Sagnir - 01.06.2007, Side 60
Kynleiðréttingar á Islandi
1980 var transsexúalismi skráður í American Psychiatric Association’s
Diagnostic and Statistical Manual. Með þessu var opinberlega hægt
að aðstoða eða „lækna“ transsexúalista með kynleiðréttingaraðgerð.44
Hins vegar eru margir sem velta því fyrir sér hvort rétt sé að skilgreina
transsexúalisma sem geðsjúkdóm, en þetta er eini geðsjúkdómurinn
sem læknast við hormónagjöf og skurðaðgerð.
A síðasta áratug 20. aldar voru stofnaðar hreyfingar og mynduð
samtök transsexúalista og transgender-fólks í Bandaríkjunum og í
Evrópu. Barist hefur verið fyrir réttindum, málþing hafa verið helguð
transgenderfræðum, fféttablöð hafa verið gefin út, bækur, greinar
og ritgerðir hafa verið skrifaðar um trangsgenderefni og bíómyndir
framleiddar.45 Mörg samtök lækna í heiminum hafa tekið upp málefni
transsexúalista. Samt sem áður vantar mikið upp á og þarf að koma á
almennilegum lagaákvæðum til að vemda og tryggja þessum hópi full
mannréttindi. Víðast hvar hafa einhver lög og/eða reglugerðir verið sett.
Svíþjóð var fyrsta ríkið til að koma á slíkum lögum árið 1972.46 Hér á
eftir verður rædd persónuleg reynsla Önnu K. Kristjánsdóttur, en hún
segir frá kynleiðréttingarferli sínu (í Svíþjóð) og skoðunum sínum á
íslenska kerfinu.
Persónuleg reynsla
Frá um fjögurra ára aldri, eða þegar hún varð vör um kynhlutverk sitt
og annarra, segist Anna hafa vitað að hún fæddist í röngu kynhlutverki.
Hún hóf kynleiðréttingarferli sitt á íslandi árið 1984 en rak sig strax á
fáfræði er geðlæknir, sem hún leitaði til, hætti meðferð hennar mjög
fljótlega og án fyrirvara.
Þremur ámm seinna byrjaði Anna í almennilegri meðferð og hitti þá
marga lækna. Hún hóf á þeim tíma honnónameðferð en henni var gert
ljóst að hún gæti ekki fundið þá lausn sem hún vildi á Islandi, þ.e.a.s.
kynleiðréttingaraðgerð. Önnu var bent á að hún yrði að fara til útlanda í
slíka aðgerð. Skömmu síðar flutti hún til Svíþjóðar.
I Svíþjóð hóf Anna baráttu sína fyrir því að fá kynleiðréttingu. Hennar
helsta vandamál var það að hún var ekki sænskur ríkisborgari. Annað
vandamál Önnu var geðlæknirinn, sem hún leitaði til í fyrstu, en hann
starfaði í bænum þar sem hún bjó. Hugmyndir hans um kynin voru afar
gamaldags og vildi hann t.a.m. að Anna, sem og aðrar transsexúal konur
sem leituðu til hans, gengu um í kjólum eða pilsum, sem máttu þó ekki
vera of stutt, því það taldi hann tengjast kynferðislegri útrás. Anna segir
mann þennan hafa verið með miklar ranghugmyndir og leitaði hún því
annað.
Anna fann þá annan betri geðlækni sem beitti sér fyrir því að hún
fengi viðeigandi meðferð. Hún komst í hormónameðferð og lifði
í réttu kynhlutverki, en í Svíþjóð er krafa um að lifa í tvö ár í réttu
kynhlutverki. Anna sagði ferlið í Svíþjóð hafa verið strangt og erfitt.
Anna sagði þó þennan lágmarkstíma vera góðan, en hún telur ágætt
að manneskja fái umhugsunartíma, hafi tíma til að skipta um skoðun
og geti áttað sig á hlutunum. Hún sagði opinbera aðstoð ekki hafa
verið mikla í Svíþjóð, en hún fékk sálfræðitíma og aðgerðina greidda
af tryggingastofnun sænska ríkisins. Hún segist hafa getað fengið
meira hefði hún verið atvinnulaus. I lok meðferðarinnar fór hún fyrir
dómnefnd sem samanstóð af fimm karlmönnum, formanni nefndarinnar
og sérfræðingum á ýmsum sviðum. Tekið var mið af áliti lækna, sem
unnið höfðu með Önnu, og varð hún sjálf að svara spumingum fyrir
nefndinni. Nefndin getur fellt þrenns konar úrskurði: samþykki fyrir
aðgerð með öllu tilheyrandi, samþykki fyrir nafnabreytingu en frestun
á aðgerð, og svo neitun. Anna fékk samþykki, og tæpum mánuði síðar
fór hún í gegnum kynleiðréttingaraðgerð, en það var árið 1995. Hún
sagði þetta kerfi vera beinskeytt, nákvæmt og stíft en að sumu leyti
sanngjamt. Að fá breytingar á kyni sínu viðurkenndar hér á landi segir
Anna hafa verið lítið mál, hún tók ljósrit af gögnum að utan og sendi til
Islands. An tafar fékk hún fram breytingu á nafni og öðmm skrám.
