Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Blaðsíða 15
Ekkert verður um það fullyrt, livað ráðið hefur vali hans á því
verkefni. En benda má á það, að þegar Helgi byrjar rannsóknir sínar
var Stefán Stefánsson langt kominn að semja Flóru íslands, og verk-
el'nin ekki eins brýn um háplöntuflóruna. En þörungarnir voru óplægð-
ur akur með öllu. Vera má einnig, að L. Kolderup Rosenvinge, sem
fyrr var getið hafi hvatt hann til þessa starfs, en góð samvinna var stöð-
ugt milli þeirra. Þá var og jafnaldri Helga, F. Börgesen tekinn til við
rannsókn á þörungagróðri í norðurhöfum, m. a. við Færeyjar og unnu
þeir nokkuð saman. Loks má minnast þess, að vinur Helga og skóla-
bróðir, Bjarni Sæmundsson var þá ráðinn í að gerast fiskifræðingur,
og kann vel að vera, að það hafi einhverju ráðið um að Helgi sneri sér
að sægróðrinum.
Hvað sem þessu líður er Jrað víst, að þegar á háskólaárunum var
Helgi tekinn að fást við rannsóknir á sæþörungum við ísland og liélt
hann jrví áfram næstu árin. Arangur þeirra rannsókna birtist fyrst í
Botanisk Tidsskrift á árunum 1901—1903 í ritgerðinni The marine
Algae of Iceland I—IV. Var ritgerð Jressi allstór bók. Þarna eru taldar
allar þær tegundir sæþörunga, sem kunnar voru þá við strendur lands-
ins alls 197, og hafði Helgi fundið fjölda Jreirra fyrstur manna, og nokkr-
ar eða afbrigði þeirra voru nýjar fyrir vísindin. Gerð er þar grein fyrir
útbreiðslu tegundanna, vaxtarstöðum og lífsháttum, og einnig skýrt frá
ef eitthvað var sérkennilegt í gerð Jreirra og útliti, og það skýrt með
teikningum. Auk þess, sem Helgi liafði sjálfur safnað, hafði liann einn-
ig kannað önnur þörungasöfn frá íslandi, endurskoðað og gagnrýnt
eldri ákvarðanir, og borið íslenzku tegundirnar saman við þörunga ná-
grannalandanna. Rit Jretta var að dómi hinna sérfróðustu manna mjög
vel gert, „et omhyggeligt og samvittighedsfuldt Arbejde" kallar pró-
fessor Rosenvinge það. Og var sæþörungaflóra íslands Jrá betur könnuð
en flestra nágrannalandanna.
Þegar Jressu verki var lokið, var Helga falið að vinna úr miklu Jrör-
ungasafni frá Austur-Grænlandi. Gerði hann því lík skil og íslenzku
þörungunum í ritgerð, sem birtist í Meddelelser om Grönland, og er
þar gerð grein fyrir 114 tegundum og einnig segir hann frá nokkrum
tegundum frá Jan Mayen í sérstakri ritgerð, en Jreir heyrðu til sama
safni. Einnig Jrarna var lýst nokkrum nýjum tegundum.
Þá samdi Helgi ásamt F. Börgesen ritgerð um útbreiðslu sæþörunga
í Norður-íshafi og Norður-Atlantzhafi, og kom lnin út sem viðauki við
ritsafnið The Botany of Faeröes 1905. Var Helgi þá tvímælalaust einn
hinn fróðasti maður samtíðar sinnar unr sæþörunga í Norðurhöfum.
Ritgerðir þær og rannsóknir, sem nú eru taldar, verða síðan undir-
TÍMARIT UM b'I.KNZKA GRASAFRÆÐI - FlÓra 13