Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Síða 70

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Síða 70
breiðzt verulega út. Túnvingullinn er og meiri en í 9, en þó enn ein- ungis í gisnurn toppum. Skriðlíngresi (AgrosLis stolonifera) er hér áber- andi. En í skjóli þessara frumherja hafa nú ýmsar aðrar tegundir bætzt við, þótt engin Jreirra nái verulegri tíðni og Jrví síður að Jreirra gæti í fleti. Eftir því sem lengra dregur inn eftir geiranum smáþéttist gróður- inn, en um leið hnignar klóelftingunni, svo að hún verður nánast senr eins konar svarðlagsgróður, en grösin taka að setja svip á lendið. Er þá komið í grasbeltifi (Graminé-belt) blettur XXXVL 7. Þar er túnving- ullinn (F. rabra) drottnandi bæði í gróðursvip og fleti, næst honum gengur skriðlíngresi (A. stolonifera), síðan koma sveifgrösin (Poa pra- tensis *alpigena og P. alpina). Vingullinn er mestur næst sandbeltinu en sveifgrösin meiri er fjar því dregur. Gróður í þessu belti er sam- felldur, en sandur í rót sýnir, að enn er þar nokkurt áfok, og moldar- myndun er lítil. Þetta belti er Jrurrt. Innan um grösin eru nokkrar víðiklær, og fer þeim fjölgandi er lengra dregur inn í geirann, svo að Jrar kemur, að talað verður um víði-gras belti (Salix-Graminé belt) (Tab. XXXVI. 6). Jarðvegur er þar rakari og þéttari en í grasbeltinu. Sands gætir ekki í rót, og mosi er þar nokkur. Samt er háplöntugróður- inn ekki vel samfelldur. Yfirborðið er smáþýft, einkum Jrar sem tún- vingullinn er, og eru þessar þúfur leifar hinna gömlu vingultoppa, sem á sínum tíma bundu fokmoldina í þúfur. Grávíðir (Salix glauca) og loðvíðir (S. lanata) eru þar á víð og dreif en misjafnlega þéttir, og gróð- urlendið er sýnilega að breytast í raklenda víðigrund, þar sem grávíðir- inn kemur til að drottna, eða jafnvel í víðimýri. Grösunum liefur hnign- að, nema skriðlíngresinu (A. stolonifera), en liins vegar hálmgresi auk- izt verulega. Sennilega hefur þetta belti ekki nema að litlu leyti Jrró- azt frá áðurnefndu grasbelti, heldur öllu meira frá næsta belti innan við það, hrafnafífu beltinu (Eriophorum Schuchzeri belt). Eins og fyrr er getið, er mýrlent í miðri dældinni umhverfis dálitla tjörn. Ekki er ég þó viss um, að sú tjörn sé upphafleg, heldur kann hún að Iiafa orðið til, Jregar sandurinn fór að þéttast í dældarbotninum. Umhverfis tjöm- ina, næst henni, er allbreitt belti með þéttvaxinni hrafnafífu (E. Scheu- chzeri), er hún Jrar algerlega drottnandi en fjar tjörninni verða í belti Jressu blettir með klófífu (E. angustifolium), hálmgresi (Calamagrostis neglecta), grávíði (S. glauca) og bjúgstör (Carex maritima). Allt eru þetta tegundir, sent heima eiga í frumgróðri á rökum sandi. Utan að hrafnafífubeltinu liggur annars vegar víði-gras beltið, en liins vegar hálmgresis beltið (Calamagrostis belt) (Tak. XXXVI. 4). Liggur það örlitlu hærra en hrafnafífu beltið, annars eru þessi gróðurlendi ná- tengd, en hálmgresis hverfið þó fram komið af hinu. Auk liálmgresis- 68 Flóra - tímarit um íslenzka grasaeræui
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.