Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.03.1965, Page 87
2
7. mynd. Snjódœld hjá Asunnarstöðum. Brotna linan sýnir yfirborð snjóskaflsins.
bjarnarbrodd (Tofieldia pitsilla) og mýrfjólu (Viola palustris). Belti
þetta, sem á rissinu er merkt 2, er sýnt þar hlutfallslega of breitt.
I gil þetta leggur fönn þegar í fyrstu snjóum, en ekki leysir úr því
á vorin fyrr en allur snjór er leystur úr hlíðinni í kring.
Hin dældin er í lækjargili fyrir ofan Ásunnarstaði í Breiðdal eystra.
Gilið veit mót suðri, svo að kinnungarnir eru að mestu móti austri og
vestri. Meðfram læknum í gilbotninum er gras-hverfi (Graminé socia-
tion). Þar eru aðaltegundir týtulíngresi (Agrostis caninaj og ilmreyr
(Anthoxanthum odoratum). Allra næst læknum eru þó smáblettir með
mýrastör (Carex nigra) og hengistör (C. rariflora). Gróðurlag þetta
náði nær ekkert upp í vesturbrekkuna en uppundir nær miðja austur-
brekkuna, er það merkt 2 á mynd 7. Urn ofanverða austurkinnina er
tiltölulega hreint krækilyngshverfi (Empetrum sociation) rnerkt 3.
Bláberjalyng (Vaccinium uliginosum) vex Jrar á stangli en aðalbláberja-
lyng (V. Myrtillus) sést ekki. í vesturkinninni merkt 1, er aðalbláberja-
lyngs liverfi (V. Myrtillus soc.) frá brún og niður í botn. Aðalbláberja-
lyng er Jrar drottnandi tegund en svo mikið er af bláberjalyngi og
krækilyngi, að greinilegt er að þetta er Aðalbláberjalyngs-bláberja-
lyngs-krækilyngs hverfi. Þar voru allar helztu fylgitegundir Jressa hverf-
is, en auk þess var allmikið af skjaldburkna (Polystichum lonchitis), en
á Jressum slóðum vex hann víða í efstu brún aðalbláberjadældanna.
Aðalbláberjalyngs hverfið er yfirleitt tegundamargt, og tegunda
6*
TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐl - FlÓra 83