Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Qupperneq 90
sums staðar þó nær því gróðurlendi, sem hér að framan er kallað mosa-
mold. Það sem einkum mun valda þessum mikla mun á hlíðunum er
það, að í vesturhlíðinni er miklum mun snjóþyngra en í austurhlíð-
inni, og hún veit að jökulbreiðum Langjökuls, sem eru tiltölulega ná-
lægar, og mun löngum blása þaðan svalur vindur.
Skal nú gerð nokkur grein einstakra talninga.
Blettur XL. 1 er niður undir jafnsléttu í um 700 m hæð. Gróður er
samfelldur með nokkrum snjódældablæ. Reglulegra snjódældategunda
gætir þar verulega svo sem fjallasmára (Sibbaldia procumbens), grá-
mullu (Gnaphalium supinum) og maríustakks (Alchemilla minor coll.),
Grasvíðir (Salix herbacea) er drottnandi ásamt túnvingli (Festuca ru-
bra). En annars ber ekki mikið á grasvíði um neðanverða hlíðina.
Blettur XL. 2, 750 m hæð. Stinnastör (Carex Bigeloiuii) og túnving-
ull (F. rubra) eru drottnandi tegundir. Háplöntugróðurinn er samfelld-
ur, þéttur og þroskamikill. Mosa gætir ekki í gróðursvip. Aðrar há-
plöntur en þær, sem nefndar voru þekja lítið. Kornsúra er að verða
áberandi í gróðursvip í þessari hæð, þar sem veruleg gróðurbreyting
fer fram í þá átt, að grámosinn er að verða drottnandi í gróðursvipnum.
Blettur XL. 3 er einungis fO metrum ofar en blettur 2. Tegundir
eru þar að vísu fleiri en í 2, en annars er gróðurfarið allt með meiri
háfjallasvip. Drottnandi tegundir í svip og fleti eru nú grasvíðir (S.
herbacea) og kornsúra (Polygonum viviparum). Grasvíði-kornsúru
hverfi (S. herbacea — P. viviparum soc.) 75. hverfi í mosaheiði, helst
síðan svo hátt sem mosaþemban nær í hlíðinni. Stinnastör (C. Bigelo-
wii) og túnvingull (F. rubra) halda enn verulegri tíðni en þekja nú
miklu minna en í bletti 2.
Blettur XL. 4, 820 m hæð. Hér er grámosinn (Rhacomitrium) al-
gerlega drottnandi. Grasvíðir (.S’. herbacea) og kornsúra (P. viviparum)
eru nú hlutfallslega meiri meðal háplantna en áður, en stinnastör (Bige-
lowii) og túnvingull (F. rubra) eru óðum að hverfa, svo að einungis
strjálir einstaklingar þeirra tegunda finnast nú í mosabreiðunni. Vetr-
arblóm (Saxifraga oppositifolia) og gullbrá (S. Hirculus) ná hér veru-
legri tíðni, og allmikið ber á klóelftingu (Equisetum arvense).
Blettur XL. 5 er í efsta jaðri mosaþembunnar, sem þar er orðin
mjög sundurlaus, því að grjótið gægist hvarvettna upp úr henni. Teg-
unum liefur fækkað verulega, svo að engin háplanta nær verulegri
tíðni, nema grasvíðir (S. herbacea) og kornsúra (P. viviparum). Stinna-
stör (C. Bigelowii) og túnvingull (F. rubra) eru horfin með öllu.
Blettur XL. 6 um Í000 m hæð, er uppi á fjallinu. Þar koma ein-
ungis 5 tegundir fram í talningunni, og engin þeirra svo þéttstæð, að
88 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði