Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.03.1965, Blaðsíða 119
Blettur XIX. 1 er í hlíð Tröllakirkju í lækjargróf um 520 m hæð.
Þar sem hærra ber í grófarkinnungunum verður grasvíðir (Salix lier-
hacea) ríkjandi.
Blettur XIX. 2 er vestur af Fornahvammi í um 370 m hæð. Athug-
unin er gerð í gróf, þar sem dý sprettur upp í grófarbotninum, og er
hreint dýjamosa hverfi (Philonotis soc.) umhverlis uppsprettuna.
53. Rauðstarar hverfi (Carex rufina soc.) (Tab. XIX. A—B, 3).
Hin eina athugun, sem fyrir hendi er frá Holtavörðuheiði í um
420 m hæð. Bletturinn er í flötnm mýra- eða öllu heldur flóajaðri
með kyrrstæðu vatni undir hólbrekku, rétt þar sem blettur XVII. 5
liggur. Hverfið er víða á þessum slóðum. Engin ein tegund er yfir-
gnæfandi, en mest ber á rauðstör (C. rufina), sem vex þar í flötum,
misjafnlega stórum toppurn, en á milli toppanna eru skellur, sem ýmist
eru vaxnar mosa, eða nakinn leirinn gægist fram. Þegar fjær dregur
hólbarðinu, svo að snjóþyngslanna gætir ekki lengur, tekur við kló-
fífu-flói (Eriphorum angustifolium), með allmiklu af hengistör (C.
rariflora), enda finnast báðar þær tegundir í blettinum. Tegundir eru
fáar. A-plönturnar eru algerlega yfirgnæfandi. G er drottnandi líf-
mynd um 50%. Ch% er allhátt, af því að þarna vex meira af grasvíði
(S. herbacea) en títt er í þessari gróðursveit. En það sýnir aftur skyld-
leika þessarar gróðursveitar við grasvíði sveitina, enda telja Nordhagen
(1943 p. 264) og Gjœrevoll 1950 Caricetum rufinae til Cassiopeto-Sali-
cion herbaceae.
b. Snœnarvagras sveit (Phippsietum algidae).
54. Snœnawagras-lœkjafrœhyrnu hverfi (Phippsia algida-Cerastium
cerastoides soc.) (Tab. XIX. A—B, 4—7).
Af öllum gróðursveitum háplantna hér á landi gerir þessi sveit
minnstar kröfur til sumarlengdar, að minnsta kosti umrætt hverfi
hennar. Hverfið er einungis á þeim stöðum, sem snjór liggur lengst,
einkum þó í grennd við fannir, sem liggja allt sumarið, þar sem leys-
ingavatn sígur fram án afláts. Gróður er ósamfelldur, háplönturnar á
stangli innan um grjót og mosaskellur. Mest ber á dökkum blaðmos-
um, en þar sem þurrast er eru snjómosaskorpur (Anthelia). Sums stað-
ar eru dýjamosa þúfur (Philonotis) meðfram rennandi vatni. Ekki
verður bent á beinan skyldleika þessa gróðurhverfis við önnur gróður-
hverfi, nema helzt við rjúpustarar hverfið en ekki eru nægar athugan-
8*
TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓra 115