Sagnir - 01.06.2007, Page 92

Sagnir - 01.06.2007, Page 92
Sagnir og sóknarfærin! væri hægt að velta upp nýjum skoðunum innan fræðigreinarinnar og taka gagnrýna afstöðu til þess sem er að gerast í kringum okkur. Ég er viss um að umfjöllun af þessu tagi myndi hafa þroskandi áhrif á allt fræðastarf nemenda og reyndar allra lesenda ritsins. I fimmta lagi myndi ég heíja undirbúning að Sögnum fyrr, vera jafnvel með tvö hefti í takinu hverju sinni - tvær ritstjómir sem væm skipaðar yngri og eldri nemendum. Yngri hópurinn fengi tvö ár til að vinna sitt efni og sá eldri skilaði sínu verki í lok tveggja ára tímans. Með þessu móti væri hægt að tryggja mun vandaðri efnismeðferð, viðfangsefni sem hægt væri að vinna á löngu tímabili yrði fastur liður á síðum Sagna og meiri samfella fengist i alla hugmyndavinnu ritsins. Hægt væri að hugsa sér þessa vinnu í meiri tengslum við netið - þar færi fram kynning efnis og mótunarvinna þess. Síðan yrði „hráefnið“ fært yfir í ritið sjálft í fyllingu tímans og unnið sérstaklega fyrir lesendur Sagna. Þannig myndi starf ritstjóra og/eða ritstjómar standa allt árið - efni yrði útfært og kallað eftir viðbrögðum frá nemendum, kennumm eða áhugafólki um sögu og lesendum Sagna og síðan unnið markvisst inn í blaðið. Þessi nettenging Sagna byði ekki aðeins upp á það að kallað væri eftir efni frá lesendum tímaritsins - skoðanskiptum um menn og málefni - heldur gæfist þar upplagt tækifæri til að markaðssetja tímaritið og annað sagnfræðilegt efni. Ekki er að spyrja að því að þessi leið myndi styrkja allt innra starf tímaritsins og efla þá sem standa að því. Um væri að ræða að nemendur fengju sannkallaða miðlunarreynslu á þessu stigi námsins. Hafa ber í huga að nú á tímum er mjög auðvelt að bæði hljóðvarpa og sjónvarpa efni á netinu og hin nýja menningarmiðlunarbraut á M. A.-stigi sagnfræðiskorar undir forystu Eggerts Þórs Bemharðssonar dósents býr bæði yfir tækjakosti og þekkingu til að vinna slík verk. Vel mætti hugsa sér að brautin kæmi með markvissum hætti inn í vinnu Sagna þegar góð reynsla er komin á starf hennar. Ég vil nefna eitt dæmi í þessu sambandi um hugsanlegan efnivið: Út er gefin ný bók eftir þekktan sagnfræðing. Tveir nemendur em fengnir til að lesa verkið og ræða um kosti þess og galla í Sagna-sjónvarpi á heimasíðu ritsins. Eftir slíkar samræður er höfundur leiddur í salinn og hann blandar sér í samtal nemendanna og úr þessu gæti orðið áhugaverður gjömingur sem tengist fræðum og umræðum um þau. Síðan væri hægt að vinna efni upp úr þessari þáttargerð sem myndi skila sér inn á síður Sagna við fyrsta tækifæri. Ég sé líka fyrir mér að aðstandendur vefs af þessu tagi gætu tekið að sér verkefni fyrir þóknun, til dæmis að halda til haga upplýsingum um þá sagnfræðinema sem útskrifast þannig að hið nýútgefna stéttatal Sagnfræðingafélags Islands endumýist árlega með slíku viðbótarefni. Skorin, Sögufélag og Sagnfærðingafélag Islands myndi kosta vinnslu og viðhalds þessa gagnagmnns. Hægt væri að búa til annan gagnagmnn um sértækt efni, til dæmis birtar greinar íslenskra sagnfræðinga í erlendum fagtímaritum og fleira mætti nefna af svipuðum toga. Verkefnin em nær óþrjótandi á vettvangi sagnfræðinnar. Hugmyndir Hafa ber í huga að hér að framan hef ég aðeins viðrað hugmyndir sem ég held að gætu komið að gagni, hugmyndir sem myndu auka það erindi sem tímarit eins og Sagnir ætti við samtímann. Allt of oft finnst manni fagtímaritin skorta markvisst erindi við samfélagið og fyrir bragðið missa þau marks - lesendumir hætta að leita eftir efni á þeim slóðum. Þetta er stóri vandi allra fagtímarita en Sagnir standa vel að vígi þar sem hópurinn sem tengist tímaritinu er áhugasamur, öflugur og ijölmennur. Eg er þess fullviss að aðrir, sem myndu leggja hausinn í bleyti, kæmu upp með önnur úrræði til að hleypa auknum þrótti í almenna umræðu um sagnfræði og sagnfræðinám á háskólastigi. Ég minni á, i þessu 88 - SAGNIR sambandi, að tvö vefrit hafa verið starfandi á undanfömum ámm sem sagnfræðinemar hafa stýrt og mótað. Hér er um að ræða Kviksögu, sem var beintengt Kistunni og fór stómm um ýmis erfið viðfangsefni í hugvísindum árið 2005, og svo aftur Hugsandi sem sagnfræðinemar komu á fór árið 2006. Þessi vefrit héldu á tímabili uppi kröftugri umræðu um fræði og vísindi sem vom krydduð mjög gagnrýnu viðhorfi til manna og málefna. Með öðmm orðum, það er hægt að skerpa á allri umræðu sem tengist sagnfræði sem fræða- og kennslugreinar og sagnfræðinemar geta verið þar virkir. 