Sagnir - 01.06.2007, Síða 59

Sagnir - 01.06.2007, Síða 59
nafnabreytingu, en það er ekki leyft fyrr en „rétt“ kynfæri eru til staðar, sem verður rætt síðar í þessari ritgerð. Með því að bera annað kyngervi en kynfæri einstaklings segja til um er oft litið á að um lygi eða svik sé að ræða. I stað þess að sjá hugrekki fólks í því að bera utan á sér sinn innri veruleika er talið að fólk sé svikult ef það samræmir ekki kyngervi og kynfæri við það sem telst „eðlilegt." Því er ekki að furða að fólk gangi í gegnum erfiðar aðgerðir og langt ferli til að falla inn í ríkjandi kerfi. Löggjöf Italíu um transsexúalisma sýnir mjög greinilega hugmyndina um svik og lygi, en þar á landi verður transsexúal manneskja, sem gengur i hjónaband, að láta tilvonandi eiginmann eða eiginkonu vita um kyn-fortíð sína. Ef það er ekki gert má ógilda hjónabandið.22 Stryker segir transgender-einstaklinga hafa lengi verið í umræðunni en aldrei hluta af henni. Með tilkomu transgenderfræða fengu þessir einstaklingar loks vettvang þar sem þeir geta tjáð reynslu sína og tekist á við orðræðu annarra hópa (geðlækna, sálfræðinga, lækna, lögreglu, dómara, lögfræðinga o.fl.) um þá sjálfa. Innan fræðanna er tekið tillit til bæði rannsókna og fræðivinnu, en einnig persónulegrar reynslu transgender-fólks.23 Fræðin eru ekki gömul en þau mótuðust á tíunda áratug síðustu aldar. Búast má við að þau haldi áfram að styrkjast og breiðast út en fyrir hóp fólks líkt og transgender einstaklinga, sem eiga undir högg að sækja í samfélaginu, er mikilvægt að vera með skipulagða og sterka hreyfingu sem berst fyrir tilverurétti þeirra. Saga transsexúalisma Saga transsexúalisma og einstaklinga sem eru á skjön við hefðbundin kynhlutverk er löng og hefur verið til staðar allt ffá byrjun mannkynssögunar, þó svo að tilvist þeirra hafi ekki alltaf verið skráð. Hópar frá mismunandi heimshlutum hafa beygt kynhlutverk sín, talið sig vera bæði karla og konur, eða talið sig vera þriðja kynið. Sem dæmi má nefna Hijra á Indlandi, Berdache Indjána, Kathoey á Tælandi, Travesti á Brasilíu o.fl., en innan þessara hópa eru mörk kyns og kyngerva óljós og stundum talin óþörf.24 Eflaust hefur transsexúalismi ávallt verið til í einhverju formi, en hann var ekki nefndur á nafn né rannsakaður af fræðimönnum og skráður fyrr en vísindamenn og læknar fóru að rannsaka kyn og kynlíf við lok 19. aldar og byrjun þeirrar tuttugustu. Magnus Hirschfeld og Institut fúr Sexualwissenschaft í Þýskalandl Frá seinni hluta 19. aldar og fram á fjórða tug 20. aldar voru kynlífsvísindi öflug í Evrópu, sérstaklega í Þýskalandi. Magnus Hirschfeld, þýskur læknir og samkynhneigður gyðingur, rannsakaði kynlíf og setti fram kenningu þess efnis að allar manneskjur væru upprunalega tvíkynhneigðar, en oftast misstu þær nær áhugann á eigin kyni. Arið 1910 notaði Hirschfeld heitið „transvestite“ (ísl. klœðskiptingur) í fyrsta skiptið og greindi það þar með frá samkynhneigð.25 Hirschfeld skrifaði margar bækur og greinar og gaf út tímarit. Arið 1919 stofnaði hann fyrstu kynfræðistofunina (þýs. Institut fur Sexualwissenschaft).26 Þar hafði hann marga skjólstæðinga og rannsakaði vandamál fólks, þar á meðal þeirra sem voru transsexúal. Þegar nasistar komust til valda í Þýskalandi var stofnun Hirschfelds lögð niður og mikið af gögnum og skrifum hans eyðilagt.27 Hann flúði land en hélt rannsóknum sínum áfram og flutti erindi á málþingum víðsvegar um heiminn.28 Eftir seinni heimssfyijöldina virtist sem kynlífsvísindin væru endurvakin í Bandaríkjunum.29 Þangað flúðu nokkrir sem starfað höfðu í Þýskalandi fyrir valdatöku nasista. Upp spruttu stofnanir og rannsóknarstofur þar sem kynlífsrannsóknum var haldið áfram, t.d. Kinsey Institute.30 Meðal þeirra, sem settust að í Bandaríkjunum, var Harry Benjamin en hann hafði unnið með Hirschfeld, og var síðan kallaður „afi“ transsexúalisma (e. grandfather of transsexualism)?' Kynleiðréttingar á Islandi