Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.03.1965, Side 81

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.03.1965, Side 81
A. Lyngdældir. a. Aðalblábcrjasveil (Vacciniétum Myrtilli). Nordhagen (1943 p. 231) segir að snjódældagróðurinn byrji þá fyrst, þegar snjór liggur svo lengi, að aðalbláberjalyng (Vaccinium Myrtillus) hverfi og sömuleiðis blágresi (Geranium silvaticum) og móasef. Eftir því sem ég skilgreini og skoða snjódældirnar ná þær yfir meginþorra þeirra gróðurhverfa, sem aðalbláberjalyng og blágresi eru drottnandi í, en báðar þessar tegundir koma lram og ná beztum þroska í þeim snjódældum, sem njóta þykks og varanlegs snjólags frá fyrstu haustsnjóum og langt fram á vor. Hinsvegar heyrir móasef (Juncus trifidus) aldrei til þeirra tegunda á íslandi, sem á nokkra lund sækjast eftir miklu snjódýpi, nema síður sé. Ég þekki hvergi móasefs hverfi, þar sem snjódýpt er umfram meðallag. Aðalbláberja-gróðursveitin er yfirleitt mjög einleit, og greinir sig vel frá aðliggjandi gróðurhverfum, nema þar sem land er mjög snjó- þungt, svo að allur gróður fær nokkurn snjódældablæ. Þó má segja, að mörk hennar og bláberjahverfa heiðarinnar séu óglögg. í mörgum landshlutum finnst aðalbláberjalyng naumast utan snjódælda. Þannig er það t. d. á Melrakkasléttu. Þar má kalla að hvert einasta fannstæði sé alvaxið aðalbláberjalyngi, en utan þeirra sést tegundin varla. Þetta hefir fremur öllu öðru ráðið þeirri afstöðu minni, að telja aðalblá- berjasveitina til snjódælda, þótt það sé í ósamræmi og andstöðu við sjónarmið annarra plöntulandfræðinga. Þess er og að gæta, að margar lielztu tegundir þessarar gróðursveitar eru greinilegar snjódældateg- undir, og fylgja aðalbláberjadældunum, má af þeim nefna auk blá- gresis (Geranium silvaticum) bugðupunt (Deschampsia flexuosa), ljónslappa (Alchemilla alpina) og ilmreyr (Anthoxanthum odorat- um). í gróðursvip greinist aðalbláberjadældin mjög frá umhverfinu, hvort heldur sem er með hinum ljósgræna sumarlit eða rauðum haust- lit, sem hvorttveggja sker mjög vel af við krækilyngs (Empetrum), blá- berjalyngs (Vaccinium uliginosum) og fjalldrapa (.Betula nana) móana, sem oftast liggja að gróðursveit þessari. Staðhættir í aðalbláberjasveitinni eru ætíð mjög líkir. í hlíðum liggur gróðursveit þessi ætíð í brekkudældum og kinnungum, sem hall- ar í suðlæga átt. Ofan til í kinninni er þá venjulega þursaskeggshverfi (Kobresiétum), og þar sem vetrarsnjór er mjög þykkur og liggur lengi, er venjulega grasbelti (Graminétum) fyrir neðan aðalbláberjahverfið. Á flatlendi finnst aðalbláberjasveitin í dældum eða skjóli við hæðir TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓra 77
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.