Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Page 36

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Page 36
ill skógur, þar sem ekki sér hríslu lengur. Svo segir í Laxdælu (íslend- ingasagnaútg. 1946): „Nökkuru ofar en Höskuldsstaðir eru, fyrir norðan Laxá, þar var höggvit rjóðr í skóginn . . . .“ (bls. 67). „Þann vetr, er Óláfr bjó fyrst í Hjarðarholti .... Fjósit var brott í skóg eigi allskammt frá bænum." (Bls. 68.) „Þeir riðu inn hjá Ljárskógum ok hjá bæjum þeim, er í Skógum heita, .... Þeir hurfu í brott í hrískjörr nökkur, á meðan þeir dvölð- ust í Skógum." (Bls. 143.) „. . . . létta eigi fyrr en þau koma í Sælingsdal, þá er nökkut var morgnat. Skógr þykkr var í dalnum í þann tíð.“ (Bls. 169.) „Guðrún Ósvífrsdóttir fór heiman þat sumar at tvímánuði ok inn í Dali. Hon reið Þykkvaskóg.“ (Bls. 180.) A rannsóknarsvæði mínu eru skógarleifar hverfandi litlar. Helztar þeirra er Fellsendaskógur í mynni Reykjadals. En tæplega er hægt að tala um skóg, því að óvíða munu hríslurnar vera mikið yfir 2 m á hæð. Norðan við Reykjadalsmynnið er töluvert skógarkjarr í brattri hlíð' í 100—150 m hæð y. s. Kjarrið er liér nokkuð þétt, en kræklótt og ekki beinvaxið vegna hallans og nokkurs snjóþunga að vetrinum. Þarna í brekkunum sá ég aðeins á einum stað Betula nana við hliðina á litlum birkibuska, og einnig bastarð þessara tveggja tegunda. Óx hann hér mitt á milli foreldranna. Kjarrið í dalsmynninu nær inn fyrir svo nefnt Kálfagil; það er nær hallalaust og nokkuð lægra yfir sjó en hlíðarkjarrið. Væri það því vel fallið til friðunar. En auðsætt er, að skepnur herja þarna sýknt og lieil- agt; þó hefur kjarrinu farið töluvert fram síðustu áratugi. Á nokkuru svæði er skógurinn í buskum með stórum, grasigrónum rjóðrum á milli. Einn 2ja metra liáan buska sá ég nreð 15—20 skástæðum greinum. Var gildleiki hverrar þeirrar 15—25 cm, 25 cm frá jörðu. Þvermál krónunn- ar á hvorn veg var sem næst 4 metrum. í byrjun ágúst, er ég var þarna á ferð, mátti víða sjá þroskaða kvenrekla á birkinu, en blöðin voru sums staðar uppvafin af völdum skógarmaðksins. Botngróður birki- kjarrsins var aðallega sem liér segir: Agrostis tenuis. Anthoxanthum odoratum. Coeloglossum viride. Galium boreale. G. pumilum. Galium verum. Geranium silvaticum. Hierochloe odorata. Ranunculus acris. Rubus saxatilis. 34 Flóra - tímarit um íslenzka orasai r.eui
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.