Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Síða 63
86. Mels-túnvinguls hverfi (Elymus arenarius-Festuca rubra soc.). (Tab.
XXXV. A-B 1).
A öllum foksandssvæðum á íslandi allt frá sjávarmáli og inn í mið-
hálendi er melur (£. arenarius) lielzta og oft eina plantan, sem nær að
festa rætur. í miðhálendinu eru víðáttumikil melalönd báðum megin
Jökulsár á Fjöllum, en þó virðist heldur draga úr þroska hans, þegar
kemur yfir 400—500 nr hæð (sbr. Steindórsson 1943 p. 459). Á rann-
sóknarsvæðum þeirn, sem hér er fjallað um, var hvergi um verulegar
breiður af mel að ræða, nerna á stöku stað á Bárðdælaafrétti, t. d. í
mynni Hraunárdals og í Suðurárbotnum í Ódáðahrauni. Hins vegar
voru einstakir melgígar og toppar nær hvarvettna um öll svæðin, þar
sem um lausan sand var að ræða. Athugunin Tab. XXXV. 1 er úr
Hrauntungu í Suðurárbotnum í um 460 m hæð. Einkennistegundirn-
ar tvær mega heita einráðar. Melskriðnablóm (Cardaminopsis petraea)
sýnir allmikla tíðni, en er ætíð mjög smávaxið. Sandurinn er þarna all-
þéttur enda bundinn af melnum, sem hefur myndað verulegar þúfur,
er hann nær eini gróðurinn í þúfunum, en túnvingullinn vex frernur
í lautunum. E-tegundirnar eru yfirgnæfandi og H er ríkjandi lífmynd.
87. Túnvinguls-klóelftingar hverfi (Festuca rubra-Equisetum arvense
soc.). (Tab. XXXV. A—B 3-9).
Allar athuganirnar eru úr útjöðrum gróðursvæða, sem grafizt hafa
í sand án þess að landið hafi blásið upp. Túnvingull (F. rubra) drottn-
ar alls staðar í gróðursvip, en klóelftingin (E. arvense) myndar hins veg-
ar misjafnlega þétt botnlag. Eins og taflan sýnir er gróðurinn allmis-
jafn, bæði að tegunda-fjölda og þéttleika. Hins vegar er greinilegt sam-
ræmi í öllum hlutfallstölum, þannig að E-tegundirnar eru í meiri hluta,
og H er drottnandi lífmynd. Ef til vill mætti draga þá ályktun af því,
að H væri sú lífmyndin, sem lengst veitti sandinum viðnám. Gæti það
átt rót sína að rekja til þess, að þar sem brum G-tegundanna grafast of
djúpt í sandinn, þá sé ekki dýpra en svo á brumum H-tegundanna en
að þeim takist að vaxa upp úr sanddreifunum. Runnplönturnar Ch
lamist hins vegar svo af sandfokinu, að þær fái ekki veitt sandinum mót-
stöðu til lengdar.
Blettir XXXV. 3—4 og 9 eru í röð í Suðurárbotnum. í 3—4 er sand-
urinn laus og þurr. Gróðurbreiðan er þar mjög gisin. Auk einkennis-
tegundanna tveggja ber mest á loðvíði (Salix lanatá) og gulmöðru (Ga-
lium verum). Blettur 9 er á rakara svæði og nær árkvísl en hinir. Svo er
TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓm 61