Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Qupperneq 12

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Qupperneq 12
væri spöruð, tókst þó ekki að safna nema unr 20 þúsund krónum áður en Helgi féll frá, og lítið bættist við eftir það. Hins vegar rann and- virði grasasafns Helga, sem ríkið keypti að honum látnum, í sérstakan sjóð, sem er í sambandi við Eggertssjóðinn undir umsjá Náttúrufræði- félagsins. Heitir hann Dánargjöf dr. Helga Jónssonar, og var stofnfé hans 10 þús. krónur. Árið 1907 skrifaði Helgi grein í Búnaðarritið, þar sem liann hvatti til þess, að komið yrði upp grasgarði í Reykjavík og sýndi fram á fræði- legt gildi hans og að hann rnætti verða mikil bæjarprýði. Komu hann og Einar Helgason upp vísi að slíkum garði í Gróðrarstöðinni í Reykja- vík, en það fyrirtæki fékk engan byr stjórnarvalda og lognaðist út af. Helgi Jónsson andaðist 2. apríl 1925 úr ákafri botnlangabólgu, og skorti þá tvö ár í sextugt. Vísindastörf. Eins og undanlarandi yfirlit sýnir, var ævi Helga Jónssonar ekki rík að ytri viðburðum. Saga lians er saga kyrrlátra vísindastarfa, rann- sókna og ritverka, en á því sviði hefur hann reist sér varanlegri bauta- stein en margir þeirra, sem rnest láta á sér bera og hæst gala á vett- vangi þjóðlífsins. Þess var áður getið, að aðalstarfsár hans voru Hafnarárin frá 1896— 1906. Að vísu kom doktorsritgerð hans ekki út fyrr en 1910, en mun undirbúin að mestu á þessum árum. Þá fer hann einnig flestar rann- sóknarferðir sínar og skrifar um þær jafnóðum, mest í Botanisk Tids- skrift bæði á dönsku og ensku, en einnig nokkuð á íslenzku. Eftir 1910 gaf hann ekki út aðrar vísindaritgerðir en endurbætta og aukna útgáfu af doktorsritgerðinni og tvær stuttar ritgerðir aðrar. Um rannsóknir þær, er hann síðar gerði birtist ekkert, nerna örstutt yfirlit um sjald- gæfar tegundir í Skýrslu Náttúrufræðifélagsins. Rannsóknir og rit dr. Helga falla í tvo þætti, annars vegar um æðri plöntur og gróðurfræði en hins vegar um sægróðurinn. Skal nú getið hinna helztu þeirra. Um fyrstu rannsóknirnar á Austurlandi samdi liann þrjár ritgerðir. Hin fyrsta þeirra og jafnframt hið fyrsta, er eftir hann birtist, var Vaar- og Vinterekskursioner i Öst-Island. Lýsir hann þar athugunum sínum á því hversu plönturnar bjuggust við vetrinum, og aftur með hverjum hætti gróandin fór fram að vorinu. Einnig er þar lýst nákvæmlega vetr- arbúnaði um nær 20 tegunda, sem hann skoðaði yfir veturinn. Efni þetta var nýstárlegt hér á landi, en var um þessar mundir mikið áhuga- 10 Flóra - TÍMARIT UM ÍSLENZKA GKASAFRÆÐI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.