Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Page 8

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Page 8
öðruni fremur, en það voru kennarastöðurnar í Latínuskólanum og á Möðruvöllum, livorugt vel launað og um þessar mundir setin af mönn- um á bezta aldri, þeim Þorvaldi Tlioroddsen og Stefáni Stefánssyni. Enda sýnir saga Helga Jónssonar það, að hve litlu var að liverfa fyrir íslenzkan náttúrufræðing á þeim árum. Æviatriði. Helgi Jónsson fæddist að Miðmörk undir Eyjafjöllum 11. apr. 1867. Foreldrar hans voru Jón Bjarnason prestur og kona lians Helga Árna- dóttir. Skildu Jrau hjón samvistir skömmu síðar. Helgi var yngstur fjögurra barna, sem upp komust, voru þau ein dóttir og tveir synir aðrir, sem báðir urðu þjóðkunnir menn, síra Magnús Bl. Jónsson í Vallanesi og Bjarni alþingismaður frá Vogi, en faðir þeirra hjó um skeið í Vogi á Fellsströnd. Síra Jón Bjarnason var talinn gáfumaður, en virðist hafa verið nokkuð laus í rásinni. Skipti hann oft um dvalarstaði, Jrjónaði t. d. alls 5 prestaköllum í tveim landsfjórðungum, og var auk Jress hóndi um skeið, en hjó seinast embættislaus í Reykjavík. Hann var áhugamaður um stjórnmál og gaf út nokkra pólitíska pésa, og fékkst einnig við skáldskap. En annt lét hann sér um menntun sona sinna, og má það Jrrekvirki kallast af félitlum sveitapresti að kosta þrjá syni til embættis- náms, einn á Prestaskólann en tvo til háskólans í Kaupmannahöfn. Ekki er mér kunnugt um uppvaxtarár Helga Jónssonar, en þeim mun liafa verið líkt farið og annarra sveitapilta um J^ær mundir. En snemma mun menntabraut hans hafa verið ráðin, og 19 ára að aldri settist hann í 3. hekk Latínuskólans í Reykjavík. Reyndist hann góður námsmaður, en þó heilsuveill löngum, var oftast ofarlega í sínum bekk og lauk stúdentsprófi með fyrstu einkunn 1890. Einkunnir lians eru tiltölulega jafnar, nema ágætiseinkunn hlaut hann í eðlis- og stjarn- fræði. Námsgrein hans í háskóla mun hafa verið ráðin þegar á skólaárun- um. Var hann þá jregar ötull að safna plöntum, og vekja áhuga skóla- bræðra sinna á þeim fræðum, segir skólabróðir hans Árni Thorsteins- son, að vegna samvistanna við Helga hafi hann tekið að safna plönt- um í skóla og eignast þá fallegt plöntusafn. Á þessum árum var nátt- úrufræðifélagið Mímir stofnað af nemendum Latínuskólans, og var Helgi einn af forgöngumönnum Jress. Starfaði það síðan um langan aldur. Frá stúdentsprófi sigldi Helgi til Hafnar og hóf þar nám í náttúru- 6 Flóra - tímarit um ísi.enzka grasafræði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.