Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Síða 74
alltaf liætta á, að blettirnir verði ranglega valdir, eða ef handahóf eitt
ræður vali þeirra, geti kornið fyrir, að sumar algengustu tegundirnar
nái engan veginn rétti sínum, og að hlutfallið milli tíðni tegundanna
víki verulega frá raunveruleikanum. Allar slíkar talningar eru gerðar
í tiltölulega mikið grónum melum.
Athuganirnar, sem Tab. XXXVIII sýnir eru gerðar með þeim liætti,
að þar eru taldar allar þær tegundir, sem sáust á tiltölulega litlu svæði
á melnum. Ekki er þó um jafnstóra bletti að ræða, og þar sem tíðni
tegundanna var ekki athuguð, nema á sumum stöðum, er henni sleppt
hér með öllu. Allar Jrær athuganir nema á Tab. XXXVIII. 1. eru gerð-
ar á gróðursnauðum melum, og fjar algrónu landi en talningarnar í
Tab. XXXVII. Athuganir XXXVIII. 11—13 eru ekki gerðar með jafn-
mikilli nákvæmni og hinar, og blettirnir minni en á hinum stöðun-
um, en vitanlega er þó þar um mjög fáskrúðugan mel að ræða. Þótt
báðar þessar athugunaraðferðir séu gallaðar, sín með hvorum hætti,
má þó með samanburði þeirra fá allgóða hugmynd um háplöntugróð-
ur melanna.
Fyrst skal liér lýst athugun XXXVIII. 1., sem er vestan í Hrefnu-
búðum á Kili. Þar í hallanum myndast greinilegir jarðrennslishjallar,
eins og títt er á hallandi fjallamelum. Stallar þessir eru lágir 20—30
sm eða jafnvel enn lægri, en flatir að ofan. Framan í þeim er gróður-
inn samfelldur, og h'kist mest heiðargróðri, stundum þó með nokkr-
um snjódældasvip. Tegundir verða þar bæði fleiri og þéttstæðari en í
venjulegum melagróðri, og þangað slæðast nokkrar tegundir úr öðr-
um gróðurlendum. Annars er það eitt af einkennum melagróðursins,
að þar er fátt um tegundir, sem ekki finnast í öðrum gróðurlendum,
og jafnvel ná þar jafnmikilli útbreiðslu og í melnum. Þær tegundir í
XXXVIII. 1., sem ekki heyra til melagróðri eru: Rarnarót (Coelogloss-
um viride), grámulla (Gnnphalium supinum), mýrasóley (Parnassia
palustris), lyfjagras (Pinguicula vulgaris), sýkigras (Tofieldia pusilla)
og bláberjalyng (Vaccinium uliginosum). Þegar þessar tegundir eru
taldar frá verða alls eftir 41 tegund, sem koma fyrir á einum eða fleiri
athugunarstöðum, 13 alls, sem taflan fjallar um. Ef einnig eru teknar
með þær tegundir sem finnast í talningarblettunum (Tab. XXXVII.),
verða það alls 47 tegundir af blómplöntum og byrkningum, sem fund-
izt hafa á 23 athugunarblettum, og skiptast þær þannig á blettina:
Á 22 stöðum á 17 stöðum
lambagras (Silene acaulis) geldingahnappur (Armeria vulgaris)
blásveifgras (Poa glauca)
72 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði