Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.03.1965, Page 82
og ása, og langoftast móti suðri. í miðhálendinu er gróðursveit þessi
sjaldgæf. Athuganir þaðan eru sárafáar og allar frá hinum lægri stöð-
um, t. d. frá Holtavörðuheiði og Kaldadal. Á Kaldadal liggur sveitin
þó hærra en ég hefi séð annars staðar, eða upp undir 600 m hæð. Þetta
er í samræmi við útbreiðslu aðalbláberjalyngs í Noregi, en Nordhagen
segir það sé miklu algengara við sjávarsíðuna en inn til landsins. Sama
kemur livarvetna fram hér á landi, enda þótt munur strandhéraða og
innsveita sé minni en í Noregi. Við Eyjafjörð er þetta t. d. mjög greini-
legt. Þar er aðalbláberjalyng mjög víða í útsveitum, en sárasjaldgæft
inni í héraðinu.
Þar sem aðalbláberjalyng er algengt, mun meginvaxtarsvæði þess
vera milli 50 og 200 m yfir sjó. Þó eru efri mörkin allbreytileg, og í
snjódældum mun það finnast í 300—400 m hæð.
Eftir því sem kunnugt er í Skandinavíu er aðalbláberjalyng sýru-
kær planta, sem alls ekki vex í ósúrum eða hlutlausum jarðvegi. Marg-
ar þeirra tegunda, sem fylgja því fastast í snjódældum hér á landi ern
einnig sýrukærar. Má því álykta, að jarðvegur aðalbláberjadældanna
sé meðal hins súrari jarðvegs, sem finnst hér.
Nokkur raki mun venjulega haldast í bláberjadældunum fram eftir
sumri, og þar sem þær þorna að marki dregur úr vexti aðalbláberja-
lyngs, svo að það verður bæði smávaxnara og strjálla en ella.
Eins og fyrr getur, nær aðalbláberjalyng-
ið oft ekki botni snjódældar þeirrar, er það
vex í, heldur tekur þar við graslendi. Bein-
ast lægi við að ætla, að þar kæmi snjódýpt
eða varanleiki skaflsins til greina. Svo telja
þeir Vestergren og Nordhagen, að hin eig-
inlega snjódæld hefjist fyrst fyrir neðan að-
albláberjabeltið, því að Jrar liggi snjórinn
lengst. Þessu er Jró ekki ætíð svo farið. Lög-
un brekkunnar, sem skaflinn liggur í, er
oft svo háttað, að snjórinn liggur skernur í
grasbeltinu en lyngBeltinu, eða a. m. k.
neðsta hluta Jress. Þarna ræður fleira en
snjórinn einn úrslitum. Meðan snjóskafl-
inn er að bráðna, er sífelldur vatnsagi neð-
an við hann, en slíkt vatnsrennsli tálmar
vexti runnagróðurs. Einnig er kunnugt, að hitabrigði, og Jrá einkum
næturfrost, hafa mjög óhagstæð áhrif á allan gróður við jaðra á sköfl-
um, sem lengi liggja, og kemur Jrað einkum hart niður á runnagróðri.
78 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði
5. mynd. Snjóskafl i Vaccini-
etnm Myrtilli.