Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Side 25

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Side 25
Inn frá syðsta hluta Hvannnsfjarðarbotns, en þar kallast Lækjar- skógafjörur, liggur láglendi eigi alllítið norðan Haukadalsár og eru þar víða þýfðar mýrar eða bleytur. Hinn eiginlegi Haukadalur byrjar aust- an þjóðvegarins yfir Haukadalsá og liggur í austur. Dalurinn liggur mjög lágt yfir sjó, 40—60 m. Hann er nokkuð breiður neðan til og háir hálsar eða fjöll til beggja handa. Neðst í dalnum er stöðuvatn (37 m y. s.), um 4 km á lengd og y4 km á breidd. Það er Haukadalsvatn; er það djúpt mjög og vantar háplöntugróður. Austan vatnsins eru allvíð- áttumiklar valllendissléttur og lítt grónar grjóteyrar með fram ánni. Austurströnd vatnsins er víða sendin með strjálum gróðri eða gróður- laus. Inn hjá bænum Núpi þrengist dalurinn svo mjög, að hann nálega lokast, en víkkar svo nokkuð aftur. Skanmit fyrir innan innstu bæi þver- beygir hann í suður. Hæð aðliggjandi fjalla er ekki mikið yfir 700 m Dg þaðan af minni; sunnan vatnsins eru hlíðar dalsins undir 250 m á hæð. Jarðvegur er víða grunnur í Haukadal; má víða sjá berar klappir allt til láglendis. Kemur lagskipting blágrýtisins óvíða jafn glöggt fram og liér. Stallur tekur við af stalli upp eftir hlíðunum, en einkum er þetta mest áberandi í dalþrengslunum. Sunnan til eru dalbrúnirnar sums staðar með hengibjörgum og niður frá þeim ganga djúp gil með bröttum börmum og stórgrýttum botni, þar sem ískalt fjallavatnið leggur leið sína um. Þarna una fjallaplöntur sér ágætlega, þó ekki sé það hátt yfir sjó. Sums staðar eru hlíðarnar, einkum miðdælis að norð- anverðu, mjög kvosóttar og því skjólsamar; þar er því fjölbreyttur og stórvaxinn gróður. Skammt innan við bæinn Harnra er lítið, grýtt svæði, þar sem vatn kemur upp úr jörðinni og sitrar hægt á milli steinanna. Til að sjá er þetta svæði dökkt í fagurgrænu umhverfi. Þegar að er kom- ið sést, að staðurinn er nærri gróðurlaus og smágert, hvítt uppleysan- legt hrím á steinunum. Vex þar aðeins ein strandjurt (sjá sérflóruna). í suðaustur af Lækjarskógafjörum gengur Miðdalaláglendið (20 til 40 m y. s.), sem nær óslitið að Tunguá, er fellur í Miðá nokkru fyrir norðan Sauðafell. Láglendi þetta er þýft og raklent eða mýrlent að und- anskildum þurrum bökkum niður með Miðá. Er víða grösugt þarna og <------- ----- Rannsóknarsvceðið og nágrenni. O Fundarstaður Carex pallescens. A — Sparganium angustifolium. • — Ruppia maritima. TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓra 23
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.