Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Page 74

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Page 74
alltaf liætta á, að blettirnir verði ranglega valdir, eða ef handahóf eitt ræður vali þeirra, geti kornið fyrir, að sumar algengustu tegundirnar nái engan veginn rétti sínum, og að hlutfallið milli tíðni tegundanna víki verulega frá raunveruleikanum. Allar slíkar talningar eru gerðar í tiltölulega mikið grónum melum. Athuganirnar, sem Tab. XXXVIII sýnir eru gerðar með þeim liætti, að þar eru taldar allar þær tegundir, sem sáust á tiltölulega litlu svæði á melnum. Ekki er þó um jafnstóra bletti að ræða, og þar sem tíðni tegundanna var ekki athuguð, nema á sumum stöðum, er henni sleppt hér með öllu. Allar Jrær athuganir nema á Tab. XXXVIII. 1. eru gerð- ar á gróðursnauðum melum, og fjar algrónu landi en talningarnar í Tab. XXXVII. Athuganir XXXVIII. 11—13 eru ekki gerðar með jafn- mikilli nákvæmni og hinar, og blettirnir minni en á hinum stöðun- um, en vitanlega er þó þar um mjög fáskrúðugan mel að ræða. Þótt báðar þessar athugunaraðferðir séu gallaðar, sín með hvorum hætti, má þó með samanburði þeirra fá allgóða hugmynd um háplöntugróð- ur melanna. Fyrst skal liér lýst athugun XXXVIII. 1., sem er vestan í Hrefnu- búðum á Kili. Þar í hallanum myndast greinilegir jarðrennslishjallar, eins og títt er á hallandi fjallamelum. Stallar þessir eru lágir 20—30 sm eða jafnvel enn lægri, en flatir að ofan. Framan í þeim er gróður- inn samfelldur, og h'kist mest heiðargróðri, stundum þó með nokkr- um snjódældasvip. Tegundir verða þar bæði fleiri og þéttstæðari en í venjulegum melagróðri, og þangað slæðast nokkrar tegundir úr öðr- um gróðurlendum. Annars er það eitt af einkennum melagróðursins, að þar er fátt um tegundir, sem ekki finnast í öðrum gróðurlendum, og jafnvel ná þar jafnmikilli útbreiðslu og í melnum. Þær tegundir í XXXVIII. 1., sem ekki heyra til melagróðri eru: Rarnarót (Coelogloss- um viride), grámulla (Gnnphalium supinum), mýrasóley (Parnassia palustris), lyfjagras (Pinguicula vulgaris), sýkigras (Tofieldia pusilla) og bláberjalyng (Vaccinium uliginosum). Þegar þessar tegundir eru taldar frá verða alls eftir 41 tegund, sem koma fyrir á einum eða fleiri athugunarstöðum, 13 alls, sem taflan fjallar um. Ef einnig eru teknar með þær tegundir sem finnast í talningarblettunum (Tab. XXXVII.), verða það alls 47 tegundir af blómplöntum og byrkningum, sem fund- izt hafa á 23 athugunarblettum, og skiptast þær þannig á blettina: Á 22 stöðum á 17 stöðum lambagras (Silene acaulis) geldingahnappur (Armeria vulgaris) blásveifgras (Poa glauca) 72 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.