Sagnir - 01.06.2007, Qupperneq 75

Sagnir - 01.06.2007, Qupperneq 75
Ahrif kristniboðs á samfélag og menningu í Pókothéraði, 1978-2006 Enn þann dag í dag eru lögin í gildi og orðalag nánast óbreytt. Sjá má að tilgangur sambandsins er að reka kristniboð erlendis meðal þeirra sem ekki játa kristna trú og þeir einir eru sendir á vettvang sem játa evangelísk-lúterska trú. Einnig er stuðlað að kristniboðsstarfi innanlands. Samanburður á nýlendukristniboði og því nýja Stefna nýlendustjóma í Austur-Afríku var að þróa löndin að evrópskri fyrirmynd og því áttu öll afrísk einkenni að víkja. Hinir sérstöku trúarsiðir og menning vom nær óaðskiljanlegir þættir á þessum tíma í Afríku og því mættu nýlenduveldin töluverðri mótspymu þegar hrinda átti slíkum hugmyndum í framkvæmd.3 Á nýlendutímabilinu, sem hófst árið 1885, varð menning i Kenýu fyrir miklu áreiti af hálfú Breta og var þjóðin neydd til að laga sig að nýjum aðstæðum. Miklir þurrkar vom f Kenýu á ámnum 1898- 1901 og nýtti nýlendustjómin sér það. Gegn aðstoð við mataröflun krafðist nýlendustjómin hollustu við kristniboða eða vinnuafls í þágu nýlendunnar. Þessar aðgerðir stuðluðu að auknum áhrifúm nýlenduherranna yfir innfæddum.4 Kristniboðar vom ákafir talsmenn vestrænnar menningar og vom þeir harðir á skoðunum sínum um afríska trú. Hún átti ekki við. Á sama tíma og kristniboðar töldu að trú og menning væm aðskildir þættir reyndu þeir að snúa Afríkumönnum að vestrænum lífsstíl. Því var ráðist á þau gmndvallargildi sem héldu afrískum þjóðfélögum saman. Margir afrískir höfðingjar áttuðu sig á hvað var að gerast og þráuðust við að fá kristniboða inn á sín áhrifasvæði. Þeir töldu að kristniboðar ógnuðu valdi þeirra þar sem kristniboðar vom á móti andatrú, yfimáttúmlegum hlutum, göldmm og fómum. Með kristniboði veiktu þeir vald presta og töframanna.5 Innfæddir bmgðust við þessum árásum á ýmsan hátt. Þeir sem ekki vildu gerast trúskiptingar ögraðu kristniboðum og nýlenduhermm með því að iðka trú sína og stunda helgiathafnir áffam, annað hvort opinberlega eða í leyni. Þeir sem tóku hins vegar kristna trú gerðu það ekki allir af heilum hug því þeir ögmðu nýlendustefnunni með því að flytja ýmsa heiðna siði inn í kristnina. Það var ekki vel séð. Með ögmn við nýlendustjóm varð til blanda af hugmyndastefnum. Margar hreyfingar spmttu upp til að mótmæla nýlendustefnunni og þeirri ógn sem steðjaði að gömlum gildum. Þá leituðu innfæddir til guða sinna og forfeðra í von um hjálp. í Austur-Affíku, sérstaklega í Kenýu, létu töframenn til sín taka og reyndu að styrkja fólk andlega í baráttu sinni.6 Baráttan hélt áfram í mörg ár og snemma á fjórða áratugnum fór hún smám saman að taka á sig mynd óeirða. Ráðist var á kristniboðsskóla, reynt var að koma í veg fyrir að prestar gætu prédikað og kristniboðar vom jafnvel myrtir.7 Þrátt fyrir að kristniboðar hafi boðað trú sína af miklum eldmóði og tekist að kristna töluverðan fjölda heimamanna, þá dó hin hefðbundna andatrú Afríkumanna ekki út heldur lifði góðu lífi og gerir enn á nokkmm afskekktum stöðum.8 Þar má nefna starfssvæði íslenskra kristniboða í Pókothéraði.9 Aðferðir nútíma kristniboða em með öðmm hætti en á tímum nýlendustjómar. Hjúkmn og kennsla eiga að vísu ennþá stóran þátt í starfsaðferðum þeirra en trúboðið sjálft er ekki eins tengt boðvaldi og áður því lögð er áhersla á val innfæddra. Þá em störf kristniboða í dag oft tengd alþjóðlegu hjálparstarfi Krístniboöar á vettvangi Kristniboðar ráða sig til starfa hjá Sambandi íslenskra kristniboða í ákveðinn árafjölda í senn. Fyrsta starfstímabilið er fjögur ár. Ástæðan fyrir þessu er að langan tíma tekur að setja sig inn í kristniboðsstarfið. Meðal þess sem nýir kristniboðar þurfa að læra er tungumál innfæddra; þeir verða að kynnast siðum og menningu landsins sem farið er til og setja sig inn í starfshætti samstarfskirkna. Eftir fyrsta starfstímabilið er algengt að kristniboðar haldi áfram, en þá í þrjú ár. Einnig þekkist að starfsmenn geri sex