Sagnir - 01.06.2007, Qupperneq 91

Sagnir - 01.06.2007, Qupperneq 91
frœði og vísindi. Hér er mikill vandi á ferð sem nauðsynlegt er að bregðast við með öllum tiltœkum ráðum. Staða frœðitímarita á markaði býður upp á sóknarfœri. Að rninni hyggju er nefnilega um einstakt tœkifœri að rœða - allt að þvi sögulegt tœkifœri - fyrir hugmyndaríkt fólk til að stökkva fram og láta að sér kveða á þessu sviði. Ég held að Sagnir geti nýtt sér það fœri sem nú virðist standa árœðnu fólki opið, enda á tímaritið langa og farsœla sögu að baki þar sem fjöldi ungra sagnfrœðinga Itefur unnið sín fyrstu afrek á opinberum vettvangi. Tímaritið er þvi kjörið tilþess að hreyfa við stöðnuðu eða íhaldsömu andrúmslofti frœðitímaritanna. Framtíðin -fimm punktar Til þess að ræða þau tækifæri, sem ég held að liggi fyrir fótum núverandi og tilvonandi ritstjóra Sagna, ætla ég að fara nokkrum orðum um þær leiðir sem ég held að komi til greina þegar hugað er að útgáfu rits af þessu tagi. I upptalningu minni felst einnig ákveðin gagnrýni á það hvemig að útgáfu Sagna hefur verið staðið á undanfömum ámm. Eg tek það þó skýrt fram, áður en lengra er haldið, að ég hef jafnan haft ánægju af því að fýlgjast með útgáfu tímaritsins og tel að það hafi auðgað fræðasamfélagið með starfsemi sinni. Atriðin sem hér verða nefnd til sögunnar em fyrst og ffemst hugmyndir sem tengjast þeim tækifæmm sem ég held að aðstandendur Sagna geti nýtt sér á næstu ámm. Ég hef svo hugsað mér að nota atriðin fimm, sem rakin verða í ritdóminum, sem mælikvarða á þann árgang Sagna sem hér er til umfjöllunar, jafnvel þó að það verði með óbeinum hætti. I fyrsta lagi finnst mér ekki skynsamlegt að birta eingöngu greinar sem ritstjórar ná að lokka ffá nemendum ár hvert. Best er að gera tilraun til að byggja upp þematengt efni sem nær til einhvers hluta blaðsins en útilokar þó ekki annað fjölbreytt efni sem talið er hæfa ritinu. Með þemanálguninni gefst færi á að fylgja efninu úr hlaði með inngangsgrein sem sérffæðingi á því sviði (nemanda eða kennara) er falið að vinna. Eins og sýnt verður ffam á hér á eftir þá þarf þemað ekki nauðsynlega að vera þröngt skilgreint, þvert á móti er hægt að spyrða saman greinum sem tengjast lauslega ef þær eru tengdar með vel sömdu inngangsefni. Að auki er auðvelt að vinna þemaefni áfram, til dæmis að taka viðtöl við fólk sem þekkir til á sviðinu, eða leggja fyrir það fyrirfram ákveðnar spumingar sem það svarar skriflega, fá þá sem skrifa greinar í ritið og tengjast þemanu til þess að setjast niður og ræða um meginálitamálin, sem þar er að finna, og tengja loks þemað við skoðanir annarra nemenda á viðfangsefninu (ef aðstæður leyfa). Óþarft er að taka í hvert skipti inn alla þessa þætti, í stað þess er ráðlegt að velja úr einn eða fleiri eftir eðli efnis og umfjöllunar með það í huga að skapa trúverðuga heild og gefa ritinu svipmikið yfirbragð og kraffmikla stefnu. Aðalatriðið í sambandi við hugmyndina sem hér er reifuð er að birta ekki eingöngu „hráar“ greinar og án þess að þeim séu gerð meiri skil í ritinu. Það em nefnilega mikil verðmæti fólgin í þeim efnivið sem Sagnir birta að jafnaði en mér hefur á stundum fundist vanta að ritstjórar nýti hann til frekari úrvinnslu - taki efniviðinn út fyrir markaðan ramma greinanna og vinni með þau rök sem þar er að finna. Þetta álit læt ég í ljósi vegna þess að mér finnst oft að greinamar, sem birtast í Sögnum, standi tæplega undir eðlilegum kröfum til birts efnis nema að þær fái meiri stuðning af öðmm greinum eða sérstaklega unnu efni - ef til vill af ritstjóminni allri. I öðm lagi finnst mér oft vanta í tímaritið meiri „samtíma“, sterkari skírskotun til þess sem er að gerast í sagnfræði á sviði faglegrar umræðu, bókaútgáfu eða atburða sem tengjast henni á einn eða annan hátt. Ég get nefnt sem dæmi að tímaritið Frjáls verslun er með þátt í sínu blaðið sem byggist á stuttum fréttum