26. árgangur Sagna árið 2006 Ef ég byrja á því að bera saman efni síðasta árgangs Sagna, hins 26. frá árinu 2006 sem þeir félagar Andri Steinn Snæbjömsson, Jón Skafti Gestsson og Kristbjöm Helgi Bjömsson, ritstýrðu við þessar tillögur, þá kemur í ljós að þeir hafa fetað frekar hefðbundna leið í uppbyggingu sína á ritinu, leið sem margir fyrri ritstjórar Sagna hafa ratað. í „Ritstjómarspjalli" segir svo frá: „Að venju er hér að finna safn greina um ólík efni...“, og svo em taldir upp þeir efnisflokkar sem em teknir til umfjöllunar i ritinu. Sagt er frá viðtali sem tekið var við brasilíska fræðimanninn Patricia Pires Boulhosa sem hefur rannsakað Gamla sáttmála og yngt hann upp um 200 ár. Það efni er til fyrirmyndar enda vakti doktorsritgerð Boulhosa um sáttmálann verðskuldaða athygli og ritstjóm Sagna leggur þar lóð á vogaskálamar með umfjöllun sinni. Fram kemur í pisli ritstjóra að heimasíða Sagna sé virk og hafi aðallega að geyma pdf-skjöl gamalla árganga. Það er góðra gjalda vert en hægt er að sjá fyrir sér að heimasíðan sé nýtt með mun meira afgerandi hætti í framtíðinni eins og drepið var á hér að framan. Ritstjóramir benda einnig á að þeir hafi staðið fyrir málþingi um efni síðasta blaðs og rætt þá um „pólitík og sagnfræði". Allt er þetta hið besta mál og sýnir ákveðna viðleitni til að tengja fræðigreinina samtímaumræðu í landinu. Það er skemmst frá því að segja að nær allar greinamar em áhugaverðar og sumar meira að segja frumlegar og skemmtilegar - standast ágætlega fræðilega rýni. En ég er þeirrar skoðunar að það hefði verið hægt að klæða þær meira afgerandi búningi í tímaritinu sjálfu. Ritstjóramir hefðu til dæmis getað sett greinamar sem fjalla um Búastríðið, Kúbu, spænska borgarastríðið, Grænland á miðöldum og Albaníu í áhugvert samhengi og leitast við að svara spumingum sem tengjst ritun mannkynssögu, hnattrænnar sögu eða því sem nefndist transnational sagnfræði. Greinamar bjóða allar upp á slíka nálgun og það hefði meira að segja skerpt áherslur þeirra ef slík efiiisafmörkun hefði legið fyrir strax í upphafi. Þar hefði til dæmis verið hægt að taka til umfjöllunar þrjú mikilvæg umfjöllunarefni, nefnilega þjóðarsögu, yfirlitssögu og trans-hugtakið og hvemig þau hafa nýst við rannsóknir sagnfræðinga. Síðastnefnda hugtakið hefur haft gríðarlega mikil áhrif á ffæðiumræðuna í heiminum hin síðari ár. Hugtakið „transnational" dregur fram óljós skil á milli föðurlandsins og nýja landsins, ef dæmi er tekið af innflytjendarannsóknum, og þeirrar menningar sem einkennir bæði svæði - þess sem er framandi og þess sem er kunnuglegt. í þessu sambandi hefur verið rætt um „transnational space“ sem gefur til kynna að innflytjandinn lítur ekki á sig sem íbúa eins lands heldur sem einstakling með margþætt alþjóðleg tengsl. Þessi staðreynd hefur skapað margvísleg vandamál sem nútímafræðimenn leggja áherslu á að taka með í reikninginn og leysa. Þunginn í innflytjendarannsóknum færist því yfir á hugarheim innflytjenda og hvemig þeir upplifðu breytingamar og hvemig hugsun þeirra mótaði samfélögin. Um þjóðarsögu og yfirlitssögu ætla ég ekki að ijölyrða en hvort tveggja hefði getað skapað ramma um áðumefnda efnisflokka og skapað forvitnilega umræðu. Báðir hafa þeir verið hugleiknirhópi sagnfræðinga hér á landi og ritstjómm hefði verið í lófa lagið að tengja efni greinanna

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.