Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.03.1965, Blaðsíða 51

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.03.1965, Blaðsíða 51
ar gæti einnig í vestur og austurátt, enda kemur það vel í'ram hjá jöklasóleyjunni (Ranunculus glacialis), en lágmörk hennar eru kunn frá allmörgum stöðum á Eyjafjarðarsvæðinu. Liggur nærri að draga megi jafnhæðarlínur fyrir útbreiðslu hennar niður á við. (Mynd 7.) Slíkar jafnhæðarlínur verða meira eða minna reglulegir hringar, jafn- rniðja um Kerlingu—Bónda. Hér virðist því gæta þess fyrirbæris, sem af fræðimönnum í Mið-Evrópu hefur verið nefnt Massenerhebung, þ. e. hlutfallsleg fylgni markanna við meðalhæð landsins. Yfirleitt fer ekki að gæta verulegrar lækkunar á neðri mörkum fjallaplantnanna fyrr en yzt á skögunum beggja megin fjarðarins, en þar lækka þau líka oft mikið á stuttri vegalengd (sbr. jöklasóley o. fl.). Það er athyglisvert að þessarar lækkunar gætir því meira og því innar, sem neðri mörkin liggja neðar. Lágmörk þeirra fjallaplantna, senr fara lægst, nálgast því mjög lágmörk snódældaplantnanna, sem áður var getið, og líkjast þeim, og fara eins og þau niður að sjávarmáli einlivers staðar við utanverðan fjörðinn. Þetta er ekki óeðlilegt, þegar þess er gætt, að fjallaplönturnar eru flestar lagaðar að talsverðum snjóþunga, og raunar oft erfitt að draga skilin milli þeirra og snjódældaplantnanna. Fáar fjallaplöntur hafa eins skýr og greinileg mörk og fjallhæran (Luzula arcuata). í innsveitum má það kallast nær undantekningar- laus regla, að hún verði algeng í 600—650 m h. og tekur þar við af vallhærunni (Luz. mnltiflora), sem er láglendistegund. í Möðruvalla- fjalli verður hins vegar strax vart nokkurrar lækkunar á neðri mörk- um hennar (500 m), sem síðan eykst verulega og á yztu athugunarstöð- unum er hún aðeins um 130 m yfir sjávarmáli. Svipaða lækkun sýnir rjúpustörin (Carex lachenali), en mörk henn- ar eru heldur neðar. Láglendisplöntur. Hér eru teknar saman þær plöntur, sem vaxa á láglendi án tillits til þess hversu hátt þær fara, þ. e. plöntur sem hafa engin neðri mörk. Þessar plöntur sýna yfirleitt mjög óverulega lækkun efri markanna til hafsins. Þær sem hæst fara, takmarkast eðlilega af hæð fjallanna, eins og sumar fjallaplönturnar, sem áður getur. Hjá þeim tegundum, sem hafa raunveruleg efri mörk, verður þess einnig vart, að þau fylgja eftir hæð fjallanna í innhéraðinu, líkt og neðri mörk fjallaplantnanna ('Massenerhebung). Nokkrar þessara teg- TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓra 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.