Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Qupperneq 59
inn 10 sm að unnnáli við rót. Sá hluti stofnsins, sem næstur var rót-
inni, óx í dálitlum sveig upp frá jörðu, en um 70 sm frá rótinni lagðist
hann þétt niður að jörðinni og breiddi þar út greinarnar þétt með gras-
sverðinum og skaut frá þeim rótum. Hríslan var greinmörg og því all-
mikil ummáls. Greinendarnir voru lítið eitt uppsveigðir.
82. Birki-bugðupunts hverji (B. tortuosa-Deschampsia flexuosa soc.).
(Tab. XXXIII. A-B 5).
Athugun sú, sem fyrir liendi er, er úr Sellandafjalli í um 430 m
hæð. Kjarrið er 50—130 sm hátt, mjög þétt en kræklótt og meira eða
rninna jarðlægt. Undirgróðurinn er gisinn, en bugðupuntur (D. flexu-
osa) algerlega yfirgnæfandi. Kjarr þetta á mjög í vök að verjast bæði
gegn beit og uppblæstri. E-tegundirnar eru í miklum meiri hluta eða
78%. H er ríkjandi lífmynd.
83. Birki-loðvíði hverfi (B. tortuosa-Salix lanata soc.). (Tab. XXXIII.
A-B 6).
Athugunin er úr Fróðárdal og hefur þegar verið lýst.
84. Birki-bldberjalyngs-bugðupunts hverfi (B. tortuosa-D. flexuosa-
Vaccinium uliginosum soc.). (Tab. XXXIII. A—B 7—8).
Hrefnubúðir á Kili, hæð um 430 m. Kjarrtorfurnar í Hrefnubúð-
um eru með hinum hæstu í miðhálendinu, því að efri mörk þeirra
liggja í um 480 m hæð og e. t. v. hærra. Kjarrið er lágt og þétt, mjög
kræklótt og jarðlægt. Hæð þess er um 60 sm, en ef hríslurnar eru réttar
upp eru þær 100—120 m langar. Þegar ég skoðaði kjarr þetta sumarið
1939, sem var með allra hlýjustu og lengstu stnnrum á þessari öld, voru
ársprotarnir samt mjög stuttir eða flestir 3—4 sm. Þó sá ég þar 10 sm
langan árssprota. Innan um birkikjarrið voru nokkrir runnar af loð-
víði (Salix lanata) og gulvíði (S. phylicifolia). Voru þeir litlu lágvaxn-
ari en birkið. Eftir því sem ofar dró í brekkurnar varð kjarrið lágvaxn-
ara og gisnara, og efst í torfunum mátti heita að kjarrið hyrfi yfir í
brekkugróðurinn án skarpra marka. Auk einkennistegundanna ber
nokkuð á krummalyngi (Empetrum hermafroditum), vallelftingu (Equi-
setum pratense) og kjarrsveifgrasi (Poa nemoralis). Dálítið er af blá-
gresi (Geranium silvaticum). Hlutföll tegunda og lífmynda nær eins og
í 82. Blettur XXXIII. 8. er í brekku utan við kjarrið sjálft. Þar vantar
birkið algerlega. Tegundir eru flestar hinar sömu og inni í kjarrinu,
TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓra 57