Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Side 86

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Side 86
hafa myndazt tjarnir, en lágir garðar úr uppliaflega rústarjaðrinum standa á bökkum tjarnarinnar fjarst rústinni, og ná endar þeirra inn í liinn lieila rústarjaðar. Bakkar rústarmiðjunnar voru snarbrattir og báru ljós merki um að þar liöfðu fallið niður spildur úr rústinni, en tjörnin myndast í þeirra stað. Orsökin til þessarar eyðingar rústanna getur naumast verið önnur en sú, að frostkjarninn hefur eyðzt úr þeim, og mun það vera afleið- ing liinna hlýju sumra 1930—40, sbr. þó það er síðar segir. Ég hugsa mér eyðingin fari fram á þann hátt, að raunverulega sé rústunum hald- ið uppi af frostþenslu jarðvegsins, og þegar klakinn fer úr jörð, sígur rústin niður. Fyrst myndast dæld við rústarjaðarinn, í hana sezt vatn, sem etur sig smám saman lengra inn í rústina. Það var uppltaflega ætl- un mín að kanna þetta fyrirbæri nánar. En árin liðu og frá þessari rit- gerð var að mestu gengið áður en færi gæfist á því. Hins vegar gaf Guð- mundur Jósajatsson fyrrum bóndi í Austurhlíð í Húnavatnssýslu mér mjög greinagóða lýsingu á flám og breytingum, sem á þeim liafa orðið síðustu áratugina fyrir 1940. En Guðmundur er þaulkunnugur á heið- unum inn með Blöndu, og hefur árum saman fylgzt með þeim breyt- ingum, sem þar hafa orðið á gróðri. Hann er maður óvanalega athug- ull, og lýsingar hans og athuganir mikils virði, þótt skoðanir okkar falli ekki saman að öllu leyti. Set ég hér kafla úr bréfi hans um þetta efni, þá er mér þykja mestu skipta. Þess skal þegar getið, að Guðmundur telur að eyðing rústa hafi byrjað allmiklu fyrr en ég hugði, eða ekki síðar en um 1930, og jafnvel nokkru fyrr. Þó kveðst hann ekki hafa veitt henni verulega athygli fyrr en 1932, en telur þó, að hún hafi ver- ið byrjuð fyrr, en verið svo hægfara í fyrstu, að ekki hafi verið eftir lienni tekið. Um þetta atriði vil ég taka fram, að ég hygg að gjörbreyt- ing geti fram farið á einu sumri, ef það er langt og lilýtt, og geta þá fyrstu breytingarnar Iiafa orðið skömmu eftir 1930, t. d. var sumarið 1933 óvenjulega Iilýtt, svo að frost hefur þá verið miklu minna í jörðu en venjulega. Guðmundur lýsir allnákvæmlega flá í Guðlaugstungum norðvest- ur af Hofsjökli í um 500 m hæð. Flá þessi er þar sem heitir Grasastykki. Takmarkast það að austan af Ströngukvísl en að vestan af Herjhóls- læk. „Tunga þessi ber nafn af því, að þarna var hið ágætasta grasaland, en drýgstur hluti grasalandsins voru voru einmitt rústirnar. Grösin uxu á þeim og náðu oft ótrúlegum þroska.“ Guðmundur fór fyrst um Grasastykki 1911 og telur sig muna vel útlit Jress þá. „Þegar ég virði fyrir mér rústirnar eins og þær vaka í minningum mínum, virðist mér blasa við, að þær verði ferlegastar, þegar til staðar er: 1) flatt land, 2) 84 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.