Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Síða 36
ill skógur, þar sem ekki sér hríslu lengur. Svo segir í Laxdælu (íslend-
ingasagnaútg. 1946):
„Nökkuru ofar en Höskuldsstaðir eru, fyrir norðan Laxá, þar var
höggvit rjóðr í skóginn . . . .“ (bls. 67).
„Þann vetr, er Óláfr bjó fyrst í Hjarðarholti .... Fjósit var brott í
skóg eigi allskammt frá bænum." (Bls. 68.)
„Þeir riðu inn hjá Ljárskógum ok hjá bæjum þeim, er í Skógum
heita, .... Þeir hurfu í brott í hrískjörr nökkur, á meðan þeir dvölð-
ust í Skógum." (Bls. 143.)
„. . . . létta eigi fyrr en þau koma í Sælingsdal, þá er nökkut var
morgnat. Skógr þykkr var í dalnum í þann tíð.“ (Bls. 169.)
„Guðrún Ósvífrsdóttir fór heiman þat sumar at tvímánuði ok inn í
Dali. Hon reið Þykkvaskóg.“ (Bls. 180.)
A rannsóknarsvæði mínu eru skógarleifar hverfandi litlar. Helztar
þeirra er Fellsendaskógur í mynni Reykjadals. En tæplega er hægt að tala
um skóg, því að óvíða munu hríslurnar vera mikið yfir 2 m á hæð.
Norðan við Reykjadalsmynnið er töluvert skógarkjarr í brattri hlíð' í
100—150 m hæð y. s. Kjarrið er liér nokkuð þétt, en kræklótt og ekki
beinvaxið vegna hallans og nokkurs snjóþunga að vetrinum. Þarna í
brekkunum sá ég aðeins á einum stað Betula nana við hliðina á litlum
birkibuska, og einnig bastarð þessara tveggja tegunda. Óx hann hér
mitt á milli foreldranna.
Kjarrið í dalsmynninu nær inn fyrir svo nefnt Kálfagil; það er nær
hallalaust og nokkuð lægra yfir sjó en hlíðarkjarrið. Væri það því vel
fallið til friðunar. En auðsætt er, að skepnur herja þarna sýknt og lieil-
agt; þó hefur kjarrinu farið töluvert fram síðustu áratugi. Á nokkuru
svæði er skógurinn í buskum með stórum, grasigrónum rjóðrum á milli.
Einn 2ja metra liáan buska sá ég nreð 15—20 skástæðum greinum. Var
gildleiki hverrar þeirrar 15—25 cm, 25 cm frá jörðu. Þvermál krónunn-
ar á hvorn veg var sem næst 4 metrum. í byrjun ágúst, er ég var þarna
á ferð, mátti víða sjá þroskaða kvenrekla á birkinu, en blöðin voru
sums staðar uppvafin af völdum skógarmaðksins. Botngróður birki-
kjarrsins var aðallega sem liér segir:
Agrostis tenuis.
Anthoxanthum odoratum.
Coeloglossum viride.
Galium boreale.
G. pumilum.
Galium verum.
Geranium silvaticum.
Hierochloe odorata.
Ranunculus acris.
Rubus saxatilis.
34 Flóra - tímarit um íslenzka orasai r.eui