhverju méli finna sagnaritarar hjá sér þörf fyrir
að gera lítið úr Una Garðarssyni Svávarssonar. Það virðist þó fremur
gert með því að kalla hann danskan og bendla hann við yfirgang hins
hálfdanska Haraldar lúfú.
Reyndar sýnist mega ráða af fomum sögnum að ekki hafi þurft mikið
til að vekja óvild milli landa ef marka má ffásögn Heimskringlu og
Knýtlinga sögu um áform Haraldar blátannar Gormssonar Danakonungs
(950-985) að fara með her á hendur Islendingum (um 982) vegna
niðvísna sem þeir höfðu um hann kveðið. Tilefni vísnanna var að
Islendingar áttu að hafa reiðst Danakonungi vegna strandgóss sem bryti
hans hafði upp tekið fyrir þeim.29
Eins og alkunnugt er þá var tekinn upp nýr siður á Norðurlöndum
á tímabilinu frá síðari helmingi tíundu aldar, er Danir tóku við kristni
í valdatíð Haraldar blátannar Gormssonar,30 til þeirrar tólftu en Svíar
vom taldir tregastir til að taka við kristni og stóð í stappi ffam undir
1164 að erkibiskupsstóll var stofnaður að Uppsölum.31 Heiðinn siður er
talinn hafa við haldizt á Upplöndum ffam til loka tólftu aldar32 og kann
það að hafa verið lagt Svíum til lasts af geistlegu valdi annars staðar á
Norðurlöndum.
Sneitt aö Svíum
Þess má vissulega finna stað hjá íslenzkum sagnaritumm að þeim
verði á að sneiða að Svíum og þá er það oftast vegna fastheldni þeirra
síðamefndu við foman átrúnað. Auk heldur vom þar, samkvæmt
Ynglinga sögu, rætur hins heiðna siðar ffá Oðni og hans afkomendum.
Snorri reynir að skýra breyttan gmndvöll trúarbragðanna í Eddu sinni:
„En alla hluti skilðu þeir jarðligri skilningu, því at þeim var eigi gefin
andlig spekðin."33 Með öðmm orðum vom hin heiðnu goð jarðbundin
og með mannlega eiginleika en með kristninni kom hinn heilagi andi
almáttugs Guðs. Margir íslenzkir sagnaritarar vom lærðir í þeim andligu
fræðum eða uppfræddir af hinu geistlega liði. Þeirra á meðal var Snorri
Sturluson sem var upp alinn í Odda á Rangárvöllum. Hann virðist í 43.
kafla Ynglinga sögu kríta nokkuð liðugt um afdrif Oláfs trételgju.
Þat var mikill manníjölði, er útlagi fór af Svíþjóð fyrir
ívari konungi. Þeir spurðu, at Oláff trételgja hafði
landkosti góða á Vermalandi, ok dreif þannug til hans
svá mikill mannfjölði, at landit fekk eigi borit. Gerðisk
þar hallæri mikit ok sultr. Kenndu þeir þat konungi
sínum, svá sem Svíar em vanir at kenna konungi bæði
ár ok hallæri. Óláff konungr var lítill blótmaðr. Þat
líkaði Svíum illa ok þótti þaðan mundu standa hallærit.
Drógu Svíar þá her saman, gerðu för at Óláfi konungi
ok tóku hús á honum ok brenndu hann inni ok gáfu hann
Óðni og blétu honum til árs sér.34
Á eftir kemur fremur torræð vísa eftir Þjóðólf ór Hvini þar sem segir
að Ölgylðir (eldurinn?) svalg hræ Ólafs og verður varla skilið sem hann
hafi verið brenndur lifandi heldur dauður. Aðrar heimildir segja Óláf
hafa dáið í elli35 og því verður að álykta að þessi ffásögn Snorra sé