Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.03.1965, Síða 22
HÆÐARMÖRK BLÓMPLANTNA OG BYRKINGA
í EYJAFIRÐI
Hér fara á eftir súlnarit yfir hæðarmörk blómplantna og byrkinga,
sem unnin eru eftir niðurstöðum athugana okkar. Við notkun þess-
ara lista verður að taka tillit til eftirfarandi:
Þar sem aðeins einn athugunarstaða okkar náði upp fyrir 1300 m,
teljum við efri vaxtartakmörk þeirra plantna óviss, sem ná upp fyrir
1200 nt. Ekkert er líklegra, en ýmsar þeirra fyndust enn ofar, ef fleiri
staðir hefðu verið athugaðir í þessari hæð. Kæmu þar einkum til greina
fjöllin í kringum Vindheimajökul, sem ná 1450 m hæð. Þær tegundir,
sem skráðar eru í 1530 m hæð, eru allar frá norðausturhorni Kerling-
ar. Að ekki skuli vera neinir fundarstaðir frá 1350 m og upp í 1500
m stafar af staðháttum þar (klettahelti og jökulfannir). Neðan 500 m
voru athuganir okkar strjálar og miðuðust einkum við það að finna
neðri mörk fjallaplantna. Því eru fundarstaðir þar færri, en vera bæri
miðað við ritltreiðslu sumra plantna á því svæði. Ætlunin er að at-
huga þetta belti nánar síðar.
SKÝRINGAR Á SÚLNARITUM.
Kfri helmingur hverrar súlu táknar hæðarmörkin í Inn-Eyjafirði, cn ncðri helmingur-
inn táknar hæðarmörkin í útsveitumun, Rinuun og Kaldbak og þar fyrir utan.
Fyllt súla táknar það svæði, sem plantan virðist algeng á, og hafði hún þá fundizt á
þreinur eða fleiri athugunarstöðum í viðkomandi hæð.
Skástrikuð súla táknar strjála útbrciðslu plöntunnar í viðkomandi hæð (tveir fundar-
staðir eða færri).
Tóm súla (hvít) táknar hæðarbil, þar sem við höfum á hinutn 13 athugunarstöðum
okkar ekki skráð plöntuna, en er hins vegar kunnúgt utn hana annars staðar í hcraðinu í
sömu hæð.
Stakir deplar tákna staka fundarstaði sjaldgæfra plantna, cða fundarstaði, sem eru all-
langt ofan eða neðan aðalútbreiðslu viðkomandi plöntu.
18 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði