Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.03.1965, Side 95
lækjardrögum, þar sem jarðvegur er rakur, og oft er þar fremur skugga-
sælt. Hnoðamaríustakkur (A. glomerulans) drottnar bæði í svip og fleti.
Fjallafoxgras (P. commutatum) er mjög áberandi í þessari athugun,
en annars er rnagn þess breytilegt í hverfinu. Túnvingull (Festuca
rubra) hefir rnikla tíðni en þekur lítið. Kornsúra (Polygonum vivipar-
um), grávíðir (Salix glauca), brjóstagras (Thalictrum alpinum) og tún-
súra (Rumex acetosa) eru alltíðar tegundir, en engrar þeirra gætir að
ráði í fleti. A% er óvanalega hátt í blómdæld. H er drottnandi líf-
mynd, með 75%, Ch og G eru álíka sterkar. Annars eru hlutföll líf-
mynda og tegundaflokka lík í maríustakks og blágxesis dældunum.
Bletturinn er frá Þjófadölum á Kili í um 600 m hæð og skýrir það í
rauninni hið háa A%. Athugunin er gerð í djúpu allþröngu lækjar-
gili, sem kallast má dæmigerður staður þessa hverfis. Ofan til í gil-
börmunum kemur blágresi fyrir. Slíkar maríustakksdældir eru víða á
þessum slóðum.
í ritgerðinni 1945 hefi ég eins og fyrr getur lýst tveimur maríu-
stakkshverfum (pp 424—425), þar sem maríustakkur (A. minor coll.)
er drottnandi, samanber það sem fyrr segir um 43. hverfi. Margar teg-
undir eru sameiginlegar því hverfi og hnoðamaríustakkshverfinu, sem
hér er lýst, og bæði hverfin geta komið fyrir á líkum stöðum. Þó er
maríustakkshverfið útbreiddara og verður oft á mun þurrari stöðum,
þar sem staðhættir eru líkir og í blágresishverfinu enda verða olt
óglögg skil milli maríustakks- og blágresishverfa. Þó er ljóst, að maríu-
stakkssveitin, þ. e. ekki ljóslappahverfin, krefjast dýpra og langvinnra
snjólags en blágresis sveitin. Oft er það svo að maríustakks sveitin er
í belti í snjódældunum fyrir neðan blágresis eða aðalbláberjalyngs
hverfi.
A láglendi er það oft svo, að þar finnast gróðurhverfi, sem mjög
eru skyld maríustakks sveitinni, án þess, að um afbrigðilegt snjólag
sé að ræða, einnig vex maríustakkur þar víða utan slíkra gróðurfélaga,
en þegar kemur svo hátt yfir sjó, að snjódældagróðurs tekur að gæta
að ráði, finnast þessar maríustakkstegundir sjaldan eða aldrei utan
snjódælda. Haga þessar tegundir sér í því efni líkt og aðalbláberjalyng
og blágresi. Norclhagen (1936 p. 50) telur að vísu Alchemilla vul-
garis hverfið til snjódælda (A. vulgaris safnheiti maríustakkstegunda)
en þó með nokkrum fyrirvara, en 1943 hefir hann innlimað þau gróð-
urhverfi í snjódælda gróðurlendið en telur þau þó, það gróðurhverfi
snjódældanna, sem snjó leysi fyrst úr, og kemur það heim við það, sem
mér er kunnugt hér á landi, að snjó leysir úr maríustakksdældunum
næst á eftir aðalbláberja- og blágresisdældum.
TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓra 91