Sagnir - 01.06.2007, Side 54

Sagnir - 01.06.2007, Side 54
A ég að gæta blogg bróður míns Hvort svo sem öll mannleg þekking er að safnast fyrir á vefnum eða ekki er óumdeilanlegt að vefurinn vex með gríðarlegum hraða. I aprílbyrjun eru vefsíður taldar hafa verið 113.658.468 talsins og höfðu þá rúmlega 3 milljónir nýrra vefsíðna bæst við frá því talið var mánuðinn áður.8 Þó svo Intemet Archive geymi aðeins brot af þeim vefsíðum sem til hafa verið er Intemet Archive í dag ekki aðeins heimsins stærsta safn stafrænna heimilda heldur stærsta upplýsingasafn veraldar. Eftir því sem áherslan á rafræna miðlun hefur aukist hefur vægi Intemet Archive orðið augljósara og samstarf um afmörkuð verkefni tekist við hefðbundnari söfn á borð við Library of Congress og Smithsonian stofnunina. Hér er t.d. um að ræða söfnun efnis tengdu tilteknum viðburðum á borð við kosningar eða 11. september.9 Markmið Intemet Archive hafa einnig verið víkkuð út og nær efnissöfnun nú til alls stafræns menningarefnis sem ekki er annað hvort komið úr höfundarétti eða hefur verið gefið út með leyfisskilmálum sem heimila slíka söfnun. Hér er um að ræða bæði kvikmyndir, tónlist, forrit og listrænt efhi svo eitthvað sé nefnt. Aftur til fortíðar The Intemet Archive veitir aðgang að safiikosti sínum í gegnum notendaviðmót sem kallað er því skemmtilega nafni The Way Back Machine. Tímavél þessi sýnir hvemig tiltekin vefslóð leit út á tilteknum tímapunkti. Sú sýn sem the Way Back Machine veitir er þó takmörkuð við eldra efni en að jafnaði líða sex til tólf mánuðir frá því the Intemet Archive safnar upplýsingum um vefsíður og þangað til afrit þeirra verða aðgengileg í gegnum The Way Back Machine. The Way Back Machine gagnast því ekki þeim sem vilja vísa í varðveitt eintök nýlega birts efnis. Öllu meira svekkir þó sú staðreynd að aðrar aðgangsleiðir að efni safnsins em ekki í boði. Safii Intemet Archive er hvorki flokkað eftir efni né er hægt að keyra ffjálsa textaleit. Því er ekki hægt að leita í þessu gríðarlega heimildasafni að málefnum eða persónum. Til þess að nýta sér það íslenska efni sem er í safni Intemet Archive þyrfti hinn ímyndaði sagnfræðingur því að vita á hvaða lénum það hefði birst. Hann gæti ekki gúglað í safninu eftir því hvort Laxness framtíðarinnar hefði bloggað sem ungur maður eða hvort einhver hefði bloggað um hann. Það er markmið Intemet Archive að einn daginn verði hægt að veita slíkan aðgang en sökum takmarkaðra fjárráða Intemet Archive er það enn sem komið er aðeins fjarlægur draumur. Eins og svo mörg önnur söfn hefur Intemet Archive átt í erfiðleikum með að fjármagna rekstur sinn og ef ekki væri fyrir bein framlög Kahle sjálfs er óvíst að Intemet Archive hefði orðið að veruleika. Þess er vert að geta að gríðarlegur árangur stofnunarinnar byggir ekki hvað síst á útsjónarsemi hvað útfærslu söfnunar og varðveislu varðar, notast er við frjálsan hugbúnað og söfnun og varðveisla keyrð á ódýmm fjöldaframleiddum vélbúnaði í stað þess að keypt sé sérhæfð uppsetning.10 En hver er sú mynd sem netsöfnun Intemet Archive dregur upp af vefnum? A meðan íslenska netsöfnunin safnar einfaldlega öllu því efni sem er hýst á íslenskum lénum og telst þannig óneitanlega lýsandi fyrir það efni sem þjóðarlénið hefúr að geyma, byggir netsöfnun Intemet Archive á upplýsingum sem netgreiningarfyrirtækið Alexa lætur stofnuninni endurgjaldslaust í té. Starfssemi Alexa snýst um söfnun upplýsinga um nethegðan einstaklinga og greiningu þessara upplýsinga. Hér er þó ekki um njósnir að ræða heldur sjálfviljuga þátttöku fjölda einstaklinga en fyrirtækið fylgist með því hvemig einstaklingar flakka um vefinn fyrir tilstilli forrits sem einstaklingar geta bætt inn við vafrann sinn. Akkur notendanna af því að leyfa Alexa að fylgjast með nethegðan sinni er sá að vafraviðbót Alexa sýnir í sérstökum glugga topp tíu síður sama efnis og sú síða sem skoðuð er hverju sinni. Einnig sýnir hún notandanum ýmiskonar upplýsingar um þá síðu sem skoðuð er hverju sinni, hvem hún sé skráð á, hversu margar undirsíður hún innihaldi, hversu margar siður vísi á hana og hversu oft hún sé uppfærð svo nokkur dæmi séu nefnd11. 