Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Síða 55
STEINDÓR STEINDÓRSSON frá Hlöðum:
UM HALENDISGROÐUR ISLANDS
FJÓRÐI HLUTI.
6. KJARR
(Shrub vegetation)
Kjarr jrað, sem hér verður lýst frá hálendinu er mjög skylt heiða-
gróðrinum, en greinir sig þó frá honum á þann liátt, að gulvíðir (Salix
phylicifolia) eða birki (Betula pubescens) eru þar drottnandi tegundir.
I runnaheiðinni er gulvíðir sjaldgæfur og ætíð lágvaxinn, en birki sézt
þar ekki. Einnig kemur þar til, að runnar þessir, þótt lágvaxnir séu,
mynda greinilegt kjarrlag (shrub layer) ofar gras- og smárunnalaginu.
í gróðurlendum þeim, sem lýst hefur verið hér á undan, runnaheið-
inni sem öðrum, hefur aldrei verið um nema tvö gróðurlög að ræða,
svarðlag og graslag, og oft hafa lög þessi runnið saman í eitt. í kjarr-
lendinu bætist þriðja lagið við, kjarrlagið, sem hefur sig 50—70 sm yfir
jörðu og stundum jafnvel allt í einn metra. Þess er þó að gæta, að svo
hátt yfir sjó, sem rannsóknarsvæði þessi liggja, er kjaiTlendi sjaldgæft,
og er kjarrið oft svo lágvaxið, að mörkin milli þess og runnaheiðarinn-
ar verða næsta ógreinileg. Vafasamt er livort fullréttmætt sé að tala um
sjálfstæð gióðurhverfi innan kjarrsins, að minnsta kosti geta hinar fáu
athuganir, sem hér um ræðir ekki skorið úr því til fulls, þótt tilraun sé
til þess gerð. Þess skal þó getið, að eftir að þessar rannsóknir voru gerð-
ar, hefi ég athugað greinilegt kjaixlendi einkum víðikjarr á allmörg-
um stöðum, t. d. á Hrunamannaafrétti og Arnarvatnsheiði. Kjarrlend-
ið er tvenns konar og allsóskylt, víðikjarr og birkikjarr.
A. Gulvíðikjarr.
a. Gulvíðisveit (Salicetum phylicifoliae).
Skilyrði þess að gulvíðir (S. phylicifolia) nái þeim þroska, að hann
fái myndað kjarr, þótt ekki sé nema lágvaxið, eru að jarðvegur sé rak-
tímarit um íslenzka grasafræði - Flóra 53