Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Síða 97

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.05.1967, Síða 97
starfsmaður Atvinnudeildar Háskólans, þar sem hann vinnur enn, þrátt fyrir hinn háa aldur. Frá barnæsku hefur Ingimar safnað plöntum og fengi/.t við greiningar á þeim, og á árunum 1925—50 ferðaðist hann víða um landið til athugana á flóru og gróðri ýmissa landshluta. Hefur hann birt um þetta fjölda ritgerða, og eina slíka getur að líta í þessu hefti Flóru. A síðari árum hefur Ingimar gefið sig mest að undafíflarannsóknum, og farið víða um landið til að safna þeim, auk þess sem hann hefur athugað íslenzka unda- fífla í söfnum innanlands og erlendis. Hefur hann nýlega birt mikið rit um þessar rannsóknir. (Sbr. Ritfregnir í þessu hefti). Ekki hefur Ingimar látið sér nægja grösin ein, heldur hefur hann lagt sig nokk- uð eftir nafngreiningum á dýrum, aðallega skeldýrum, og er nú eini sérfræðingur- inn hérlendis í þeirri grein. Hefur hann gefið út alþýðlegar bækur um það efni (Skeldýrafána íslands I og II). Flóra óskar Ingimar til hamingju og þakkar samskiftin. HELGI JÓNASSON BÓNDI OG GRASAFRÆÐINGUR, GVENDARSTÖÐUM, ÁTTRÆÐUR. Þann 26. september í haust átti Helgi Jónasson á Gvendarstöðum 80 ára af- mæli. Helga þarf naumast að kynna fyrir lesendum Flóru, svo mjög sem hann hef- ur komið við sögu grasafræðinnar í landinu. Þess má geta, að Helgi er ennþá ern og við sæmilega heilsu, en þó var þetta síðastliðna sumar hið fyrsta um árabil, sem hann hefur ekki komist í grasaferð til Vestfjarða, og það þótti honum ekki gott, sem nærri má geta, enda hafði hann ætlað sér að ganga í Látrabjarg og vita hvað þar fyndist af sjaldgæfum jurtum. Flóra óskar Helga til hamingju með þetta merkisafmæli og vonar að hann eigi enn eftir að auka talsverðum skerf í þekkingarforðann um íslenzka grasafræði. STEINDÓR STEINDÓRSSON GRASAFRÆÐINGUR 65 ÁRA. Þann 12. ágúst í sumar (1967) varð Steindór Steindórsson yfirkennari og grasa- fræðingur 65 ára. Enginn hefur verið mikilvirkari í íslenzkri grasafræði en hann, og þó hygg ég að hann eigi enn eftir margt óritað. Við meðritstjórar hans óskurn honum gengis á þessum tímamótum. HÁKON BJARNASON SKÓGRÆKTARSTJÓRI SEXTUGUR. Hákon er fæddur í Reykjavík 13. júlí 1907. Hann nam skógræktarfræði við danska landbúnaðarháskólann, og var skipaður skógræktarstjóri árið 1935. Um störf Hákonar þarf ekki að fjölyrða, til þess eru þau of kunn, en hitt er kannske á fárra vitorði, að hann er mikill áhugamaður um grasafræðileg efni og hefur að því leyti sérstöðu, að hann hefur auðgað íslenzku flóruna af nokkrum merkum plöntutegundum, sem líklegar eru til að verða góðir borgarar landsins er fram líða stundir. TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓm 95
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.