af atburðum tengdu viöskiptalífinu. Þetta em Sagnir og sóknarfærin! léttar og oft forvitnilegar fréttir prýddar myndum af vettvangi dagsins. Sagnfræðin er stórt fag og oft mikið um að vera á vegum þeirra félaga og hópa sem tilheyra því. Það væri mjög auðvelt að búa til efni sem myndi létta tímaritið og sýna starfsemina á meiri mannlegum nótum, til dæmis með völdum myndasíðum fremst í ritinu. Ég er einnig að kalla eftir meim unnu efni af hendi nemenda í sagnfræðiskor - að ritstjórar fái efnilega nemendur og áhugasama til þess að skrifa og vinna létt og viðráðanlegt efni sérstaklega fyrir blaðið; að taka fyrir bók eða bækur sem nýlega hafa komið út; að ræða námsframboð, einstök námskeið eða tilraunir í kennslu; fjalla um menntun á háskólastigi og þróun hennar frá öllum hliðum hér heima og erlendis; að nemendur sjálfir setjist niður og ræði sín á milli það sem helst er í deiglunni að þeirra mati; að fá nemendur sem leggja stund á framhaldsnám við erlenda háskóla til að segja álit sitt á sínu gamla og nýja fræðaumhverfi, taka markviss viðtöl við kennara og aðra sérfræðinga um efni sem er efst á baugi í sagnfræðinni og svona mætti lengi telja. Efni af þessu tagi gæti þróast hægt og bítandi og orðið fastur liður í Sögnum og hugsanlega væri hægt að tengja það námskeiðahaldinu í skorinni. Það mætti semja við kennara um að koma að þessari vinnslu innan námskeiðanna (til dæmis grunnámskeiðanna). Hér eru tækifærin óteljandi og efnið sem þannig yrði skapað myndi lyfta ritinu upp með afgerandi hætti. I þriðja lagi myndi ég leggja til að áhverju ári yrði ráðist í félagsfræðilega könnun sem tengdist náminu í sagnfræðiskor, fræðastarfinu í landinu eða öðrum málefnum sem snerta líf og störf nemenda. Slík verk er hægt að vinna á hagfelldan hátt án mikils tilkostnaðar, þau eru orðin mun auðveldari viðfangs en hér á árum áður vegna tölvupóstsambands milli nemenda, kennara og annarra fræðimanna. En mikilvægt er að vanda til verka og ég bendi enn á þann möguleika að nemendur, sem tækju svona verkefni að sér, gerðu það undir leiðsögn kennara við skorina og fengju einingar fyrir verkið. Hér væru unnar kannanir sem nemendur sjálfir teldu brýnar og gætu haft upplýsandi og stefnumótandi áhrif á samfélagið allt í Háskóla Islands. Nemendur þekkja vel til kennslukannana. Flestir eru nánast ófáanlegir til að taka þær vegna þess að þeir finna að þær hafa engin áhrif. Það er farið með þær eins og mannsmorð þar sem kennarinn einn er til frásagnar um útkomuna. Til skamms tíma hafði jafnvel skorarformaður ekki aðgang að þeim (það mun víst vera breytt) þannig að það var undir hælinn lagt hvemig þær nýtast. I erlendum háskólum, til dæmis víða í Bandaríkjunum, eru kennslukannanir af þessu tagi birtar opinberlega, þær em hugsaðar sem leiðbeinandi efni fyrir bæði nemendur, kennara og deildimar sem kennamir vinna við. Aðstandendur Sagna þyrftu að stefna að því að tryggja að kannanir, sem ynnar yrðu á þeirra vegum, væm vandaðar og kæmu hagsmunum þeirra að góðum notum. I íjórða lagi myndi ég telja mjög æskilegt að ristjórar Sagna reyndu að beina sjónum lesenda sinna inn á við að faginu; að hugmyndafræðilegum viðfangsefnum sagnfræðinnar. Mér finnst töluvert vanta á að höfundar og ritstjórar Sagna taki skipulega fyrir hugmyndafræði fagsins og ræði opinskátt um aðferðir og leiðir við sagnfræðigreiningu. Oft má sjá að greinar bjóði upp á slíka umfjöllun en höfundar sneiði hjá henni af einhverjum ástæðum. Hér þarf að koma til kasta ritstjóra, þeir þurfa að taka af skarið og hvetja höfunda til að ræða á málefnalegan hátt um gmndvöll sinnar sagnfræðiiðkunar. Auðvitað er hugmynda- og aðferðafræðilegt efni erfitt umfjöllunarefni sem fólk hefur misjafnan áhuga á en ef vel er á málum haldið getur slík umræða haft góð áhrif á hugmyndir lesenda um fagið. í þessu sambandi Sagnir - 87
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.