Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.03.1965, Síða 42
tegundunum til þeirra hitakærustu, eða suðrænustu verður því A3,
A2, Al, E4, E3, E2, El.
Hlutfallslegur fjöldi tegunda, sem tilheyra hverjum þessara flokka,
svo og A og E flokkarnir hvor fyrir sig, er sýndur á töflu 2 og hlut-
fall E-plantnanna og háarktísku tegundanna A3 enn fremur á línuriti
2. Af línuritinu má glöggt sjá, að hlutfall A3-plantnanna stemmir
furðulega vel við Ch-hlutfallið. Hins vegar fer hlutfall evróputegund-
anna jafnt minnkandi úr 36% í 500 m h. í 2% í 1100 m h. og eins
og jarðplönturnar hætta þær að vaxa í 1150 m h. Gróðurinn á há-
fjöllum íslands ber því háarktískan svip, sem reyndar var að vænta.
Fróðlegt hefði verið að gera fleiri samanburðarathuganir í sam-
bandi við hæðarmörkin, svo sem hlutfallið rnilli amerískra, atlantískra,
evrópskra og hringskautstegunda, hlutfallið milli einstakra ætta o. s.
frv., en það verður að bíða betri tíma.
Ef línuritin eru athuguð í heild, sést að mestar breytingar verða
á gróðrinum í 1150—1200 m h. Þar hverfa evrópsku tegundirnar og
jarðplönturnar; þar ná háarktísku tegundirnar og þófaplönturnar há-
marki, en svarðplönturnar hafa þar lágmark. Um 100 m neðar fækkar
tegundunum einna mest. Ýmsar ástæður geta legið til þessa. Má nefna
það, að aðeins um helmingur athugunarstaðanna í Inn-Eyjafirði náði
upp fyrir 1200 m h. Á mörgum fjöllunum byrjar toppflötur fjallsins
í þessari hæð, en uppi á fjallsfletinum er oftast mjög fábreyttur há-
plöntugróður, enda víðast mjög snjóþungt og skriðjarðvegur víða
ríkjandi.
Samkvæmt Thoroddsen o. fl. er hæð snælínunnar við Eyjafjarðar-
dal, einmitt í um það bil 1200 m h. og kann það að verka á jarðveg-
inn og þar með einnig gróðurinn.
Önnur allgreinileg mörk virðast vera í um það bil 1000 m h. Þar
hætta einæru plönturnar, evrópsku tegundunum tekur þar mjög að
fækka, en hlutfall arktisku tegundanna vex að sama skapi. Á nokkrum
athugunarstöðum byrjar toppflöturinn í þessari hæð.
Þriðju meginmörkin má greina í 650—700 m h., en þau eru þó
mun ógreinilegri. í þessari hæð, eða litlu ofar, hverfa þó flestar tré-
kenndar plöntur, svo sem lyngtegundirnar.
38 Flóra - tímarjt um íslenzka grasai'ræði