Sagnir - 01.06.2007, Blaðsíða 72

Sagnir - 01.06.2007, Blaðsíða 72
Hugmyndafræði að verki næstum bamaleg einfeldni hans og trú á náungann, hafi orðið til þess að hann hafi hreinlega ekki tekið eftir því að þennan mikilvæga fyrirvara vantaði. „Kannski var þetta athugunarleysi af minni hálfu. Ég gekk út frá því sem gefnu að þetta væri óffávíkjanlegt grundvallaratriði. Ég varð ekki var við annað en að góð samstaða væri á milli okkar Jóns Baldvins um það.“ Hæpið verður að teljast að forsætisráðherra, sem sjálfur kveðst hafa borið ábyrgð á samningnum, hafi hreinlega ekki tekið eftir því að svo mikilvægan fyrirvara vantaði í samningsdrögin eða lagt blint traust á utanríkisráðherra sinn úr Alþýðuflokki. Mun líklegra verður að teljast að hér hafi forsætisráðherra hreinlega breytt um stefnu effir að í stjómarandstöðu var komið. Hugmyndir og kenningar Ólafs Stephensen og Amars Guðmundssonar, um eigingjama hentistefnu íslenskra stjómmálafiokka og þjóðemismýmr sem valdatæki þeirra, styðja við þá kenningu. Að sjálfsögðu er þó hugsanlegt að Steingrímur og þeir framsóknarmenn sem honum fylgdu að málum hafi verið að fylgja sannfæringu sinni enda er þjóðemisleg skilyrðing djúpstæð hér á landi. Hins vegar breytir það því ekki að þessir sömu þingmenn virtust hafa verið tilbúnir til að „fóma“ fullveldinu fyrir efhahagslegan ávinning samningsins með því að sleppa fyrirvömm hvað yfirþjóðlegt vald snerti. Eftir að í stjómarandstöðu var komið gátu þeir leyft sér - og líklega haft af því einhvem ávinning - að benda á þessa staðreynd. Niðurstööur Ef marka má kennslubækur í Islandssögu var sjálfstæðisbarátta Islendinga hugvitsöm barátta, háð af samtaka þjóð, og má greina ákveðinn skáldsagnablæ á sjálfstæðissögunni. Þannig erhenni varpað til landsmanna sem ævintýralegri baráttu smælingjans við ofureflið, baráttu þar sem réttlætið sigraði að lokum. Þrátt fyrir að fylgja hefðbundinni evrópskri þjóðríkjaþróun skilgreindu íslendingar þjóðríkismyndun sína sem sérstaka og einstæða. Þannig varð snemma vart við hið tvíklofna og tvískipta eðli íslenskra stjómmála: að eitt telst vilji og annað veraleiki. Hugmyndir landsfeðranna mynduðu granninn að pólitískri orðræðu sem vann sér fastan sess í hugum og hjörtum landsmanna. Svo sterka stöðu hafa þessar gildishlöðnu hugmyndir að þær hafa öðlast stöðu heilagrar kýr í íslensku samfélagi svo kalla mætti þær ellefta boðorð þjóðarinnar: Þér skulið ekki vega að fullveldi eða sjálfstœði landsins. Þessari stöðu var náð með markvissri innrætingu í skólakerfi og öðrum mennta- og menningarstofnunum landsins um áratugaskeið og á sú innræting sér enn stað í ákveðnum mæli. Skemmst er þar að minnast fyrirbæra á borð við Þjóðmenningarhúsið, Þjóðveldisbæinn, o.s.frv., en þau eiga að minna okkur íslendinga á hvað það þýðir að vera íslendingur. í Evrópusamrana undanfarinna ára hefur þessi pólitíska orðræða komið því til leiðar að ráðamenn hafa leikið tveimur skjöldum. Þeir hafa annars vegar tekið virkan þátt í samþættingunni með kollegum sínum handan við hafið og hins vegar hafa þeir neitað staðfastlega áhrifum þessa samrana á íslenskt samfélag og stöðu Islands sem fúllvalda ríkis. Afstaða með eða á móti samningnum var þannig rökstudd með því að vemda ætti eða tryggja frelsi, fúllveldi og sjálfstæði íslands og má leiða að því líkur að mikilvægi hinnar pólitísku orðræðu hafi mótað hugsun stjómmálamannanna. Sinnaskipti stjómmálamanna, frá því að samningaviðræður hófúst þar til að fúllgerður samningur var undirritaður á Alþingi, sýna glögglega að þegar þeir skipta um hlutverk þá túlka þeir einfaldlega fúllveldið upp á nýtt. Þjóðemisleg skilyrðing þegnanna skiptir þó einnig máli enda hafa þingmenn að líkindum viljað fylgja sannfæringu og samvisku sinni i svo mikilvægu máli. Það er því ekki fúllljóst hvort breytt viðhorf og hártoganir á fullveldishugtakinu hafi verið gerðar vísvitandi í einhvers konar annarlegum tilgangi og reyndar verður að teljast líklegt að þingmennimir hafi viljað réttlæta atkvæðagreiðslu sína einnig fyrir sjálfum sér. Þeir sem gátu það ekki gengu jafnvel gegn stefnu síns eigin flokks. Heimildir 1 Sjá t.d. Birgi Hermannsson: Understanding NationaUsm. Studies in Icelandic Nationalism 1800-2000. Stokkhólmur, 2005, bls. 294; sjá einnig Sigríði Matthíasdóttur: Hinn sanni Islendingur. Þjóðerni, kyngervi og valdá íslandi 1900-1930. Reykjavík, 2004, bls. 68-69. 2 Jónas Jónsson: „Jón Jónsson Aðils eftir Jónas Jónsson frá Hriflu.“ Gullöld Islendinga, menning og lífshœttir feðra vorra á söguöldinni, Reykjavík, 1948, bls. 21. 3 Guðmundur Hálfdanarson: íslenska þjóðríkið - uppruni og endimörk. Reykjavík, 2001, bls. 181. 4 Jónas Jónsson: Islandssaga handa börnum. Reykjavík, bls. 108. 5 Guðmundur Hálfdanarson: Islenska þjóðríkið, bls. 179-180. 6 Guðmundur Hálfdanarson: Islenskaþjóðríkið, bls. 179- 80. Guðmundur vitnar hér til ritgerðar Einars Olgeirssonar „Sögusýningin", bls. 386. 7 Sigríður Matthíasdóttir: „Réttlæting þjóðemis. Samanburður á alþýðufyrirlestram Jóns Aðils og hugmyndum Johanns Gottlieb Fichte.“ Skírnir 169 (1995), bls. 36-64. 8 Guðmundur Hálfdanarson, Islenska þjóðríkið, bls. 181. 9 Jónas Jónsson: Islandssaga handa börnum, 1. bindi. 10 Gunnar Karlsson: „Hvað er svona merkilegt við sjálfstæðisbaráttuna?" Tímarit Máls og menningar 55 (1994), bls 59- 74. 11 Amar Guðmundsson: „Mýtan um Island. Ahrif þjóðemishyggju á íslenska stjómmálaumræðu.“ Skirnir, 169 (1995), bls. 96. 12 Baldur Þórhallsson og Hjalti Þór Vignisson: „A controversial step“, bls. 38-39. 13 Amar Guðmundsson: „Mýtan tun Island", bls. 95-134. 14 Guðmundur Jónsson: „Þjóðemisstefna, hagþróun og sjálfstæðisbarátta." Skírnir, 169 (1995), bls. 65-93. 15 Guðmundur Hálfdanarson: íslenska þjóðríkið, bls. 247. 16 Baldur Þórhallsson og Hjalti Þór Vignisson: „A controversial step: membership of the EEATIceland andEuropean integration. On the edge. Baldur Þórhallsson ritstýrði, (London 2004), bls. 38-49. 17 Guðmundur Hálfdanarson: „Discussing Europe: Icelandic nationalism and European integration.“ lceland and European integration. On the edge. Baldur Þórhallsson ritstýrði, (London 2004), bls. 128-144. 18 Amar Guðmundsson: „Mýtan um Island", bls. 95-96. 19 Amar Guðmundsson: „Mýtan um ísland“, bls. 96. Lesa má nánar um kenningar Antonio Gramsci í riti hans Selection from the Prison Notebooks, New York, 1971. 20 Vefur. Alþingi. Greinagerð 12 þingmanna fyrir atkvæðagreiðslu um EES-samninginn, 12.janúar 1993, kl. 15:15-16:23. Sigurbjöm Gunnarsson, Rannveig Guðmundsdóttir, Össur Skarphéðinsson, Karl Steinar Guðnason, Sturla Böðvarsson, Vilhjálmur Egilsson, Einar K. Guðfinnsson, Ámi Johnsen, Lára Margrét Ragnarsdóttir, María E. Ingvadóttir, Sigríður A. Þórðardóttir og Svanhildur Ámadóttir [grein fyrir atkvæði]. Vefslóð: http://www.althingi.is/dba-bin/umr. pl?btim=l993-01-12+15:00:20&etim=1993-01-12+16:23:52. (Skoðað 5. maí 2006.) 21 Baldur Þórhallsson: „Partial engagement: a practical solution." Iceland and European integration. On the edge. Baldur Þórhallsson ritstýrði, (London 2004), bls 61-66. 22 Amar Guðmundsson: „Mýtan um ísland“, bls. 102. 23 Vefur. Alþingi. Össur Skarphéðinsson á Alþingi, 12.janúar 1993, kl. 15:39-15:41 [grein fyrir atkvæði]. Vefslóð: http://www.althingi. is/altext/116/01/rl2153934.sgml. (Skoðað 5. maí 2006). 24 Amar Guðmundsson: „Mýtan um Island“, bls. 101. 25 Guðmundur Jónsson: „Þjóðemisstefna, hagþróun og sjálfstæðisbarátta", bls. 68. 26 Amar Guðmundsson: „Mýtan um Island", bls. 102 og 104. 68 - Sagnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.