Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.03.1965, Qupperneq 109
tatum), fjallakobba (Erigeron uniflorus) og snækobba (E. unalaschk-
ense). Tvær síðasttöldu tegundirnar finnast naumast utan grasvíði-
dælda eða náskyldra gróðursveita.
I Skrá minni (Steindórsson 1951) hefi ég alls tilfært 7 gróðurhverfi
í grasvíði sveitinni. Þótt sú greining geti að vísu staðizt, ef farið er eftir
þeim tegundum, sem mest ber á hverju sinni, hefi ég samt við nánari
athugun komizt að þeirri niðurstöðu, að á meðan ekki eru fleiri at-
huganir fyrir hendi sé réttast að telja hverfin aðeins þrjú eins og hér
er gert.
49. Grasviði-grámullu hverfi. (Salix herbacea-Gnaphalium supinum
soc.) (Tab. XV. A-B 1-12 og Tab. XVIII 1-3).
Allar athuganir, sem lýst er í Tab. XV. eru úr miðhálendinu frá
fjórum rannsóknarsvæðum, en athuganirnar í Tab. XVIII. eru úr
fjallahlíðum norðanlands. Athugunarstöðvarnar liggja milli 300 og
600—650 m hæðar. En á milli þessara hæðarmarka er hverfi þetta al-
gengt, þar sem skilyrði eru fyrir að djúpar snjódældir verði til. Gróður-
breiðan er samfelld, og grasvíðir (S. herbacea) alls staðar drottnandi
tegund, bæði í svip og fleti. Þar sem skilyrði eru bezt, verður hann
allstórvaxinn, og þar kemur fram gTeinilegur munur á gróðurlögum
(Sjikter). Grámullan (G. supinum) er ætíð svo áberandi, að hún setur
nokkurn svip á gróðurhverfið, en flötur hennar er oftast lítill. Sums
staðar, einkum þar sem grávíðir (S. glauca) verður mestur, má sjá
skylclleika við runnaheiðina, en þar sem snjóþyngst er, og snjórinn
liggur lengst, verður snjómosinn (Anlhelia) svo mikill að mjög nálg-
ast snjómosahverfin. Auk einkennistegundanna tveggja er mikið um
kornsúru (Polygonum viviparum), hvar sem gripið er niður. Þá er
stinnastör (C. Bigeloiuii) víða svo mikil, að tala mætti um stinnustarar
ríkt afbrigði hverfisins. Aðeins á einum stað er svo mikið af henni, að
hún verði talin meðal ríkjandi tegunda, en annars er hún oftast strjál
og nær ætíð ófrjó og jafnvel lítt þroskuð. Aðrar algengar tegundir eru:
túnvingull (Festuca rubra), fjallasmári (Sibbalclia procumbens), engja-
fífill (Taraxacum croceum coll.), grávíðir (Salix glauca), klóelfting
(Equisetum arvense), fjalladúnurt (Epilobium atigallidifolium), og á
nokkrum stöðum fjalladepla (Veronica alpina) og fjallasveifgras (Poa
alpina). Um fjallasmárann er vert að taka fram, að surns staðar er svo
mikið af honum, að hann einkennir gróðnrlendið að nokkru leyti.
Minna slíkir blettir á Sibbaldia-Wiese þau, er Kalela H939 p. 236) lýs-
ir, og mætti þar tala um fjallasmára afbrigði hverfisins. Víða í lausleg-
TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÖra 105