Sagnir - 01.06.2007, Side 88

Sagnir - 01.06.2007, Side 88
Ljós, skuggar og lítið fólk Úr Skemmtimcnntunarherbergi. Barn með alvæpni. Undir flúorperum eða beinu ljósi hefði áferð þessara gripa flast út og þeir ekki notið sín sem skyldi. Grunnsýning Þjóðminjasathsins er að stærstum hluta vitsmunaleg upplifún, þar sem leitast er við að skýra og ffæða, en þó kalla vissir þættir hennar á tilfinningatengsl. Kumlin í upphafi sýningarinnar kalla fram sterkar tilfinningar, sömuleiðis andakt Miðaldakirkjunnar, sem fyrr segir, og einnig baðstofan frá Skörðum á efri hæðinni, sem mætti kannski segja að sé hin eina eiginlega „leikmynd” sýningarinnar, þó að hér sé um raunverulega baðstofú að ræða. Hún er að vísu lokuð inngangs, þar sem hún inniheldur safnagripi en ekki sýningargripi, en gestum gefst þó kostur á að skoða hana frá tveimur sjónarhomum þar sem þeir geta bæði litið inn um dymar og svo guðað á baðstofugluggann andspænis dyrunum eins og nátttröll. Hins vegar, þegar maður lítur inn um gluggann, koma í ljós ein af fáum tæknilegum mistökum sýningarinnar, því áhorfandinn horfir beint ffaman í ljósgjafa baðstofúnnar, þ.e. „striplite” pemr sem em festar á bitana og vísa allar í átt að glugganum. Þetta er leiðinlegur stílbijótur við annars ágæta uppstillingu. Að lokum, í þessum hluta umijöllunarinnar, vil ég nefna margmiðlunarskjáina, sem em víðsvegar um safhið. Þessi tegund nútímamiðlunar er nokkuð vel heppnuð og einnig leiðandi. Þetta er afbragðsleið til þess að koma miklum upplýsingum fyrir á afmörkuðu svæði og er auk þess leiðandi, því skjáimir hvetja gesti beinlínis til að skoða viðfangsefnið betur, kafa dýpra. Símtækin með „röddum fortíðar” er einnig sniðug og áhrifarík leið til að kynna fortíðina fyrir fólki, og þó að sýningin sé í hugsun nokkuð hefðbundin9 þá örlar fyrir dálitlum póstmódemisma í þessum símtölum. Þau nýtast einnig bömum sérlega vel, eins og komið verður að á eftir. Böm Að fara með böm á safn eins og Þjóðminjasafnið getur verið vandaverk, því fátt er það á gmnnsýningunni sem er beinlínis ætlað þeim. Böm, og þá sérstaklega þau yngri, eiga stundum dálítið erfitt með fortíðina, þessa abstrakt hugsun um eitthvað 1200 ára ferli (eins og í tilfelli Islands) og fyrir þeim flokkast þetta yfirleitt undir eina skilgreiningu, þ.e. „í gamla daga.” Það em þó til ýmsar aðferðir til að segja þeim frá þessari tíð, þó svo að sjálft söguferlið sé látið liggja á milli hluta, og eitthvað er um það á gmnnsýningu Þjóðminjasafnsins. Aneðrihæðinniemt.d.tvölítilherbergisemkallast„Skemmtimenntun” og em sérstaklega ætluð bömum. Þar geta bömin fengið að snerta á eftirlíkingum gripa,10 prófa fatnað eins og böm gengu í til foma, púsla sérhönnuð púsluspil sem tengjast íslandssögunni, hlusta á sögu, prófa að hamra á gamalli ritvél (ágætt fyrir tölvukynslóðina) og ýmislegt fleira. Þó svo að þessi herbergi minni á vídeóhoms stórmarkaðarins, séu geymslustaður fyrir bömin á meðan foreldrar sinna öðmm verkum, er samt greinilega ætlast til þess að foreldrar eða forráðamenn taki þátt í þessari upplifun með bömunum, og sem slíkt er þetta ágætis viðleitni af hálfú safnsins, því safninu er þröngt sniðinn stakkurinn hvað rými áhrærir. Böm skilja líka fleira en bara leikfong, flest þeirra skilja líka önnur böm. Það er komið til móts við þetta í fortíðarröddum símtækjanna í gmnnsýningunni, því að hvert tæki inniheldur einnig rödd bams, sem segir fiá sínu lífi og högum á tilteknu tímabili sögunnar. Þetta er afar virðingarvert ffamtak safnsins og ef einhvers er að sakna þá er það að heyra ekki fleiri bamsraddir úr fortíðinni. Þetta með sjónarmið bama og viðleitni gagnvart þeim er nefnt hér sérstaklega því Þjóðminjasafnið er tvímælalaust mjög mikilvægt þegar kemur að því að útskýra söguna fyrir bömum. Að skynja fortíðina með því að sjá foma gripi og uppstillingar tengdum þeim er afar áhrifaríkt og getur markað djúp spor í vitund bama. Og hér er ekki verið að koma á framfæri einhvers konar þjóðemisvitund," eða að skilja hvað það er að vera Islendingur, heldur einfaldlega að skilja það að eitthvað var til og kom á undan pabba og mömmu, afa og ömmu. Hvað bamastarf áhrærir stendur Þjóðminjasafnið hvað sterkast að vígi þegar kemur að safnakennslunni, en þar er unnið mikið og fjölþætt starf, með grunnsýninguna eða hluta hennar sem leiðarstef.12 Ef ætti að setja út á safnakennsluna á einhvem hátt, mætti nefna hversu hefðbundin hún er og áhættulaus. Hins vegar má á móti nefna að þessi kennsla helst í hendur við þá sögukennslu sem fer fram í grunnskólum og fyrstu framhaldsskólabekkjum landsins. En að virkja safn eins og Þjóðminjasafnið í þágu menntunar, og þá sérstaklega menntunar bama, er mjög mikilvægt. David Anderson hjá Victoría andAlberí safninu í London kemst svo að orði: Tækifæri til menntunar á söfnum em mörg og fjölbreytt, enda tel ég að safhaumhverfið bjóði upp á nánast óendanlega möguleika sem enn em víða ónýttir. A síðari ámm hafa menn þó gefið söfnum aukinn gaum og meðal annars hafa söfh fengið aukið vægi í kennslufræði. ...Við vitum að það er afar áhrifaríkt að mennta böm með upplifun á menningu. Hvers vegna geram við þaö þá ekki? Hvers vegna er það ráðandi í opinberri stefnu að böm eigi einvörðungu kost að heimsækja menningarstofnanir en ekki taka virkan þátt í því sem þar fer fram?13 84 - Sagnir

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.