Fyrsta aögeröin Fyrsta tilraunin til kynleiðréttingar var gerð í Berlín með aðgerð á danska málaranum Lili Elbe árið 1930. Sú aðgerð var vægast sagt gróf miðað við aðgerðir í dag, en eftir þá fimmtu (framkvæmdar einnig í Dresden), þar með talin aflimun og tilraun til ígræðslu móðurlífs, lést Elbeárið 1931.32 Fyrsta svokallaða nútíma kynleiðréttingaraðgerðin var framkvæmd árið 1948 í Bretlandi33 en fyrsta aðgerðin, sem vakti heimsathygli, var framkvæmd árið 1950 í Danmörku á karl-í-konu transsexúalista að nafni Christine Jorgensen. Tvær aðgerðir fylgdu f kjölfarið en þeim var ætlað að gera Jorgensen líkamlega að konu. Kynleiðréttingin vakti mikla athygli fjölmiðla í Bandaríkjunum og varð Jorgensen fræg og gaf út ævisögu sína. Þetta vakti mikið umtal og fóru læknavísindin (skurðlækningar) að taka við sér og gerðust valdamikil i málefnum transsexúalista. Geðlæknar voru ekki á eitt sáttir með það, en geðræn meðferð var talin nauðsynlegur undanfari aðgerða og er svo enn í dag.34 HBIGDA og staðan í dag Árið 1953 setti læknirinn Harry Benjamin fram skilgreiningu á hugtakinu transsexúalismi og greindi það frá hugtakinu klæðskiptingur (e. transvestite).35 Benjamin hafði marga skjólstæðinga, bæði klæðskiptinga og transsexúalista, sem hann sagði oftast nær vera óhamingjusamt fólk. Benjamin hélt því ffarn að hormónagjöf væri mikilvægur undirbúningur aðgerðar.36 Hann hafði sinnt nokkur hundruð skjólstæðingum og rannsakað transsexúalisma og klæðskiptihneigð þegar hann gaf út tímamótaverkið The Transsexual Phenomenon árið 1966.37 Benjamin var öflugur málsvari transsexúalisma og var stofnun um kyngervisvanda, The Harry Benjamin Intemational Gender Dysphoria Association (HBIGDA), skýrð í höfuð á honum árið 1969 til að heiðra hann og störf hans.38 HBIGDA er alþjóðleg stofnun sem hefur það að markmiði að upplýsa fræðimenn og þá, sem koma að málefnum transsexúalista, um nýjungar á því sviði. Stofnunin heldur ráðstefnur og gefur út starfsreglur, Standards of Care (SOC), um meðferð og meðhöndlun transsexúalista sem taka á hugmyndum og vinnu sálfræðinga, lækna og annarra sem vinna með þessum hópi fólks. Þessar starfsreglur em alþjóðlega viðurkenndar og uppfærðar þegar nýjungar koma fram.39 Starfsreglumar, SOC sem HBIGDA gefur út, segja til um meðferð transsexúalista áður en hormónameðferð og aðgerð er komið af stað. Tímaáætlun eða viðmið kemur ffarn í SOC og gerir það að verkum að enginn kemst hratt né hugsunarlaust í gegnum kynleiðréttingarferli. Til dæmis má nefna að minnst þrír mánuðir skulu líða frá því að sálfræðingur, eða annar sérfræðingur, byrjar að vinna með transsexúalista þar til að hormónameðferð er hafin. Fyrir aðgerð til að leiðrétta kyn á að líða minnst eitt ár, þar sem einstaklingur lifir algjörlega í hlutverki þess kyns sem hann telur sig tilheyra.40 Ekki em allir á eitt sáttir með þessar starfsreglur og telja sumir að þær veiti læknum og sálfræðingum of mikið vald og gagnrýna að transsexúalistar þurfa að uppfylla þeirra kröfúr og óskir, og verða að „barbie og ken“41 til að fá leiðréttingu á líkama sínum. Sumir vilja líkja kynleiðréttingaraðgerðum við hverja aðra lýtaaðgerð eða læknismeðferð þar sem fullorðnir meðvitaðir einstaklingar vilja fá yfirráð yfir eigin líkama.42 Stryker tók undir þessar skoðanir á málþingi í fyrirlestraröðinni Kynhneigð/Menning/Saga þegar hún kom til Islands í fyrra. Hún sagði transsexúal einstaklinga þurfa að taka völdin frá læknasamfélaginu og skilgreina sig sjálfa. Einnig sagði hún að kynleiðréttingaraðgerð væri að hennar mati rétt eins og hver önnur lýtaaðgerð.43 Hugsanlegur vandi við það að líta á kynleiðréttingu með þessum augum er augljóslega sá að einstaklingar yrðu ekki taldir eiga við geðrænan vanda að stríða og þyrftu að greiða kostnaðinn fyrir aðgerðina sjálfir (rétt eins og aðrar lýtaaðgerðir). En þess má geta að árið Sagnir - 55
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.