Sagnir - 01.06.2007, Qupperneq 69

Sagnir - 01.06.2007, Qupperneq 69
Hugmyndafræði að verki ijárfesting til framtíðar en einangrunarstefna. Með þátttöku í breytingum álfunnar og þá sér í lagi aðildar að EES-samningnum hafa íslenskir stjómmálamenn gengist viljugir undir lagaþróun undangenginna ára en í dag er innan við helmingur reglna innan ríkja Evrópusambandsins upprunnar innan þjóðríkjanna sjálfra. Má jafnvel tala um nýja túlkun á fullveldishugtakinu í þessu samhengi.15 Fyrst þátttaka Islands er staðreynd, á hvaða forsendum gat þá ríki með óumdeilanlegt sjálfstæði réttlætt þátttöku í slíku ferli? Spumingar um hvaða þýðingu þessi Evrópuþróun hefði fyrir sjálfstæði landsins og stöðu þess sem fullvalda rikis vöknuðu óhjákvæmilega innan íslensks samfélags. Hámarki náðu deilur um Evrópusamþættingu með aðildarviðræðum íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, samnings sem fól óhjákvæmilega í sér erlent yfirvald í einhverjum skilningi.16 Alþjóðastjómmál íslands telur Guðmundur Hálfdanarson þannig byggð á praktískum lausnum á vandkvæðum smáríkja, lausnum sem fela í sér verulegt alþjóðlegt samstarf án þess að viðurkenna að hugmyndin um fullveldi þjóða hafi breyst verulega síðan Island gekk í klúbbinn. Þar sem markmið pólitískra ákvarðana telst vera að vemda og varðveita sjálfstæði og fullveldi landsins hefur sú staðreynd orsakað ákveðinn tvískinnung. Þannig snúast umdeild efni - hvort heldur sem er um vamarmál eða umhverfismál - nær undantekningarlaust um þemu tengd þjóðemishyggju. íslenskir stjómmálamenn hafa þar af leiðandi ekki notað þjóðaratkvæði í málefnum sem snerta ímyndir þjóðarinnar nema það sé algerlega á hreinu að með atkvæðagreiðslunni sé fullveldi og sjálfstæði landsins styrkt og ömggur sigur tryggður, líkt og við stofnun lýðveldisins eða fyrstu stjómarskrá. Málefni sem þjóðin hefur ekki verið spurð álits á hafa þó síst verið lítilvægari svo sem NATO aðild, vamarsamningurinn við Bandaríkin, EFTA og nú síðast EES samningurinn.17 Amar Guðmundsson bendir hins vegar á að átök um utanríkisstefnu og Evrópusammna hafi laðað fram undirliggjandi hugmyndir um þjóð og þjóðríki. Þegar breytingar líkt og þær fyrmefndu séu yfirvofandi verði tekist á um „gildi hugtaka á borð við þjóðríki og fullveldi“ og þannig birtist söguskilningur þjóðarinnar ljóslifandi. I því samhengi sé einnig mikilvægt að undirstrika að þjóðemismýtur og samfélagsleg söguskoðun em „hvorki óumbreytanlegar né óumdeildar." Amar telur þannig að þjóðemismýtur breytist í kjölfar breyttra aðstæðna þar sem þær verði „fyrir áhrifum ffá stjómmálabaráttu samtímans, sem snýst öðmm þræði um yfirráð yfir túlkun sögunnar." Hann bendir á kenningar Antonio Gramsci sem staðhæfði að ríkjandi þjóðemishugmyndir væm „mikilvæg valdatæki"19 og að baráttan um vald snerist um að „gera sína eigin túlkun, heimssýn eða söguskoðun að ríkjandi skilningi í samfélaginu, einskonar „heilbrigðri skynsemi" sem allar aðrar hugmyndir yrðu metnar út frá.