Sagnir - 01.06.2007, Side 77

Sagnir - 01.06.2007, Side 77
Áhrif kristniboðs á samfélag og menningu í Pókothéraði, 1978-2006 að bæta menningu. Menning sé sífellt að breytast og þá skiptir máli að hún breytist til þess betra og að því vinni kristniboð. Þar má nefna dæmi um aukna virðingu fyrir konum en áður var litið á þær sem eign eiginmannsins. Skúli leggur einnig áherslu á að til þess að eyðileggja ekki það sem er gott í menningunni sé mikilvægt að kynna sér vel hvers vegna hlutir eru gerðir á ákveðinn hátt og hvemig fólk hugsar áður en byijað er að boða orð Guðs.22 Skúli hefur áratuga reynslu af krismiboðsstarfi og hefur því fylgst vel með almennum breytingum á svæðinu. Hann vekur athygli á mikilvægi þess að kristniboðar setji sig vel inn í ríkjandi menningu til að eyðileggja ekki það sem fyrir er. Hins vegar er ljóst að hann vill sem kristniboði vera þátttakandi í almennum þjóðfélagsbreytingum, með því að koma að gildum kristinnar trúar, svo sem um náungakærleika, aukna heilsugæslu og almenna fræðslu. Herra Karl Sigurbjömsson biskup hefur verið spurður sömu spumingar, um áhrif krismiboðs á menningu, og þetta hefur hann um málið að segja: „Engin þjóð lifir í friði eða er lokuð fyrir áhrifum umheimsins. Við gemm ekki ákveðið að friða þjóð eins og dýrategund því að um manneskjur er að ræða og mannlegt líf felur alltaf í sér samskipti.“23 Hér leggur biskup áherslu á að ekki sé líðandi að reynt sé að hafa áhrif á menn með valdi, öll miðlun fari fram með gagnkvæmum samskipmm á jafnréttisgrundvelli. Báðir aðilar verða að ræðast við. Það getur vel átt við með kristniboði, þar sem innfæddir hafa að lokum frelsi til að velja hvort þeir taka kristna trú eða ekki og kristniboðinn getur um leið öðlast skilning á viðhorfum hins innfædda til trúar hans. Sýn innfœddra og reynsla af kristniboöi Innfæddir hafa orðið prestar. Alfreð var einn þeirra. Hann starfaði sem presmr í tólf ár og var einn ömlasti starfsmaður á svæðinu. Margir tóku krisma trú vegna prédikana hans. Ekki hefur trúarsannfæring hans þó verið mjög sterk því með aukinni framhaldsmennmn fór hann að kreljast margra hluta sem ekki voru á allra færi, svo sem ökutækja og að búa í fínu húsi. Hann starfar ekki lengur sem prestur og hefur heldur ekki sést mikið meðal trúaðra.24 Af þessu má ætla að kristin trú og gildi hennar hafi frekar höfðað til bættra kjara þessa Pókot-manns frekar en að trúarboðskapurinn hafi haft áhrif á hann. Aðra sögu er að segja af Miriam Korri. Með tilkomu kristniboðsins öðlaðist hún nýtt viðhorf til lífsins og tilverunnar eins og sjá má af ffásögnum hennar um trúskiptin og hvemig líf hennar breyttist í kjölfarið: Áður fyrr drakk ég hræðilega mikið og bmggaði í gríð og erg til að selja öðrum svo við fengjum peninga. Þá notaði ég svo til að kaupa áfenga drykki þegar við áttum ekki okkar eigin. Við drukkum mikið bæði tvö en bömin vom i reiðuleysi, illa hirt og oft svöng. ... Eg ákvað að fara á skimamámskeið og lét svo skírast. Síðan fór ég heim og hellti niður öllum drykkjarföngunum. Maðurinn minn undraðist en trúsystkini mín glöddust.25 Miriam hefur einnig fengið gmnnfræðslu um sjúkdóma og mataræði: Þegar einhver í fjölskyldunni varð veikur, áður en ég varð kristin, slátmðum við geitum til að blíðka andana, því við héldum að þeir