Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Side 56
ur og vatnið á hreyfingu. Þannig vex liann oft á lækjabökkum og um-
liverfis uppsprettur, einnig í hallandi mýrajöðrum eða við stöðuvötn.
Sjaldan verða slík gulvíðikjörr víðlend í liálendinu, heldur eru jrau að
jafnaði í mjóum beltum, eða nokkuð umfangsmiklir runnar, og gras-
lendi eða lieiði á milli þeirra. Sjaldan verður víðirinn meira en metri
á hæð, og oftast ekki nema 50—70 cm. Venjulega er víðikjarrið þétt, en
þó er þar alltaf samfelldur undirgróður. Mest gætir jrar grastegunda,
en þó ber oft mikið á runnunum loðvíði (S. lanata), grávíði (S. glauca)
og fjalldrapa (Belula natia). Oft eru blómjurtir áberandi. Snjór mun
að jafnaði liggja alllengi í víðikjarrinu.
Norclhagen (1943 p. 342) lýsir skyldu gulvíðikjarri, sem eins og hér
vex með ám og lækjum. Einnig lýsir Kalliola kjarri í Norður-Finnlandi
frá samsvarandi vaxtarstöðum. Þar er gulvíðir þó ekki ætíð drottnandi,
og undirgróður með öðrum liætti, en í hálendinu hér, en mun }x> ekki
óskyldur jrví, sem er t. d. í Slútnesi í Mývatni. Ekki eru nægar athug-
anir fyrir liendi, sem skeri úr, hvort víðikjarr hálendisins skuli teljast
sjálfstæð gróðurhverfi eða einungis afbrigði víðikjarrsins í láglendinu,
en láglendiskjarrið hygg ég hiklaust megi teljast til „Vierkratt av mjöd-
urt typen“ (Nordhagen 1. c.).
80. Gulviði-bugðupunts hverfi (Salix phylicifolia-Deschampsia flexu-
osa soc. (Tab. XXXIII. A-B 1-3).
Athuganir á gróðurhverfi jressu eru frá Bárðdælaafrétti og Kili, en
á báðum þeim rannsóknarsvæðum er Jrað allvíða, þótt ekki sé um stórt
svæði að ræða. Kjarrið er frá 30—60 sm hátt og víðast mjög þétt. Bugðu-
punturinn (D. flexuosa) er alls staðar þéttvaxinn og þekur mikinn hluta
kjarrsvarðarins. Aðrar algengustu tegundirnar eru: hálíngresi (Agrostis
tenuis), stinnastör (Carex Bigelowii), brjóstagras (Thalictrum alpin-
um) og hvítmaðra (Galium pumilum). Tegundafjöldinn er allbreyti-
legur í blettunum, og sama er að segja um hlutföll tegundaflokka og
lífmynda. Athyglisvert er þó, hve E% er hátt, en Ch% lágt. H er ríkj-
andi lífmynd.
Einstakir blettir:
Blettur XXXIII. 1. Tjarnheiði á Kili, hæð um 460 m í alldjúpu
lækjardragi. Lækurinn mun þó Jrorna í langvinnum þurrkum. Kjarrið
er 35—45 sm hátt. Tegundir eru margar. Mikið ber þar á bláberjalyngi
(Vaccinium uliginosum), Iiálíngresi (A. tenuis), ilmreyr (Anthoxanth-
um odorotum), loðvíði (Salix lanata) og mýrfjólu (Viola palustris).
Kjarrið er í mjóu belti meðfram lækjarfarveginum, en umhverfis það
54 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði