Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Page 7

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Page 7
STEINDÓR STEINDÓRSSON frá Hlöðum: HELGI JÓNSSON DR. PHIL. ALDARMINNING 1867 - 11. APRÍL - 1967. Inngangur. Allt fram á þriðja tug þessarar aldar voru þeir furðufáir íslending- arnir, sem lögðu stund á náttúruvísindi. Var það raunar engin furða, því að ekki veitti það nám mikla afkomumöguleika. Naumast var held- ur hægt að segja, að æðsta menntastofnun landsins, latínuskólinn gamli, ýtti undir ástundan þeirra fræða. Náttúrufræði var þar lítið rúm ætlað, og raunar er það ekki fyrr en 1885, að sérmenntaður náttúrufræðingur tekur þar við kennslu, þegar Þorvaldur Thoroddsen kont þangað norð- an frá Möðruvöllum. En svo bregður þá við, að skönnnu þar á eftir ráðast þrír stúdentar til náms í náttúrufræði á árunum 1889—91. Urðu þeir allir víðkunnir utanlands og innan og doktorar í sérgreinum sín- um. Þetta voru þeir Bjarni Sæmundsson (1889), Helgi Jónsson (1890) og Helgi Péturss (1891). Tveir þeirra, Bjarni og Helgi Jónsson eiga aldarafmæli á þessu ári, Helgi 11. en Bjarni hinn 15. apríl. Aftur var Helgi Péturss 5 árum yngri, fæddur 1872. Minnst kunnur þessara þremenninga hel'ur Helgi Jónsson orðið, enda varð hann skammlífastur þeirra, og auðnaðist ekki að leysa af hendi slík brautryðjendastörf sem þeir félagar hans, eða ef til vill væri réttara að segja, að vísindastörf hans hafi ekki gengið eins í augun og afrek hinna tveggja. Það mun naumast nokkur hending, að þessir þrír menn ráðast til náttúrufræðináms um þessar mundir. Þar mun glögglega mega kenna áhrifin frá Þorvaldi Thoroddsen, sem í senn var þá þaulreyndur kenn- ari og sú list lagin, að vekja nemendur sína eigi síður en fræða þá. Ekki var þó eftir feitum embættum að slægjast eða öðrum veraldar- frama fyrir íslenzkan náttúrufræðing á þessum árum eins og raunar lengi síðan. Tvö embætti voru til í landinu, ætluð náttúrufræðingum TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÚra 5
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.