50 - Sagnir Safn Intemet Archive byggir þannig á því efni sem Alexa hópurinn skoðar. Nafnleysi þátttakendanna er virt og upplýsingar um samsetningu hópsins liggja því ekki fyrir frá hendi Alexa. Utanaðkomandi aðilar hafa þó sýnt fram á svo óyggjandi er að ekki er hægt að ætla að þessi hópur sé dæmigerður fyrir intemetnotendur almennt. Peter Norvig, yfirmaður hjá Google, sýndi fram á það með samanburðarrannsókn að notendur Alexaviðbótarinnar séu líklegri til að starfa á sviði tækni- og markaðsmála en við önnur störf. Það er enda rökrétt, það er fyrst og fremst þessi hópur sem sér sér hag í því að nota viðbótina í tengslum við starf sitt. Þannig er líklegra að síður sem innihalda slíkt efni hafi hlutfallslega meira vægi í tölffæði Alexa en aðrar síður.12 í öðm lagi þarf ákveðna kunnáttu til þess að sækja viðbótina og setja hana upp og því er líklegt að tæknileg fæmi þeirra sem nota viðbótina sé yfir meðallagi. í þriðja lagi virkar viðbótin aðeins með Intemet Explorer vafranum og aðeins í stýrikerfi Windows.13 Ekki er því hægt að öllu leyti að bera söfnun Intemet Archive saman við þá hugmynd um skylduskil sem íslenska netsöfnunin byggir á enda ef til vill ósanngjamt að bera söfhun efnis á svo litlu málsvæði saman við netsöfnun á heimsvísu. Til viðbótar þeim áhrifúm sem samsetning Alexa hópsins hefúr á netsöfnun Intemet Archive má geta þess að það er miserfitt að safna vefsíðum. Hin sjálfvirku söfnunarforrit ná t.d. ekki að varðveita á heildstæðan hátt síður sem byggja á gagnvirkni. Að lokum má nefna að líkt og gildir um íslensku vefsöfnunina sneiða söfnunarvélar Intemet Archive hjá vefsíðum sem meina sjálfvirkum söfnunarvélum aðgang og fjarlægir fuslega efni úr safni sínu óski höfúndar þess eftir því. í síkvikum heimi Það er auðvelt að færa rök fyrir því að safna ætti íslensku bloggi skipulega. Reyndar hafa málvísindamenn fyrir nokkm hafið söfnun á völdum bloggum í því skyni að safna heimildum um þróun íslensks máls.14 Islenskt samfélag er lítið og með tilkomu hins svokallaða Moggabloggs fyrir nokkmm mánuðum virðast síðustu eftirlegukindumar hafa verið bloggvæddar. Þegar horft er til þeirrar staðreyndar að íslenska netsöfnunin varðveitir aðeins efni frá og með árinu 2004 er hinsvegar augljóst að sú sýn sem íslenska netsöfnunin birtir af íslenskum bloggheimum er ekki dæmigerð fyrir íslenskt blogg í heild sinni. Islensku bloggveitumar em mun yngri en íslenska bloggsprengjan sem fór að mestu leyti ffam á hinum stóm erlendu bloggveitum. Til þess að sagnfræðingar ffamtíðarinnar geti komist nálægt því að öðlast mynd af íslenskum bloggheimum, eða notað blogg til að rannsaka islenskt samfélag, þyrffu þeir að hafa aðgang að heimildasafni sem hefði að geyma íslenskt blogg vistað bæði innan og utan þjóðarlénsins. Aðstandendur íslensku netsöfnunarinnar hafa horft til samstarfs við erlenda aðila sem hafa vefsöfnun með höndum, og þá sér í lagi Intemet Archive, en stofnunin tungumálagreinir allt efni sem safnað er og ætti því fræðilega séð að eiga auðvelt með að afhenda afrit af íslensku efni sem hún safnar eða a.m.k. upplýsingar um það á hvaða lénum þetta efni sé að finna. Slíkar umleitanir hafa þó strandað á því að Landsbókasafni - Háskólabókasafni er ekki lagalega heimilt að láta í býttum affit af því efiti sem safnað er í þeirra söfnunum.15 Það verður þó að segjast eins og er að allar líkur em þó á því að bloggið líði undir lok áður en við náum að gera það upp við okkur hvemig best væri að söfhun þess staðið. A meðan að kunnátta í vefsíðugerð var skilyrði þess að koma sér upp bloggsíðu var bloggið sérviskulegt áhugamál fárra og bloggsíðumar eins misjafnar og þær vom margar. Eins og bent var á hér framar varð bloggið fyrst vinsælt þegar til sögunnar komu bloggveitur sem buðu upp á forsniðnar bloggsíður, tilbúnar til notkunar. Hefur notendaviðmót þessarar þjónustu orðið aðgengilegra með hverju árinu sem líður og þeim möguleikum sem notendum standa

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.