“ Afstaða íslenskra stjómvalda er þannig afar flókin. Djúpstæð hugmyndafræði um eilíft og ósnertanlegt fullveldi átti sér vafalaust öraggan stað í hjarta íslenskra stjómmálamanna en um leið neyddust þeir til að bregðast við breyttum aðstæðum handan við hafið. Þar sem ókleift reyndist að fella þátttöku í Evrópusamþættingu við ríkjandi hugmyndaffæði var gripið til þess ráðs að reka tvöfalda og afar ósamstæða stefnu: 1) Hugmyndirum ævarandi og ósnertanlegt sjálfstæði styrktust 2) á sama tíma og og de facto stefna ríkisins leiddi til aukinna erlendra áhrifa og yfirráða. Þessi tvöfalda stefna virðist órökrétt við fyrstu sýn en undirliggjandi ástæða hennar var jafn tvöföld og stefnan sjálf. Stjómmálamenn urðu jafnt og aðrir landsmenn fyrir þjóðemislegri skilyrðingu sem gerði þeim erfitt að yfirgefa rikjandi hugmyndafræði en veigameira er að íslenskar þjóðemismýtur vom og era valdatæki stjómmálamanna. Með því að styrkja þessi gildi styrktu stjómmálamenn einnig tök sín á þjóðinni. Þjóðemismýtur em ekki óbreytanlegar, líkt og Amar Guðmundsson benti á, og ef aðstæður landsins breyttust er rökrétt að álykta að aðgerðir stjómvalda og valdatæki þeirra hafa orðið að breytast í samræmi við það. Evrópusinninn Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðhcrra og formaður Alþýðuflokks, var einn ötulasti stuðningsmaður EES samningins. Hélt því fram að ísland fengi „allt fyrir ekkert“ með undirritun samningsins og vann að því öllum árum að koma honum í höfn. Jón Baldvin hefur ekki skipt um skoðun varðandi Evrópusamvinnu á síðari árum og telur í dag að ísland ætti að „hætta í ruglinu“ og ganga í Evrópusambandið. Túlkunarmöguleikar fullveldisins Hinn 12. janúar 1993 var samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið samþykktur á Alþingi með 33 atkvæðum gegn 23 en sjö þingmenn kusu að sitja hjá. Af stuðningsmönnum samningsins gerðu 19 þingmenn grein fyrir atkvæði sínu og af þeim hópi staðhæfðu 12 að atkvæðaval þeirra væri afþjóðemislegum toga.20 Afþessarri tylft þjóðemissinnaðra þingmanna tiltóku flestir sama hlutinn: að samningurinn styrkti eða tryggði frekara sjálfstœði Islands. Allir þessarra þingmanna Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks vísuðu til markaða og atvinnulífs sem burðarstoða sjálfstæðisins. Samkvæmt þessarri rökfærslu þingmannanna var sjálfstæðið og fullveldið því eflt með því að styrkja þessar stoðir sjálfstæðisins. Formaður Alþýðuflokks og utanríkisráðherra landsins, Jón Baldvin Hannibalsson, taldist einn ötulasti stuðningsmaður samningsins en hann hélt því fram að ísland hefði fengið „allt fyrir ekkert“ með samningnum.21 En ef undirliggjandi ástæður fyrir gildistöku EES vom efnahagslegar hvemig gátu stjómmálaflokkar og þingmenn fellt gamalgrónar mýtur að þessari þróun? Af þeim fimm flokkum sem sátu á þingi árið 1993 telur Amar Guðmundsson að Alþýðuflokkurinn hafi verið eini stjómmálaflokkurinn sem hafði „ekki talið sig of „sér- íslcnskan" til að taka þátt í alþjóðlegum samtökum"22 og ennfremur gagnrýntþjóðemishyggju annarraflokka. Þrátt fyrirþessaalþjóðahyggju notuðust flokksmenn Alþýðuflokks þó óspart við þjóðemishlaðna orðræðu og hljótum við að spyrja okkur hvers vegna. Ef flokkurinn var alþjóðasinnaður, hví notaðist hann við þjóðemissinnaða rökfærslu - líkt og „komminn" Einar Olgeirsson gerði mörgum áratugum fyrr? Össur Sagnir - 6S
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.