Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.03.1965, Síða 67
um er fært að draga fram lífið. Einnig finnast þeir í skriðlendi fsoli-
fluktion), þar sem þeir eins og fljóta ofan á aurnum, og eru þar oftast
eini gróðurinn. Jafnvel á skriðjöklum vaxa mosar á steinum, sem velta
undan hallanum (jöklamýs).
Eftir því sem ofar dregur í fjöllin verður mosagróðurinn meira og
meira áberandi. Mosaþemburnar, sem að mestu eru gerðar af grá-
mosa (Rhacomitrium), og hittast hér varla á láglendi, eru algengar
ofan við 500 m h. Þar sem rakara er verðnr dýjamosinn (Philonotis og
Mniohryum) ríkjandi, og sést oft langar leiðir sem gular skellur í
fjallahlíðunum. í snjódældum er fjallafreyjuhárið eða fjallahaddan
(Polytrichum noruegicum) víða einráð. Þá kannast allir við hina ein-
kennilegu svörtu skorpu, sem þekur mikinn hluta öræfanna, og gerð
er að mestu úr lifurmosategund sem nefnist hrímmosi eða snjómosi
(.Anthelia), og þannig mætti lengi telja.
A Islandi eru taldar vaxa um 450 mosategundir. Aðeins einn fjórði
af þessurn tegundum mega þó teljast algengar. Af þessum rúmlega
100 algengu tegundum eru enn fremur nokkrar, sem eru svo erfiðar
í nafngreiningu, að varla er á færi annarra en sérfræðinga að greina
þær að. Eg hefi því tekið þann kostinn að velja úr mosaflórunni um
60 algengar og auðþekktar tegundir og athuga hæðarmörk þeirra.
Nokkrar sjaldgæfar fjallategundir eru einnig teknar með, vegna þess
að þær finnast Iiátt í fjöllum og eru auðgreindar.
Mosaflóran var athuguð frá 500 m hæð með hundrað rnetra hæðar-
bili, oftast þannig, að tekin voru sýnishorn, sem síðan voru athuguð
er heim kom. Þótti þetta öruggari aðferð en að skrifa upp tegundirnar
á staðnum, þar sem mosagreiningar verða oft ekki framkvæmdar nema
með hjálp smásjár. Tegundir, sem fyrirfram var vitað, að hefðu ákveð-
in mörk, einkanlega fjalltegundir, voru skrifaðar niður hvar sem þær
sáust, einnig neðan 500 m hæðar.
Allmörg sýnishorn voru þurrkuð og sett í umslög og verða þau
geymd í Herbarium alpinum. ('Alls um 200 sýnish.)
Hér fer á eftir skrá yfir efri mörk nokkurra mosategunda í inn-
sveitum Eyjafjarðar. (Liste úber obere Grenzen einiger Moosarten im
Inneren des Eyjafjörðurgebietes.)
1. Andrcaca petrophila. — Kcrling 1530 m.
2. Andreaea blvttii — Kerling 1530 m, Rimar 1200 m.
3. Dicranoweisia crisoula. — Kerling 1530 m.
4. Distiehiuin capillaceum. — Kerling 1530 m.
TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - Flóra 63