Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Page 70
breiðzt verulega út. Túnvingullinn er og meiri en í 9, en þó enn ein-
ungis í gisnurn toppum. Skriðlíngresi (AgrosLis stolonifera) er hér áber-
andi. En í skjóli þessara frumherja hafa nú ýmsar aðrar tegundir bætzt
við, þótt engin Jreirra nái verulegri tíðni og Jrví síður að Jreirra gæti í
fleti. Eftir því sem lengra dregur inn eftir geiranum smáþéttist gróður-
inn, en um leið hnignar klóelftingunni, svo að hún verður nánast senr
eins konar svarðlagsgróður, en grösin taka að setja svip á lendið. Er þá
komið í grasbeltifi (Graminé-belt) blettur XXXVL 7. Þar er túnving-
ullinn (F. rabra) drottnandi bæði í gróðursvip og fleti, næst honum
gengur skriðlíngresi (A. stolonifera), síðan koma sveifgrösin (Poa pra-
tensis *alpigena og P. alpina). Vingullinn er mestur næst sandbeltinu
en sveifgrösin meiri er fjar því dregur. Gróður í þessu belti er sam-
felldur, en sandur í rót sýnir, að enn er þar nokkurt áfok, og moldar-
myndun er lítil. Þetta belti er Jrurrt. Innan um grösin eru nokkrar
víðiklær, og fer þeim fjölgandi er lengra dregur inn í geirann, svo að
Jrar kemur, að talað verður um víði-gras belti (Salix-Graminé belt)
(Tab. XXXVI. 6). Jarðvegur er þar rakari og þéttari en í grasbeltinu.
Sands gætir ekki í rót, og mosi er þar nokkur. Samt er háplöntugróður-
inn ekki vel samfelldur. Yfirborðið er smáþýft, einkum Jrar sem tún-
vingullinn er, og eru þessar þúfur leifar hinna gömlu vingultoppa, sem
á sínum tíma bundu fokmoldina í þúfur. Grávíðir (Salix glauca) og
loðvíðir (S. lanata) eru þar á víð og dreif en misjafnlega þéttir, og gróð-
urlendið er sýnilega að breytast í raklenda víðigrund, þar sem grávíðir-
inn kemur til að drottna, eða jafnvel í víðimýri. Grösunum liefur hnign-
að, nema skriðlíngresinu (A. stolonifera), en liins vegar hálmgresi auk-
izt verulega. Sennilega hefur þetta belti ekki nema að litlu leyti Jrró-
azt frá áðurnefndu grasbelti, heldur öllu meira frá næsta belti innan
við það, hrafnafífu beltinu (Eriophorum Schuchzeri belt). Eins og fyrr
er getið, er mýrlent í miðri dældinni umhverfis dálitla tjörn. Ekki er
ég þó viss um, að sú tjörn sé upphafleg, heldur kann hún að Iiafa orðið
til, Jregar sandurinn fór að þéttast í dældarbotninum. Umhverfis tjöm-
ina, næst henni, er allbreitt belti með þéttvaxinni hrafnafífu (E. Scheu-
chzeri), er hún Jrar algerlega drottnandi en fjar tjörninni verða í belti
Jressu blettir með klófífu (E. angustifolium), hálmgresi (Calamagrostis
neglecta), grávíði (S. glauca) og bjúgstör (Carex maritima). Allt eru
þetta tegundir, sent heima eiga í frumgróðri á rökum sandi. Utan að
hrafnafífubeltinu liggur annars vegar víði-gras beltið, en liins vegar
hálmgresis beltið (Calamagrostis belt) (Tak. XXXVI. 4). Liggur það
örlitlu hærra en hrafnafífu beltið, annars eru þessi gróðurlendi ná-
tengd, en hálmgresis hverfið þó fram komið af hinu. Auk liálmgresis-
68 Flóra - tímarit um íslenzka grasaeræui