væm okkur reiðir. ... Núna veit ég hvað ég get gert þegar einhver verður veikur. Eg bið fyrir honum og bið Jesú að lækna hann. Eg hef líka fengið fræðslu um alla algengustu sjúkdómana hér og veit hvemig égáaðbregðast viðþeim.... Kristniboðamir kenndu okkur hve mikilvægt er að borða fjölbreyttan mat og hafa kennt okkur hvaða ráð við getum fundið til þess, meðal annars með því að kenna okkur að rækta fleiri jurtir.26 Þegar ofangreind sjónarmið em borin saman við þær breytingar, sem átt hafa sér stað á kristniboði allt frá nýlendutímanum, má sjá breyttar áherslur kristniboða í gegnum tíðina. Á upphafsámnum komu þeir sem algjörir gagnrýnendur og boðendur réttra viðhorfa, en í dag setja þeir sig fyrst inn í menningu samfélagsins og stuðla að samskiptum við heimamenn. Þróunaraðstoð Samband íslenskra kristniboða, SÍK, er aðili að þróunar- og hjálparstarfi í Kenýu sem unnið er í nafni evangelisk lútersku kirkjunnar i þar. Megnið af því þróunar- og hjálparstarfi, sem SÍK hefur verið aðili að í landinu, hefur verið samhæft og sett undir stjóm Vestur-Pókot- þróunarverkefnisins, sem er deild innan lútersku kirkjunnar þar. Starfsemin er fjórskipt og skiptist í heilsugæsludeild, menntadeild,landbúnaðardeildogkvennadeild.27StarfiðíPókotfermeðal annars þannig fram að haldin em námskeið fyrir gmnnskólakennara, skólastjóra, hjúkmnarfræðinga og leiðtoga í unglingastarfi kirkjunnar. Kennarar em aðallega innlendir en einnig nokkrir frá Noregi og íslandi. Að auki dvelja hópar á staðnum í lengri eða skemmri tíma og halda sumir þeirra styttri námskeið.28 Höfundur greinar var í tölvusambandi við Skúla Svavarsson krismiboða í Kenýu í mars 2006 og spurði hann um störf hans. Skúli var fyrsti íslenski kristniboðinn í Kenýu fyrir nær þijátiu ámm og er þar aftur við störf nú. Ein spumingin var um þróunaraðstoð á svæðinu. Hér fyrir neðan er svar hans, sem gefur góða mynd af því starfi sem þar fer fram og viðhorfi stjómvalda til þess: Þegar við byijuðum starf í Pókot þá byrjuðum við með skólastarf og hjúkmnarstarf samhliða boðunarstarfinu. Við leggjum mikla áherslu á „wholistic approach" þ.e. að hjálpa fólkinu samtímis með líkamlegar þarfir og andlegar. Á vegum kirkjunnar sem er ávöxmr starfs okkar í Pókot („Evangelical Lutheran Church of Kenya“) hefur undanfarið verið lögð áhersla á fjóra þætti þróunarstarfs, 1. mennmn, 2. heilsugæslu 3. landbúnað og búfjárrækt, 4. bætt kjör kvenna.29 Við upphaf níunda áramgarins ákvað stjóm landsins að gera átak í menntunarmálum Pókothéraðs. Kristniboðshreyfingar áttu mikinn þátt í að koma skólum upp og sáu um að byggja og hafa eftirlit með 23 gmnnskólum víðsvegar um héraðið.30 Stjómvöld hafa sýnt kristniboðunum nokkum velvilja. Þó er vert að velta því fyrir sér hvort það hafi einungis verið vegna þess að kristniboðar hjálpuðu til við uppbygginguna. „Við höfum komið á fót 60 grunnskólum í Pókot og fimm framhaldsskólum (sumstaðar emm við enn að byggja skólastofur og endurbæta aðstöðu).“31 Geta má þess að eftir að skólum er komið á fót em þeir afhentir stjómvöldum á staðnum. Norska þróunarstofnunin hefur veitt fé til þessara framkvæmda. Auk þess lofaði Þróunarsamvinnustofnun íslands árið 2005 tveimur milljónum í þeim Sagnir - 73 Gömul Pókotkona.

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.