Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.03.1965, Page 89
Blettur XI. 9 er frá Tungu á Vatnsnesi í um 200 m hæð.
Blettur XI. 10 er frá Vindhæli á Skagaströnd í um 100 m hæð.
Þetta er eini bletturinn þar
sem snjódældareinkennin
eru ekki fullljós. Gróður-
inn sýnir það á þann hátt
að bláberjalyngið (Vaccin-
ium uliginosum) er meira
áberandi í gróðursvip og
fleti en aðalbláberjalyngið
(V. Myrtillus). 9. mynd. Snjódœld á Holtavörðuheiði.
Blettur XI. 12 er frá Ás-
unnarstöðum í Breiðdal í um 200 m hæð. Gróðurhverfi þetta er mjög
algengt þar um slóðir í brekkudældum, sem snúa gegn suðri.
Blettir XII. 1—5 eru allir frá Vestfjörðum, eins og taflan sýnir. 2
liggur lægst, skammt fyrir ofan sjó hjá Brjánslæk í nrjög djúpri og
sýnilega snjóþungri laut. Annars eru staðhættir í 1—4 mjög líkir. Allar
kinnarnar snúa móti suðri og aðalbláberjalyng (V. Myrtillus) drottn-
ar greinilega yfir öllum öðrum tegundum. XII. 5 er í gilkinn í um 70
m hæð á Auðkúlu. Týtulíngresis (Agrostis canina) gætir dálítið, en Jrað
er drottnandi tegund í gilbotninum rétt fyrir neðan lyngbeltið.
Þá skal rætt um gróðurlendi, sem er einskonar millistig snjódældar
og runnaheiðar. Þaðan eru blettirnir XII. 6—7. Gróðurinn sem heild
sýnir náinn skyldleika við aðalbláberjalyngsdældina, en tvær aðalteg-
undirnar aðalbláberjalyng (V. Myrtillus) og bugðupuntur (Deschamp-
sia flexuosa) eru að miklu leyti horfnar. Þótt þessu muni, sýna stað-
hættir blettanna, að hér er um að ræða mjög snjóþunga staði. Hlutföll
lífmynda og tegunda hafa einnig tekið verulegum breytingum A%
er mun hærra en í aðalgróðurhverfinu, sömuleiðis Ch%, hinsvegar er
H% lægra. XII. 6 er frá Haga á Barðaströnd í um 200 m hæð, en 7 er
frá Mábergi á Rauðasandi í um 150 m hæð.
41. Aðalbláberjalyngs-finnungs hverfi (V. Myrtillus-Nardus stricta
soc.) (Tab. XI. A—B 11.)
Aðeins ein athugun er fyrir hendi úr þessu gróðurhverfi frá Helgu-
hvammi á Vatnsnesi. Gróðurhvefið er mjög skylt undanfarandi hverfi,
aðalmunurinn er, að bláberjalyng (V. uliginosum) er að mestu horfið,
en finnungur (Narclus stricta) er hér einkennistegund við hlið aðal-
bláberjalyngs (V. Myrtillus). Krækilyngs (Empetrum) gætir lítið,
TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆm - Flúra 85