Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.03.1965, Síða 53

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.03.1965, Síða 53
þeirra plantna sem liggja neðan við 500 m h. í innsveitunum, og þess vegna voru lítt eða ekki rannsökuð, sýni enn meiri lækkun til hafsins. Athyglisvert er það, að mörk láglendisplantnanna virðast jafnvel enn meira vera komin undir staðbundnum skilyrðum en lágmörk ljallaplantnanna. Þannig verður vart greinilegrar hækkunar í athug- unarstaðnum við Hólsdal í Siglufirði (nr. 2), en þar er skýlt fyrir haf- áttinni, enda þótt staðurinn liggi mjög utarlegra á skaganum. Slíkar staðbundnar breytingar höfum við ekki getað kannað að nokkru ráði, en þær eru efalaust mjög áberandi, einkum í útsveitun- um. Má og glöggt sjá af gróðrinum þar, að skjólið, halli landsins og hallastefna skipta afar miklu máli fyrir vöxt og þrif tegundanna. Er því ekki ósennilegt, að mikinn Iialla megi greina á mörkum plantn- anna í einum stuttum firði og dalnum þar inn af, eins og t. d. í Ólafs- l'irði og Siglufirði. Myndi Ólafsfjörður sennilega vera hentugur til rannsókna á þessum þætti gróðurmarkanna. Enn má nefna það, að nokkrar láglendisplöntur, sem fara hátt, virðast stríða gegn öllum reglum og hækka efri rnörkin út til hafsins, og fara einna hæst í Kaldbak (t. d. Luzula spicata, Potentilla crantzi o. fl.). Þegar á allt er litið virðist því vera erfitt að finna einn sam- nefnara yfir hámörk láglendisplantnanna. Utsveita- og innsveitaplöntur. Hér eru taldar til þær plöntur, sem á Eyjafjarðarsvæðinu hafa tak- markaða flatarútbreiðslu inn á við eða út á við, en þær eru nokkuð margar. Línurit fyrir mörk nokkurra þeirra eru sýnd á 9. mynd. Utsveitaplönturnar eru yfirleitt láglendisplöntur í útsveitunum, en margar þeirra hafa neðri mörk þegar innar dregur á svæðið, og sýna því raunverulegan halla, í samræmi við neðri mörk fjallaplantnanna. Margar fjallaplöntur eru einnig útsveitaplöntur í þeim skilningi, að þær eru mun algengari í útsveitum en í innsveitafjöllunum. Mörkin milli þessara flokka eru því ekki skýr, og má því líta á sumar útsveita- plöntur, sem fjallaplöntur er vantar í innsveitunum. Þannig er það t. d. með fjallabrúðuna (Diapensia lapponica), en innsti fundarstaður hennar, sem okkur er kunnur, er á Möðruvallafjalli. Innsveitaplönturnar sýna hins vegar enga verulega lækkun mark- anna, enda ná þær yfirleitt ekki út á svæði það, þar sem lækkunarinn- ar verður aðallega vart. Hér er þó þess að gæta, að mörk þeirra inn- sveitaplantna, sem lægst fara eru enn lítt rannsökuð, enda margar þess- ara tegunda heldur sjaldgæfar. 4 'l'ÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓm 49
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.