Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.03.1965, Blaðsíða 106
í ýmsum landshlutum, en ekki er þar með sagt, að þær finnist ekki
neðar.
SuÖvesturland:
Kaldidalur .................... 300-320 m
V esturland:
Fornihvammur .................. 280-370 m
Norðvesturland:
Krókstjarðarnes ................... 250 m
Staður Reykjancsi.................. 300 m
Rauðisandur ................... 230-280 m
Trostansfjörður ................... 200 m
Auðkúla Arnarfirði ................ 150 m
Ratnseyrardalur ................... 320 m
Melgraseyri ....................... 270 m
Sandeyri ...................... 120m
Jökulfirðir ..................... 80-100 m
Norðurland:
Skagaslrönd ........................ 300 m
Vatnsdalur, Svarfaðardal ........... 400 m
Glerúrdalur ............... um 600 m
Tjarnir, Fyjafirði ............. 500-600 m
N orðausturland:
Strandhöfn Vopnafirði ......... lOOm
A usturland:
Eyvindardalur ...................... 400 m
Breiðdalur ..................... 350-400 m
Auðsætt er af skrá þessari, að grasvíðidældirnar ná lengst niður á
bóginn í hinum köldu útkjálkahéröðum. I Jökulfjörðum skoðaði ég
t. d. snjódæld í um 80 m hæð yfir sjó, og ekki er ósennilegt, að þar og
þó einkum norður á Hornströndum geti grasvíðidældir fundizt alveg
niður undir sjávarmáli. Yfirleitt hygg ég að neðri mörk grasvíðidæld-
arinnar séu um 200—250 m y. s. á Vestfjörðum, líkt mun þeim háttað
á útskögum Norður- og Norðausturlands, en annars munu grasvíði-
dældirnar vart byrja fyrr en í 300—350 m hæð, og mest er útbreiðsla
þeirra þaðan og upp undir 500 metra. Þegar hærra dregur fækkar ]xám,
og ofantil í þessu lieiðar belti verður víða um snjómosaríkt gróður-
hverfi að ræða.
Skilyrði fyrir myndun grasvíði hverfis er, að svo mikið skjól sé fyrir
liendi, að snjóskafl geti myndazt. í hlíðum er gróðursveitin því oft í
lækjadrögum, smálautum og hvömmum, en oft eru þær líka eins og
hvilftir inn í hlíðarbrekkuna, nema að ofanverðu eru þær markaðar
af bröttum jarðrennslisvegg. Aðliggjandi gróðurlendi eru, mosaþemba,
þursaskeggsbrekka, eða um ofanverðar hlíðar melar og naktar skriður.
í nánu sambandi við grasvíðidældina eru oft burknastóð, einkum á
Vestfjörðum og á útkjálkum norðanlands. Vaxa þá burknarnir oft við
jarðrennslisvegginn eða utan í honum. Á flatneskjum miðhálendisins
eru grasvíðidældir oft í grunnum dældum utan í melabungum.
Þess hefir verið getið, að grasvíði sveitin verði þar til sem vaxtar-
skeið plantnanna styttist verulega vegna hinna langæju fanna. Eftir
því ætti hún að vera vitnisbuður um óhagstæð lífsskilyrði. Vafalítið
102 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði