Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Qupperneq 41
bington 1871); en þar sem ekkert eintak al tegunrlinni er til í söfnum er álitið, að
hér hafi verið um ranga athugun eða ranga nafngreiningu að neða. Tegundina fann
ég í ídeigu blómlendi, 50—60 m y. s. — Rétt austan við áðurnefndan bæ er hlaðinn
túngarður úr grjóti. í norðaustur frá bænum ofan við garðinn og andspænis fjárrétt
áfastri við hann er skjólsæl hvilft, cr snýr mót suðvestri. í þessari hvilft og umhverfis
hana óx störin, og sums staðar allþétt. Allt vaxtarsvæðið hefur naumast verið meira
en 100 m-'. í sunnanverðu túninu á Hrafnabjörgum sá ég tegundina einnig, en í smá-
um stíl. Ekki heppnaðist mér að finna stör þessa annars staðar, en sennilega er hún
víðar í Hörðudal. Er ég safnaði tegundinni í júlílok, var hún byrjuð að þroska aldini
og hafði auðsjáanlega blómgazt prýðisvel. — Hér fer á eflir lýsing á störinni, er ég
gerði eftir íslenzku eintaki.1)
Strá og blaðsprotar í ljósgnenum toppum. Stráin 1—4 saman, beinvaxin eða
íbogin, mjög grönn, snörp og hvassþrístrend. Bliiðin fremur slyttuleg, löng og flöt,
með lítið eitt niðursveigðum röðum, hærð að minnsta kosti neðan til. Slíðrin
hærð. Karlaxið I, leggstutt, um 10 mm langt, gulbrúnt að lit. Kvenöxin 2—3,
þéttblóma, 1—1,3 cm löng, en 2 hin efri náin. Oll öxin leggjuð, upprétt í fyrstu,
cn drúpa lítið eitt, er aldinin taka að þroskast. Neðsta stoðblaðið þroskalegt,
miklu lengra en stráið. Næstneðsta stoðblaðið oftast þverhrukkólt neðst. Axhlífar
kvenblómanna egglaga, mjög ljósbrúnar og með grænni miðtaug, yddar, lítið eitt
styttri cn hulstrið. Hulstrið langsporlaga, trjónulaust, með greinilegum taugum,
einkum við þurrkinn, gra’ngult og gljáandi í fyrstu, en verður íbrúnt með aldrin-
um. Frænin 3. Hæð 15—40 ctn.
C. pallesccns er útbreidd um mestan hluta Evrópu, alveg uorður fyrir 70.
breiddarstig í Skandinavíu. I Ölpunum vex hún upp í 2200 m hæð y. s. I>ó cr lnin
ekki kunn frá I’ýreneaskaga, Sikiley né frá Færeyjum eða eyjum í Norðursjó, og
er fáséð í Grikklandi. Þá vex lnin í tempraða belti Norður- og Vestur-Asíu, svo
og í Norður-Ameríku. Ofundin á Alaska og Grænlandi.
Þessa nýfundnu stör hef ég nefnt gljástör á íslenzku.2)
69. C. vaginata Tausch, slíðrastör — Víða. Nót: Kvennabrekka, Gunnarsstaðir.
70. C. liinosa L., flóastör — Aðeins fundin á 1 stað. Sfn: Kvennabrekkumýrar (25/7). H.
28 cm.
71. C. rariflora (Wg.) Sm.. hengistör — Alg. Nót: Gunnarsstaðir.
72. C. rostrata Stokes, tjarnastör — Á n. st. Sfn: Satiðafell (24/7). H. 37 cm, með 3 karl-
öxum og 3 kvenöxum. Nót: Kvennabrekka.
73. C. saxatilis L., hrafnastör — Á n. st. Sfn: Lækjarskógaflóinn (28/7). H. 34 cm. —
Klömbrumýrar, hjá bænum Skarði (4/8). H. 32 cm. Nót: Brautarholt.
74. C. fusca All., inýrastör — Alg. Mjög breytilcg hér sem anuars staðar. Þar sem engin
gagngerð rannsókn hefur farið fram á stör þessari og breytileik hennar hér á landi,
verð ég að skipa afbrigðum hennar undir aðaltegund eins og verið hefur hingað til.
Þó tel ég rétt að drepa á eitt dálítið sérkennilegt afbrigði, er óx í þurru mólendi
skainmt frá Fcllsenda (Sfn: 1/8). Samkvæmt teknum eintökum leit plantan út á eftir-
farandi hátt:
Stöngullinn grannur og fremur læpulegur, oft eilítið S-boginn, lítið eitt
snarpur uppi við axið. Blöðin mjög mjó og oddlöng. Kvenöxin 2, stutt og gild,
eða nærri hnattlaga. Hulstrin allmiklu lengri en axhlífarnar — stundum 2-falt
lengri, langsporlaga, odddregin, greinilega rifjuð. Renglur mjög stuttar. Hæð
20 cm.
') Lýsing þessi ásamt myndinni, sem hér fylgir og upplýsingum um vaxtarstað tcgund-
arinnar, birtist í Náttúrufr., 19. árg. (1949), bls. 136.
") 10 árum eftir að ég fann gljástörina, rakst ég á cinlak af henni í óákvörðuðu jurta-
safni. Eintak þelta hafði fundizt sumarið 1947 að Hvammi undir Eyjafjöllum. (Náttúrufr.
31. árg., 1961, bls. 143).
TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÚra 39