Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Síða 90

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Síða 90
sums staðar þó nær því gróðurlendi, sem hér að framan er kallað mosa- mold. Það sem einkum mun valda þessum mikla mun á hlíðunum er það, að í vesturhlíðinni er miklum mun snjóþyngra en í austurhlíð- inni, og hún veit að jökulbreiðum Langjökuls, sem eru tiltölulega ná- lægar, og mun löngum blása þaðan svalur vindur. Skal nú gerð nokkur grein einstakra talninga. Blettur XL. 1 er niður undir jafnsléttu í um 700 m hæð. Gróður er samfelldur með nokkrum snjódældablæ. Reglulegra snjódældategunda gætir þar verulega svo sem fjallasmára (Sibbaldia procumbens), grá- mullu (Gnaphalium supinum) og maríustakks (Alchemilla minor coll.), Grasvíðir (Salix herbacea) er drottnandi ásamt túnvingli (Festuca ru- bra). En annars ber ekki mikið á grasvíði um neðanverða hlíðina. Blettur XL. 2, 750 m hæð. Stinnastör (Carex Bigeloiuii) og túnving- ull (F. rubra) eru drottnandi tegundir. Háplöntugróðurinn er samfelld- ur, þéttur og þroskamikill. Mosa gætir ekki í gróðursvip. Aðrar há- plöntur en þær, sem nefndar voru þekja lítið. Kornsúra er að verða áberandi í gróðursvip í þessari hæð, þar sem veruleg gróðurbreyting fer fram í þá átt, að grámosinn er að verða drottnandi í gróðursvipnum. Blettur XL. 3 er einungis fO metrum ofar en blettur 2. Tegundir eru þar að vísu fleiri en í 2, en annars er gróðurfarið allt með meiri háfjallasvip. Drottnandi tegundir í svip og fleti eru nú grasvíðir (S. herbacea) og kornsúra (Polygonum viviparum). Grasvíði-kornsúru hverfi (S. herbacea — P. viviparum soc.) 75. hverfi í mosaheiði, helst síðan svo hátt sem mosaþemban nær í hlíðinni. Stinnastör (C. Bigelo- wii) og túnvingull (F. rubra) halda enn verulegri tíðni en þekja nú miklu minna en í bletti 2. Blettur XL. 4, 820 m hæð. Hér er grámosinn (Rhacomitrium) al- gerlega drottnandi. Grasvíðir (.S’. herbacea) og kornsúra (P. viviparum) eru nú hlutfallslega meiri meðal háplantna en áður, en stinnastör (Bige- lowii) og túnvingull (F. rubra) eru óðum að hverfa, svo að einungis strjálir einstaklingar þeirra tegunda finnast nú í mosabreiðunni. Vetr- arblóm (Saxifraga oppositifolia) og gullbrá (S. Hirculus) ná hér veru- legri tíðni, og allmikið ber á klóelftingu (Equisetum arvense). Blettur XL. 5 er í efsta jaðri mosaþembunnar, sem þar er orðin mjög sundurlaus, því að grjótið gægist hvarvettna upp úr henni. Teg- unum liefur fækkað verulega, svo að engin háplanta nær verulegri tíðni, nema grasvíðir (S. herbacea) og kornsúra (P. viviparum). Stinna- stör (C. Bigelowii) og túnvingull (F. rubra) eru horfin með öllu. Blettur XL. 6 um Í000 m hæð, er uppi á fjallinu. Þar koma ein- ungis 5 tegundir fram í talningunni, og engin þeirra svo þéttstæð, að 88 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.