Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.03.1965, Page 122
fellur lækjarseyra. Að henni liggur mjó rönd með dýjamosa (Philo-
notis). í mosanum vaxa fáeinar plöntur af heiðadúnurt (Epilobium
Hornemanni), fjallapunt (Deschampsia alpina) og klóelftingu (Equi-
selum arvense). Botn dældarinnar þar út frá er flatur og mýrlendur,
Tafla XIX. 8. Mest þekja þar stinnastör (C. Bigelowii) og hengistör
(C. rariflora) en mest ber á klófífu (Eriophorum angustifoloium), þótt
flötur hennar sé minni en staranna. Hlíðar bollans skiptast greinilega
í tvö belti. Neðra beltið nær upp undir rniðja brekkuna, finnungur
(Nardus stricta) drottnar þar (Tafla XIX. 9). Mikið ber einnig á ilm-
reyr (A. odoratum) og hálíngresi (A. tenuis). Nokkuð er af hlíðamaríu-
stakk (Alchemilla vestita) og blágresi (Geranium silvaticum). Efra belt-
ið (Tafla XIX. 10) er hreint aðalbláberja hverfi (Vaccinietum Myr-
tilli). Mörkin milli beltanna eru svo
skýr, að naumast sést planta af aðalblá-
berjalyngi fyrir neðan þau eða af finn-
ungi fyrir ofan. Athuganirnar voru gerð-
ar í þeirri kinn bollans sem rneira vissi
gegn suðri. í hinni kinninni, sem hallar
meira til norðurs, eru mörkin ekki jafn-
skýr. Þar gætir finnungs minna í neðra
beltinu en í hinni kinninni, en ilmreyr
og hálíngresi verða ríkjandi, bæði í gróð-
nrsvip og fleti. Snjódældir af þessu tagi
eru algengar á þessum slóðum, en sjald-
an sá ég jafn glögg beltaskil og þarna. Má vera það stafi af því, hve
brekkan er þarna brött og skaflamörkin verða mjög skýr.
í Öxnadalsbrún á Bárðdælaafrétti. Hæð um 600 m.
Lækjargróf, kinnungur rnóti austri. 14. md. sýnir afstöðu belta. 1
er lækur. 2 er flati í gilbotninum með miklum dýjamosa (Philonotis)
en strjálum háplöntum. Helztu tegundir eru hálmgresi (Calamagrostis
neglecta) og stinnastör (C. Bigelowii). Tíðnitölur í eftirfarandi upp-
talningum eru áætlaðar eftir Raunkíærs aðferð.
I-Iálmgresi (Calamagrostis neglecta) .... 10 klófífa (Erioph. angustifolium) . 4
stinnastör (C.arex Bigelowii)............. 8 klóelfting (Equisetum arvense) .. 4
fjallafoxgras (I’hleum commutatum) ... 4 hrossanál (Juncus halticus) ..... 2
4. Efri Hraunárbotnar, Bárðdælaafrétti. Hæð um 700 m.
Þarna er raunverulega ekki um að ræða snjódæld í venjnlegri
118 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði
14. mynd. SnjódeelA i Öxnadal.