Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Side 91
liún komi fram í öllum hringunum. Grasvíðir (S. herbacea), fjallasveif-
gras (Poa alpina) og fjallhæra (Luzula arcuata) eru helztu tegundirnar
en grámosaþófar eru þar á víð og dreif, og standa háplönturnar í skjóli
þeirra. Auk þeirra tegunda, sem fyrir koma í talningunni sá ég þessar
tegundir þar uppi á fjallinu: Vetrarblóm (S. oppositifolia), melskriðna-
blóm (Cardaminopsis petraea) og mosalyng (Cassiope hypoides).
Það kemur hér ljóst fram, að gjörbreyting verður á háplöntugróðr-
inurn fyrst við um 850 m hæð, eða á milli 820 og 880 m. Allur þorri
þeirra tegunda, sem þangað til hafa verið meira eða rninna algengar,
hverfur nú að mestu, þótt þeim hafi að vísu verið farið að fækka áður.
Ef þetta er borið saman við athuganir mínar í Loðmundi á Land-
mannaafrétti (Steindórsson 1945 p. 496) er samræmið áberandi gott.
Þar eru 5 tegundir, sem halda velli alla röðina í gegn frá 600—1010
m hæð, þ. e. grasvíðir (S. herbacea), kornsúra (P. viviparum), fjalla-
sveifgras (P. alpina), músareyra (Cerastium alpinurn) og lambagras (Si-
lene acaulis). Eru það sörnu tegundirnar og hér, nema kornsúran hverf-
ur í Rauðkolli í 1000 m hæð, en er enn drottnandi tegund í 880 m hæð.
Tegundir þær, sem hverfa í Loðmundi við 850 m hæð eru: túnvingull
(F. rubra), stinnastör (C. Bigeloiuii), brjóstagras (Thalictrum alpinum),
beitieski (Equisetum variegatum), fjallafoxgras (Phleum commutatum),
fjallasmári (Sibbaldia procumbens), týtulíngresi (Agrostis canina),
hálmgresi (Calamagrostis neglecta), klóelfting (Equisetum arvense),
grávíðir (Salix glauca), grámulla (Gnaphalium supinum), vallarsúra
(Rumex acetosa) og fjalladepla (Veronica alpina). Svo má heita, að þær
af þessum tegundum, sem einnig finnast í Rauðkolli fylgi nákvæmlega
sömu hæðarmörkum. Aðeins ein tegund hér í Rauðkolli kemur fyrst
fyrir í bletti í 820 m hæð, er það fjallhæra (Luzula arcuatá). Hlutföll
tegunda og lífmynda sýna einnig athyglisverða breytingu. A% fer
stöðugt hækkandi frá 69 í bletti 1 upp í 100 í blettum 5—6. Ch% er
lægst í 2, en fer síðan hækkandi úr 13 í 35. H% stendur í stað að kalla
má í þremur lægstu blettunum, en lækkar síðan verulega í 4—5, en nær
hámarki í 6. G% sveiflast upp og niður án nokkurrar reglu, og G vant-
ar algerlega í 6.
Því miður eru ekki fleiri slíkar athuganir fyrir hendi. En þá álykt-
un virðist mega draga af þessari athugun ásamt þeim athugunum, sem
eru í oftnefndri fyrri ritgerð rninni, að hin raunverulegu efri mörk alls
þorra háplantna liggi nálægt 850 metra hæð, enda þótt mörkin vitan-
lega séu breytileg eftir staðháttum.
tímarit um íslenzka grasafræði - Flóra 89