Hlutimir í Svíþjóð hafa breyst frá því að Anna fór í gegnum
kynleiðréttinguna en þá komust u.þ.b. 12-15 einstaklingar í slíka aðgerð
á ári hveiju. I dag telur hún þessa tölu hafa vaxið í 30-35 einstaklinga,
en reglur hafa greinlega verið rýmkaðar og fleiri komast í meðferð.
Anna vonar nú eftir nýjum lagaákvæðum í Svíþjóð sem eiga enn eftir
að auka réttindi og þægindi fólks sem óskar eftir kynleiðréttingu.
Anna er mjög ósátt við kerfið hér á landi, aðallega vegna þeirrar
lagalegu óvissu sem ríkir í þessum málum. Hún segir kerfið hér yfir höfuð
mjög stíft. Hvorki reglur né lög tala um málefhi transsexúalista, heldur
er reynt að finna leiðir framhjá „ónýtu kerfi.“ Hún segir hlutina þurfa að
byrja með lagasetningu á Alþingi. Þversögn myndast þegar skoðuð em
nafnalögin en manneskja fær ekki nafni sínu breytt fyrr en hún lýkur
við kynleiðréttingaraðgerð, samt verður hún að lifa i réttu kynhlutverki
(sem samsvarar ekki nafni) í tvö ár til að komast í aðgerðina. Það gefur
auga leið að þetta geti skapað vemleg óþægindi og mikla erfiðleika
fyrir manneskju sem hefur ekki lokið kynleiðréttingunni. Fáir komist
í aðgerðina. Mikil áhersla er lögð á að manneskja sé ekki í sambúð (né
gift). Víðsvegar erlendis er í lögum kveðið á um ófrjósemisaðgerðir,
bamleysi og að manneskja sé ógift, nokkuð sem Anna telur vera að
breytast, enda jaðra þessi ákvæði við mannréttindabrot.
Anna sagði það ágætt að hleypa fólki fyrr í kynleiðréttingu. Hún
telur 18 ár vera góð aldurstakmörk, en mætti þá taka mið af unglingum
sem hafa fyrir þann tíma lifað í réttu kynhlutverki í tvö ár. Hún segir
tilfinningar um kynhlutverk oft vera mjög sterkar í bömum í kringum
fermingu og ætti þá að drífa þau í gegnum kynleiðréttingarferlið þegar
þau ná 18 ára aldri.
Anna segir þrýstihóp vanta hér á landi til að koma málefnum
transsexúalista á dagskrá. Af samtökum em hér á landi skilgreinir
aðeins Félag samkynhneigðra stúdenta (FSS) sig STK (samkynhneigðir,
tvíkynhneigðir og kynskiptir) sem Anna telur það þó ekki vera nóg
því félagið er fyrst og fremst fyrir stúdenta. Anna segir þrýstihóp
nauðsynlegan sem verður að vera vel skipulagður og öflugur, en hópur
transsexúalista hér á landi er mjög fámennur.47
Þegar Anna var spurð út í hugtakið kyn og hvemig læknar skilgreindu
eða sköpuðu það sagði hún það misjafnt, en hún hafði hvorki mikla trú
á visku og vitund lækna um þau mál hvorki hér á landi né í Svíþjóð.
Hún skýrði betur frá fyrsta lækninum sem hún hitti, en hann hafði enga
raunvemlega hugmynd um hvað hún væri að ganga í gegnum. Það var
sem betur fer nægilegt frelsi í Svíþjóð til að skipta um lækni og nokkuð
margir vom í boði. í öllu sínu ferli segir Anna, að hún hafi aðeins unnið
með karlmönnum, þó svo að konur séu starfandi á þessu sviði.48 Hér á
landi vekur það athygli að aðeins karlmenn koma að vinnuhópnum sem
sér um málefni transsexúalista. Hlýtur það að teljast nokkuð óvenjulegt
að hópur karlkynslækna geti stjómað og ákveðið hvort manneskja sé
nógu mikil eða „raunveraleg“ kona.
Staðan á íslandi
Á íslandi em engin lög, reglur eða formgerðir sem segja til um hvemig
manneskja getur leiðrétt kyn sitt. I íslenskum lögum er transsexúalismi
hvorki fordæmdur né samþykktur, það er sem hann sé ekki til.
Einstaklingur, sem fer í kynleiðréttingu, þarf að ganga í gegnum margar
breytingar, bæði lífffæðilegar og sem snúa að lagalegri stöðu hans. Þar
er m.a. að ræða breytingu á vegabréfi, menntunar- og atvinnuskrám, og
viðskiptum svo sem við banka, bókasöfn, líkamsræktarstöðvar o.fl. Hér
á landi em engin lög sem segja til um hvemig þetta eigi að ganga fyrir
sig og heldur ekki til vemda transsexúalista sérstaklega gegn mismunun
og útilokun. Eins og kom fram í viðtali við Önnu K. Kristjánsdóttur
byggist íslenska kynleiðréttingaferlið á því að komast framhjá ónýtu
kerfi, eða í raun kerfi sem ekki er til. Reynt er að nota önnur lög og
ákvæði til að koma breytingum og aðgerðum í gegn. Leiðin sem farin
er byggist alfarið á velvilja þess sem gegnir hlutverki landlæknis hverju
sinni og þarf vart að taka fram hversu óömggt kerfið er.
$6 - Sagnir