ára samning en þá koma þeir heim á tveggja ára fresti í þrjá mánuði í senn. Þegar kristniboðar em heima í fríum heimsækja þeir innlend kristniboðsfélög og segja frá starfi sínu.10 Starf íslenskra kristniboða í Kenýu miðar ekki að því að innfæddir gerist trúskiptingar strax. Líklegt er að reynsla frá nýlendutimanum hafi kennt kristniboðum að það er á valdi innfæddra hvort þeir gerist kristnir eða ekki. Því má heldur ekki gleyma að íslenskir kristniboðar verða sjálfir að aðlagast menningu og starfsháttum á ýmsum sviðum. Að mörgu leyti er um „vömskipti” menningar að ræða. Kristniboðar flytja til dæmis tónlistarhefð innfæddra hingað heim, ýmislegt úr matargerð og fleira. Gefinn hefúr verið út geisladiskur með Kangakvartettinum, en á honum em lög frá Kenýu í flutningi íslenskra ungmenna sem ólust upp í landinu á meðan foreldrar þeirra vom þar við kristniboðsstörf. Þetta er dæmi um gagnvirka menningarmiðlun. Til að byija með fá kristniboðar sérstaka fræðslu um land og þjóð, sem kemur þeim að notum við kristniboðsstörf. Þeir læra um sögu, aðstæður og menningu þeirrar þjóðar eða þjóðflokks sem farið er til. Oft em það hjón sem fara út til kristniboðsstarfa. Stundum fer þriðji aðili með, t.d. hjúkmnarfræðingur. Þegar á áfangastað er komið verða kristniboðamir oft að slá upp tjaldi til að búa í þar til byggt hefúr verið hús eða kofi. Kristniboðamir fara þá að vinna að heilbrigðismálum og boða kristna trú samhliða störfúm sínum. Heimamenn gera sér ekki alltaf grein fyrir afleiðingum þess að drekka óhreint vatn, borða án þess að þrífa hendur, losa úrgang á víðavangi og hætta bijóstagjöf of snemma, en allir þessir þættir geta valdið mishættulegum sjúkdómum. Þó að fólk taki kannski ekki kristna trú samhliða almennri fræðslu þá gefúr viðvera kristniboðanna möguleika á breyttum og ef til vill bættum lífsskilyrðum með aukinni heilsugæslu. Kristniboðar reyna einnig að uppfræða heimamenn um neikvæð áhrif þeirra siða sem hættulegir em lífi og limum fólks, svo sem umskum. Þá má ekki gleyma að á sumum stöðum em byggð sérstök sjúkraskýli og skólar. I skólunum er kennd bók- og verkmenntun. Unglingum er til dæmis kennt að tileinka sér nýjungar í jarðrækt sem þeir kenna síðan heimilisfólki sínu. Þetta getur verið mjög þýðingarmikið þar sem það gerir Ijölskyldum kleift að vera með ömggar fæðubirgðir allan ársins hring þrátt fyrir óvænt eða sveiflukennd veðurskilyrði. Bmnnar em einnig grafnir á mörgum stöðum en aðgangur að hreinu vatni getur skilið milli lífs og dauða.11 Það má velta því fyrir sér hvort innfæddir kæmu að hlusta á boðskap kristniboðanna í jafn miklum mæli og raun ber vitni, ef ekki væri fyrir þá þjónustu og hagnýtu fræðslu, sem þeir veita. Ef trúin væri það eina sem kristniboðar hefðu fram að færa væri ekki víst að þeir næðu svo vel til heimamanna með boðskap sinn. Kristniboð í Pókot Árið 1977 barst Sambandi íslenskra kristniboða beiðni frá Norska lúterska kristniboðssambandinu um að leggja sér lið í Kenýu. Þessi mál vom rædd á kristniboðsþingi hér á landi sama ár og var ákveðið að senda islenska kristniboða til starfa þangað. Það varð því úr að haustið 1978 fóm íslenskir kristniboðar til Kenýu á vegum Sambands íslenskra kristniboða. Fyrstu kristniboðamir þar vom hjónin Skúli Svavarsson og Kjellmn Langdal en þau hafa starfað þar í nokkmm lotum allt ffam á þennan dag. Ákveðið var að heija starfið meðal Pókotþjóðflokksins í Pókothéraði því þar höfðu kristniboðar ekki starfað áður. Á svipuðum tíma og íslensku kristniboðamir komu til svæðisins byggðu norskir kristniboðar sína fyrstu kristniboðsstöð í Pókot.12 Hér var því um brautryðjendastarf Norðmanna og Islendinga að ræða. íslendingar byggðu kristniboðsstöð á svæði sem kallast Cheparería. Heimamenn vom fusir til að hjálpa við uppbyggingu stöðvarinnar og á hverjum morgni vom haldnar hugleiðingar með þeim. Ymsar spumingar vöknuðu hjá heimamönnum og því var ákveðið að halda Sagnir - Jl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.