Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Page 91

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Page 91
liún komi fram í öllum hringunum. Grasvíðir (S. herbacea), fjallasveif- gras (Poa alpina) og fjallhæra (Luzula arcuata) eru helztu tegundirnar en grámosaþófar eru þar á víð og dreif, og standa háplönturnar í skjóli þeirra. Auk þeirra tegunda, sem fyrir koma í talningunni sá ég þessar tegundir þar uppi á fjallinu: Vetrarblóm (S. oppositifolia), melskriðna- blóm (Cardaminopsis petraea) og mosalyng (Cassiope hypoides). Það kemur hér ljóst fram, að gjörbreyting verður á háplöntugróðr- inurn fyrst við um 850 m hæð, eða á milli 820 og 880 m. Allur þorri þeirra tegunda, sem þangað til hafa verið meira eða rninna algengar, hverfur nú að mestu, þótt þeim hafi að vísu verið farið að fækka áður. Ef þetta er borið saman við athuganir mínar í Loðmundi á Land- mannaafrétti (Steindórsson 1945 p. 496) er samræmið áberandi gott. Þar eru 5 tegundir, sem halda velli alla röðina í gegn frá 600—1010 m hæð, þ. e. grasvíðir (S. herbacea), kornsúra (P. viviparum), fjalla- sveifgras (P. alpina), músareyra (Cerastium alpinurn) og lambagras (Si- lene acaulis). Eru það sörnu tegundirnar og hér, nema kornsúran hverf- ur í Rauðkolli í 1000 m hæð, en er enn drottnandi tegund í 880 m hæð. Tegundir þær, sem hverfa í Loðmundi við 850 m hæð eru: túnvingull (F. rubra), stinnastör (C. Bigeloiuii), brjóstagras (Thalictrum alpinum), beitieski (Equisetum variegatum), fjallafoxgras (Phleum commutatum), fjallasmári (Sibbaldia procumbens), týtulíngresi (Agrostis canina), hálmgresi (Calamagrostis neglecta), klóelfting (Equisetum arvense), grávíðir (Salix glauca), grámulla (Gnaphalium supinum), vallarsúra (Rumex acetosa) og fjalladepla (Veronica alpina). Svo má heita, að þær af þessum tegundum, sem einnig finnast í Rauðkolli fylgi nákvæmlega sömu hæðarmörkum. Aðeins ein tegund hér í Rauðkolli kemur fyrst fyrir í bletti í 820 m hæð, er það fjallhæra (Luzula arcuatá). Hlutföll tegunda og lífmynda sýna einnig athyglisverða breytingu. A% fer stöðugt hækkandi frá 69 í bletti 1 upp í 100 í blettum 5—6. Ch% er lægst í 2, en fer síðan hækkandi úr 13 í 35. H% stendur í stað að kalla má í þremur lægstu blettunum, en lækkar síðan verulega í 4—5, en nær hámarki í 6. G% sveiflast upp og niður án nokkurrar reglu, og G vant- ar algerlega í 6. Því miður eru ekki fleiri slíkar athuganir fyrir hendi. En þá álykt- un virðist mega draga af þessari athugun ásamt þeim athugunum, sem eru í oftnefndri fyrri ritgerð rninni, að hin raunverulegu efri mörk alls þorra háplantna liggi nálægt 850 metra hæð, enda þótt mörkin vitan- lega séu breytileg eftir staðháttum. tímarit um íslenzka grasafræði - Flóra 89
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.