Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Page 54
Kornsúra vex upp i gegn urn hálfs fets þykkan is í jaðri snjósltafls á Hámundar-
staðahálsi.
JURTIR VAXA GEGNUM FÖNN.
Síðastliðið sumar (1967) kom ég þann 24. ágúst að fönn sem lá í um það bil 500
m h. norðaní Hámundarstaðahálsi. Allmargar plöntutegundir uxu við fannarjaðar-
inn, t. d. grasvíðir, sauðamergur, lambagras, fjallapuntur, fjallasveifgras, mosalyng,
klóelfting, stinnastör, blóðberg og kornsúra, og sennilega hafa flestar þeirra einnig
verið undir fönninni. Flestar voru tegundir þessar byrjaðar að vaxa í nokkurra feta
fjarlægð frá fönninni, og sumar voru jafnvel byrjaðar að vaxa alveg við fannarbrún-
ina, þar á meðal kornsúra og klóelfting. Ekki nóg með það heldur uxu þessar tvær
tegundir á stöku stað gegnum fannarjaðarinn, sem var gerður úr eins konar ís.
Mátti þannig sjá mjóslegin ljósrauð eða gul blöð kornsúrunnar, koma upp úr ísn-
um, jafnvel allt að metra innan við skafljaðarinn, en þykkt íssins þar taldist mér
vera um 10—15 sm. Klóelftingin óx yfirleitt nær jaðrinum, þar sem þynnra var í
gegnum ísinn. Virðist af þessu, sent jurtirnar bræði ísinn frá sér, um leið og þær
vaxa, en sá möguleiki er einnig fyrir hendi, að þær leiti uppi mjóar smugur í ísinn
og vaxi í gegnum Jjær, en slíkar smugur gætu t. d. stafað frá stráum, sem vaxið
hefðu Jiarna á fyrra ári, eða fokið í snjóinn er hann myndaðist. Ekki tók ég samt
eftir neinum slíkum smugum í ísnum.
Fróðlegt var að athuga laufgun grasvíðisins þarna, en Jtar sem hann kom und-
an snjónum, var ekki sjáanlegur vottur að Jrrútnun brumanna. í um eins metra
fjarlægð voru Jtau orðin greinilega Jirútin og farið að sjást á græna blaðbroddana.
en fyrst í um 4—5 m fjarðlæg var liann allaufgaður. Sumar grasvíðisins verður ])ví
stutt á Jiessum stað, eins og raunar víðar, og varla kemur til mála að þarna sé á
liverju sumri svo mikil fönn. Hins vegar virðist mega álykta af þessu dæmi, að eitt
til tvö sumur undir fönn vakli sumum áðurnefndra plantna ekki verulegum skaða.
H.Hg.
52 Flúra - tímarit um ísle.nzka grasafræði